það eru fleiri sem gera pólskar vörur

.. Kjötpóll úti á Kársnesi í kópavogi gerir úrvals kjötvörur að pólskri fyrirmynd..  1 íslenskur kjötiðnaðarmaður og 5 pólverjar vinna þar..

En þar sem ég er kjötiðnaðarmaður með meira en 20 ára reynslu og hef einnig unnið sem sölumaður í þessari grein í 2 og hálft ár á íslandi.. þá þekki ég vel flestar kjötvinnslur á klakanum og verð því miður að segja að Bóndinn á Hálsi veit ekkert hvað hann er að tala um.. hrossakjöt í nautahakkið.. Halló !! er ekki í lagi með manninn ? hann bara bullar eitthvað og það algerlega að óþörfu.. og af algeru kunnáttuleysi.

Það setur engin viðurkennd kjötvinnsla á íslandi hrossakjöt í nautahakk.. einföld ástæða er .. það kemur alltaf fram í bragðinu.. önnur ástæða, það eru vörusvik.  Svo ef einhverjir setja svoleiðis drasl í hakkið sitt þá eru það bílskúrsvinnslur og heimaslátranir.  Eða er bóndinn á Hálsi að saka SS, norðlenska, Esjuna, Ali og aðrar viðurkenndar kjötvinnslur um vörusvik ?

Annars óska ég honum alls hins besta með sitt framtak og vona að hann lendi ekki í því að eftirspurnin og kostnaðurinn verði svo mikill að hann fari að taka upp á vörusvikum.. sem hann virðist kannast vel við ;)


mbl.is Hrein og ómenguð nautasteik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vatnsbindandi efnin, vatn, kartöflumjöl og soyjamjöl er allt vandlega tekið fram á innihaldslýsingum.  Það er þó staðreynd.

Ég vona að það sé rétt hjá þér að menn séu ekki að setja ólistuð hráefni í matinn.  Það var engin ástæða til þess áður, því enginn las innihaldslýsingu, en nú er fólk meðvitaðra. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 10:58

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

rétt hjá þér Gullvagn, en hreint hakk er merkt sem hreint hakk.. og enginn íblöndunarefni í þeim. 

 Hinsvegar fæst ódýrari variant á markaðnum sem inniheldur aukið prótein og vatn.... nautgripahakk minnir mig að sú afurð heitir.

 hef ekki enn rekist á hakk sem blandað er með kartöflumjöli nema ætlunin sé að búa til kjötbollur úr þeim til steikingar áður en það er sett á markað. svo það stenst ekki nánari skoðun heldur.. bóndinn á hálsi notar pottþétt íblöndunarefni í kæfugerðina og pólsku kjötvörurnar sínar ;)

Óskar Þorkelsson, 10.9.2009 kl. 11:12

3 identicon

Óskar LESTU á innihaldslýsinguna á ódýru hakki, t.d. Bónushakki.  Skal ekki sverja með kartöflumjöl en það er "soja protein" og ýmis íblöndunarefni.

Kartöflumjöl er yfirleitt í ódyrari sortinni af hamborgurum.

Það þarf ekkert endilega að það séu íblöndunarefni í kæfunni, þetti ekki tol póskra kjötvara, en ég veit að kæfu er vel hægt að gera án neinna aukaefna.   kæfa er bara kjöt, kjötsoð og laukur, salt og pipar allavega eins og amma og mamma gerðu kæfu.

pálína (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 00:24

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

pálína, ég nenni ekki að bera saman bónusdraslið og alvöru kjötvinnslur. Ég kaupi ALDREI kjötvörur í bónus. Þú berð ekki saman epli og applesínur þór bæði séu flokkuð undir ávexti...

bóndinn á hálsi er með fínar vörur en ekkert betri en td Red food og Kjötkompaníið í hafnarfirði. 

Óskar Þorkelsson, 11.9.2009 kl. 13:24

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já og Kjötpóll ;)

Óskar Þorkelsson, 11.9.2009 kl. 13:29

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://visir.is/article/20090911/FRETTIR01/400469100/-1

Þar kom sönnunin á því sem ég sagði að ofan...

Óskar Þorkelsson, 11.9.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband