sjálfstektin sér um sína

Mikið er ég orðinn leiður á sjálfstæðismönnum og afskriftum skulda þeirra í banka sem var í eigu sjálfstæðismanna og notaður sem atvinnumiðlun fyrir jakkalakka sjálfstektarinnar..

Þetta pakk er ógeð ! 


mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var Sjálfstæðismaður en augu mín opnuðust fyrir löngu síðan.  Megnið af þeim sem kjósa eða kusu flokkinn eru venjulegt fólk sem treystir á heiðarleika fulltrúa sinna.  En greinilegt er að mikið af þessum fulltrúum eru drullusokkar sem taka við mútum og starfa fyrir auðugt glæpahyski.  Ef eitthvað er, þá er Framsóknarflokkurinn ennþá spilltari með Finn Ingólfsson fyrrverandi viðskiptaráðherra og núverandi/fyrrverandi útrásarvíking sem dæmi um góða vinahollustu flokksins.

Ég tel Samfylkinguna að mestu leiti óábyrga gagnvart þessu hruni.  Því ef maður gróðursetur plöntu af ásettu ráði í eitraða mold þá er maður ábyrgur fyrir dauða plöntunar ekki sá sem hlúir seinna að plöntunni.   Það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks undir forustu Davíðs sem eitraði jarðveginn með einkavinagreiðadrulluvæðingu bankanna og eiginhagsmunadrulluheimsku ákvörðun Halldórs Framsóknarfávita á framsali veiðiheimilda.

Samfylkingin ber einhverja sök en langmestu sökina bera Sjálfst. og Framsóknarflokkurinn sem lögðu grunninn að útrásarfylleríinu.  

Björn (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 11:48

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég get tekið undir þetta sem þú segir Björn. Ég er hægrisinnaður sjálfur og hef flokkað sjálfan mig sem hægrikrata lengi.  Gamli sjálfstæðisflokkurinn var ekkert annað en hægrikrataflokkur.. það breyttist stuttu eftir 1980..

Ég sakna valkosts á hægri hliðinni.. 

Óskar Þorkelsson, 18.8.2009 kl. 17:25

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég er fæddur og uppalinn í Sjálfstæðisflokknum.  Pabbi var formaður Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.  Á þeim árum voru allt önnur gildi í Sjálfrstæðisflokknum en í dag.  Þyrlu-Mangi í Vestmannaeyjum er dæmi um þau gildi sem hafa yfirtekið Sjálfstæðisflokkinn í dag.  Það er að segja eftir siðrof frjálshyggjugengisins og græðgisvæðingarinnar,  bankaræningja og svokallaðra útrásarvíkinga.  Það fólk er á allt annarri bylgjulengd en þeir gömlu góðu hægri kratar Sjálfstæðisflokksins sem höfðu samvisku og samfélagsvitund eins og pabbi og hans kynslóð með Eyjólf Konráð Jónsson og aðra slíka hugsjónamenn heiðarleika og umhyggju fyrir þjóðfélaginu að leiðarljósi.

Jens Guð, 21.8.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband