lesið milli línanna..

hér þarf að lesa á milli línanna..

Fyrstu sex mánuði ársins fluttu 1233 fleiri karlar frá landinu en til þess samanborið við en 299 konur.

Þetta segir mér það að mennirnir fara á undann og konurnar fylgja á eftir þegar karlinn hefur undirbúið jarðveginn fyrir fjölskylduna. 

 

svo 1233 karlar.. ég geri ráð fyrir amk helmingurinn sé fjölskyldufaðir.. þá má margfalda þessa tölu með 3 jafnvel fjórum þegar upp er staðið.

Ég fer af landinu 1 sept, einn, konan fylgir á eftir þegar allt er klárt í fyrirheitna landinu. 


mbl.is Margir fluttu frá landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég flyt einnig 1.Sept út en hagstofan mun ekkert vita af því fyrr en á næsta ári.

Jón Þór (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 11:18

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það kemur ekki fram í fréttinni hversu margir fluttu.....aðeins breytingar á milli ára.

Ég fór burtu í júlí......og veit um fleiri á leiðinni

Hólmdís Hjartardóttir, 21.8.2009 kl. 11:38

3 identicon

Gæti ástæðan fyrir því að það eru fleiri karlmenn sem flytja af landinu, ekki verið sú að hér er um að ræða pólska, lettneska og litháíska farandverkamenn?  Eins og t.d. fjöldi brottfluttra Pólverja segir til um. 

Vissulega er ástandið grafalverlegt en þó engin ástæða til að vera að gera meira úr brottflutningi fólks en þörf er á, en ansi er ég hræddur um að í sumum tilvikum stafi brottflutningur manna af því að þeir geti ekki haldið upp lífsstandard á Íslandi sem þeim dytti aldrei í hug að standa fyrir t.d. í Noregi.  Þeir eru sem sé í hlutverki kattarins og svínsins í Litlu gulu hænunni, þ.e. flýja land núna, leyfa okkur hinum að byggja upp úr rústunum og koma svo e.t.v. aftur þegar allt verður komið í lag og vilja fleyta rjóman ofan af.  Meðan þeir hinir sömu eru búnir að spóka sig í Noregi, sem nota bene væri hvorki fugl né fiskur ef þeir (þ.e. Norðmenn) hefðu ekki olíuna, sem þeir klára innan 10-20 ára.

Við þetta fólk sem er þannig hugsandi við brottflutning, vil ég bara segja þetta:  Farið hefur fé betra og verið ekkert að hafa fyrir því að koma aftur til Íslands. 

Gestur Ófeigs (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 13:38

4 identicon

Og varðandi athugasemd Jóns Þórs  “Ég flyt einnig 1.Sept út en hagstofan mun ekkert vita af því fyrr en á næsta ári.”  Þá er þetta alveg dæmigert fyrir þá sem vilja að allir geri allt fyrir þá en ekki öfugt.  Hér á sem sé að lauma sér úr landi og skrá sig ekki út úr landinu fyrr en eftir áramót.  Það þýðir að viðkomandi ætlar að næla sér í persónuafslátt gagnvart skattinum 4 mánuðum lengur en annars væri.  Með öðrum orðum að stela 4 x 42.205 krónum eða 168.820 krónum frá tómum ríkissjóði.  Ég held að fólk sem hugsar svona eigi bara að koma sér í burtu og hafa það “gott” hjá Norðmönnum

Gestur Ófeigs (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 13:45

5 identicon

Óska thér og fjölskyldu thinni góds gengis í nýja landinu.

Gjagg (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 18:21

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Takk fyrir kveðjuna Gjagg

Gestur Ófeigs er einmitt týpan sem gerir það eftirsóknarvert að koma sér í burtu af þessu skeri.. það eru alltof margir af hans tegund í umferð hér á landi. 

Óskar Þorkelsson, 21.8.2009 kl. 19:56

7 identicon

Ég veit ekki alveg hvað þú átt við með þessari athugasemd, enda veistu ekkert hvernig týpa ég er.  Það er samt bara þannig, að þótt margir eigi mjög bágt og hafi tapað bæði vinnu og eignum, þá eru margir sem eru að fara af því að þeir geta ekki leyft sér lífsstandard, sem þeir munu heldur ekki leyfa sér í Noregi.  Og athugasemd Jóns Þórs kórónar svo alla helvítis vitleysuna, með því að hann þykist ætla að svindla út úr skattinum áður en hann fer, á þann hátt sem ég lýsti.  En ég get glatt hann með því, að honum tekst það ekki, því hann fær ekki skattkort í Noregi né annars staðar nema að skrá sig út úr landinu hér.  Síðan eru viðbrögð þín Óskar gagnvart pistli mínum í gær þannig, að ég hef greinilega hitt þig illa fyrir, sbr máltækið að sannleikanum verður hver sárreiðastur.   En bara að lokum, varðandi ályktunina sem þú dregur af því að margfalt fleiri karlar en konur hafa farið úr landi, þá er hún augljóslega röng og þurfum við ekki annað en að fara aftur til áranna 2006 og 2007 til að sjá spegilmynd af þessu, þegar einhleypir karlmenn í þúsundatali komu frá Póllandi og Eystrasaltslöndunum til að vinna við byggingaframkvæmdir hér. Nú eru þeir að fara til baka.  Þetta veit ég í gegnum það sem ég fæst við dags daglega.

Gestur Ófeigs (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 11:14

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Síðan eru viðbrögð þín Óskar gagnvart pistli mínum í gær þannig, að ég hef greinilega hitt þig illa fyrir, sbr máltækið að sannleikanum verður hver sárreiðastur. 

he he nei, hér hittir þú mig ekki illa fyrir Gestur Ófeigs ! 

Ég hef upplifað margt og mikið í gegnum mína daga.. til dæmis það að eignast húsnæði á íslandi og í noregi.. munurinn var stórkostlegur á þeim kjörum sem almenningi býðst í noregi eða á íslandi.. meðal jóninn í noregi er ekki nema rétt rúm 9 ár að eignast sitt húsnæði á meðan meðal íslendingurinn er eins og staðan er í dag um mannsævi að eignast venjulega íbúð. 

Ástæða þess að ég er að fara þessu sinni er margþætt en fyrst og fremst sú að hér á landi á ég engan séns til að eignast eitt eða neitt.. jú ég get fengið nanfið mitt á afsal.. en í raun er afsalið ekkert annað en það að ég skulda bankanum megnið af mínum tekjum það sem ég á eftir ólifað..

Síðan kemur stjórnmálaástandið til sögu.. hér getur ekki nokkur maður treyst því að stjórnvöld standi við gerða samninga við einn eða neinn.. sagan hefur sannað það svo ekki sé um villst og tekið af allan vafa .. íslensk stjórnvöld eru gerspillt, sauðheims og hafa enga framtíðarsýn fyrir land og þjóð... nema selja það auðhringum.

Fleiri atriði get ég nefnt.. 

Td það að konan mín lenti í því um helgina að unglingar hræktu á hana vegna þess að litarhaft hennar var þeim ekki samboðið.. íslendingar eru upp til hópa rasistar.  Þetta er ekkii í fyrsta sinn sem veitst er að henni á þeim 3 árum sem hún hefur búið hér.. Þessi ástæða ein og sér er alveg nóg fyrir mig til að skilja við þetta sker.

Óskar Þorkelsson, 22.8.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband