Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

353 dagar

það eru 353 dagar síðan ég bloggaði síðast hér á moggablogginu.  ég hef ekkert saknað þess í sjálfu sér en hef verið virkur lesandi á blogginu allan tíman, já og set inn komment.

Fátt virðist hafa breyst á klakanum þennan tíma nema ef vera skildi að fjármálamenn eru enn fastari í sessi, LÍÚ enn sterkari en áður og vinstri menn fara halloka. Það síðast nefnda þarf þó ekki að vera alslæmt því íslenskir vinstrimenn virðast oft á tíðum ekki hafa hugmynd um hvað er vinstri stefna og hvað er hægri stefna því oft virðist manni þessu öfugt farið á klakanum, eins og svo margt annað þar.  Litlar sálir velta sér upp úr því hvað Gnarrinn segir.. 

Lífið hér í noregi gengur sinn vanagang, maður þarf hvorki að lesa fréttir eða horfa á fréttatíma daglega því þjóðfélagið hér er í föstum skorðum.. það stendur upp úr hér síðustu vikunna að sumir stjórnmálamenn hafa þegið gjafir frá atvinnulífi innanlands og spilltum stjórnmálamönnum erlendis. Þetta mun hafa eftirmála fyrir viðkomandi stjórnmálamenn.. 

Annars bara allt gott að frétta.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband