Færsluflokkur: Vísindi og fræði

heimskautarefur ??

ég hef oft rekið mig á að íslendingar kalla íslensku tófuna heimskautaref.. þetta er sami stofn eða skyldur norska stofninum og þar heitir hann fjellrev eða fjallarefur.   Heimskautarefur eða "artic fox" er bara allt önnur tegund af ref eftir því sem ég best veit. Heimskautarefur skiptir td ekki um lit... er allt árið hvítur á meðan fjallarefurinn skiptir um lit vor og haust..

endilega fræðið mig ef þetta er rangt hjá mér !! 


mbl.is Skjóta rauðref til að vernda tófu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BMI Body mass index..

Þessi "vísitala" hefur verið notuð af tryggingafélögum um allan heim.. og er talin mæla það hvenær persóna er orðin of feit til þess að geta talist heilbrigð.

Hér er mynd af manni sem er "of feitur" fyrir tryggingafélag og fær því ekki líftryggingu á sanngjörnu verði, heldur verður hann að borga áhættu þóknun.

Hvað finnst ykkur um málið ?  Er BMI það sem er rétt að nota til þess að mæla "holdafar" tryggingakaupenda ?

annars er greinin hér :

http://www.vg.no/helse/artikkel.php?artid=545438 

bmi.jpg 


Stöðugur skjálfti..

þetta orðatiltæki finnst mér svolítið fyndið," stöðugur skjálfti ".. hvernig getur skjálfti verið stöðugur ?

Kannski er málvitund mín svona vitlaus eftir margra ára veru erlendis... hver veit.  


mbl.is Stöðugir eftirskjálftar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru svölur á íslandi ?

Ég skrifaði í fyrrasumar að ég hefði séð svölu fyrir utan blokkina hér á neshaganum.. viðbrögð við því voru lítil svo ég fór að telja sjálfum mér trú á að það sem ég sá hafi verið þröstur með þrýstiloftshreifil og óvenjulega flughæfileika..

En það fóru að renna á mig tvær grímur í gær, ég ók sem snöggvast út að Garðskagavita og þar sá ég aftur svölu. Ég og ferðafélaginn minn horfðum á hana í stutta stund og vorum sammála um að þetta væri ekki þröstur með þrýstiloftsmótor heldur fór ekkert á milli mála ða um svölu var að ræða.. tvískipt stélið og spíssaðir vængendarnir ásamt geysilega hröðu flugi sannfærði mig um að svölur séu komnar til lands ísa. 

Í kvöld var mér litið út um gluggann rétt í þessu og þá sá ég enn eina svölu.. 

Er einhver þarna úti sem getur sagt svipaða sögu ?  


Umhverfisvernd á villigötum ?

Umhverfisvernd á villigötum ?

  

Ég hef mikið velt fyrir mér allri þessari umhverfisvernd og notkun á lífrænu eldsneyti.

Hugmyndin er góð, ég meina alger snilld að rækta bara diesel úti í garði !  Þótt grunnhugmyndin sé góð þá er praxisinn það ekki því að til þess að fullnægja þörfinni á þessum markaði þarf að taka þó nokkuð drjúga prósentu af ræktunarsvæði sem er annars notað til þess að framleiða matvæli og fara að framleiða lífrænt eldsneyti.

 

 Í kapitalískum heimi er þetta ekkert mál.. markaðurinn ræður ! eða hvað ?  Jú það má segja að markaðurinn ráði för og gróðasjónarmið ráði því í hvað akrar eru notaðir, bændur vilja jú fá sem hæst verð fyrir sínar afurðir um allan heim og eldsneytisrisarnir eru ríkir og yfirbjóða hvern sem er til þess að fá aðgengi að lífrænueldsneyti.. skítt með það þótt litaða fólkið svelti í þriðja heiminum.. við þekkjum þau hvort sem er ekki og þau hafa engan talsmann.  Svo akrarnir eru teknir fyrir framleiðslu á eldsneyti og fólk er farið að svelta í þriðja heiminum aftur, líkt og var hér upp úr 1975-1990.

 Ég rakst á athyglisverða grein í norsku netblaði og sú grein benti á aðra grein eftir íslenskan prófessor í noregi sem skrifar athyglisverða grein um regnskógana og hvernig þeir hverfa undir lífrænt eldsneyti og nautakjötsframleiðslu.. Ég linka greinarnar neðst í blogginu.  Í fyrri greininni er talað um að ef 5 % af norska bílflotanum yrði drifinn áfram af lífrænu eldsneyti þá muni það þýða matvæli fyrir 2.7 milljónir manna mundu hverfa af matvælamarkaðinum og inn á eldsneytismarkaðinn.  Þetta er umhugsunarefni.. erum við orðin svona firrt í okkar baráttu fyrir betra loftslagi að við erum tilbúin til þess að svelta stóran hluta mannkyns bara út af umhverfissjónarmiðum vesturlanda ? 

 Í þætti á RUV í gær um olíuna, mjög svo hugsanavekjandi þáttur, kom fram að 800.000.000 manns muni svelta ef menn skipta yfir í lífrænt eldsneyti.. og um leið styrjöld yfirvofandi. Ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun því ég tel að heimurinn sé á krossgötum, kína og indland eru að þjóta fram úr vesturlöndum og neyslan eykst eftir því og vöruverð hækkar því eftirspurnin eykst um allan heim.  Ég hef skrifað um það áður að bara aukningin ein í kína á kjöti til manneldis krefst 1 milljarðs af kornmeti á næsti 5 árum til viðbótar við þau matvæli sem fara nú þegar í eldsneytisframleiðslu. Þetta þýðir í raun að alloir þurfi að borga meira fyrir sín matvæli en gert er í dag og er umhverfissjónarmið stór þáttur í þessum spíral. 

Erum við á villigötum ? Þurfum við ekki að hugsa upp á nýtt okkar  um umhverfisverndarsjónarmið og loftslagsbreytingar ?  Erum við að gera illt verra með umhverfishjalinu hér á vesturlöndum ?

http://e24.no/makro-og-politikk/article2386430.ece

og greinin eftir Rögnvald

http://e24.no/kommentar/spaltister/hannesson/article2313270.ece      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband