Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Muslim Brotherhood, stiklað á stóru.


Ég hef séð að nokkrar viðkvæmar og auðtrúa sálir hafa skrifað á netið að nú komi islamistar og taki völdin í Egyptalandi.. og þá verði allt svo miklu verra!
Miklu verra en hvað spyr ég á móti.. og hverjir eru þessir Muslim Brotherhood ?

Það þarf ekki að leita lengi á netinu til að finna talsvert mikið efni um þessi samtök.
Muslim brotherhood eru almennt á móti hryðjuverkum hverskonar, þeir eru á móti klerkastjórnum, þeir eru fylgjandi lýðræði en þeir vilja að fólk hagi sér á góðan múslimskan hátt.. sem þýðir ekki endilega sharíalög ef einhver skyldi halda það.. eða vildi halda það.
Þeir eru staðsettir í vel flestum arabískum ríkjum en upprunalega koma þeir frá Egyptalandi og eru stofnuð árið 1928 af aröbum sem unnu við suezskurðinn.

Þetta eru hófsöm samtök sem eiga mestan stuðning hjá menntuðum efnuðum millistétta egyptum, læknar, lögfræðingar, arkitektar og viðskiptamenn.
Vart þarf að taka það fram að slík samtök eru ógnun við einræðisherra og því eru þau bönnuð í Egyptalandi. Þau hafa verið bönnuð síðan 1954 þegar meðlimir MB voru ásakaðir um tilræði við Nasser þáverandi “forseta” egyptalands, en samtökin litu á Nasser sem svikara við málstað múslima og handbendi vesturlanda en hafa alla tíð neitað þessum ásökunum á hendur sér og segja að þetta sé átylla til að banna samtökin. Samtökin hafa verið umborin í Egyptalandi alla tíð síðan, en eru opinberlega bönnuð.

Fyrstu ár MB voru til þess að gera ofbeldisfull og óx þeim ásmeginn við uppgang nasismans í evrópu. Nasistar unni markvisst með MB í Egyptalandi og palestínu og var td mein kampf þýdd á arabísku árið 1938 og dreift um hinn arabískaheim. Nasistarnir aðstoðuðu MB í baráttu sinni gegn bretum og þar fengu MB hið slæma orð á sig sem bretar og bandaríkjamenn ala á enn þann dag í dag. Eftir seinni heimstyrjöldina tók við tímabil þar sem þeir voru orðaðir við allskyns tilræði gegn leiðtogum arabaríkja og forstjórum stórra fyrirtækja sem þeim þótti of vestræn
.
Grunnhugmyndafræði sumra deilda MB ( alls ekki allra) er að þeir eru algerlega á móti júðum og eigi að berjast gegn þeim hvar sem er á jarðkringlunni, þetta má að hluta til rekja til Mein Kampf Hitlers sem gefin var út í arabaheiminum fyri stríð og einnig að MB barðist við hryðjuverkasveitir júðana fyrir , í og eftir seinna stríð.

Samtökin hafa unnið markvisst að bættum aðbúnaði fólks í Egyptalandi og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Þau eru vinsæl meðal almennings því þau berjast fyrir auknu lýðræði og bættum aðbúnaði fyrir venjulegt fólk. Þetta hefur verið Mubarak þyrnir í augum ásamt hans bestu hjálparhellum, bandaríkjunum.

Í Israel er MB á þinginu Knesset með meðlimi, en MB er tvískipt í ísrael, annar hlutinn er með á þingi en hinn berst algerlega gegn ísraelskum yfiráðum.. þannig að erfitt er að skilgreina þessi samtök sem einhver ein heilsteypt samtök og eru deildir MB mjög mismunandi milli landa.

I Saudi Arabíu eru þeir umbornir þótt MB sé á móti kenningum Wahabista sem eru öfgatrúamenn .

Þessi samtök eru í þróun eins og flest önnur samtök og margt bendir til þes að í sumum deildum þessara samtaka séu öfgamenn að ná völdum.

Eru þetta hættuleg samtök ?
Þessi spurning er eðlileg frá vestrænu sjónarmiði en frá arabísku sjónarmiði eru þau ekki hættuleg.

Að mínu mati eru þeir alls ekki verri en stjórn Mubaraks.

Nokkrir linkar til fræðslu og fróðleiks

http://en.wikipedia.org/wiki/History_of_the_Muslim_Brotherhood_in_Egypt

http://en.wikipedia.org/wiki/Dar_el_Islam

viðtal við sérfræðing í málefnum MB á norsku.

http://tpn.vg.no/intervju/index.php?Inr=2405

http://africanhistory.about.com/od/glossarym/g/def-MuslimBrotherhood.htm

mjög góð grein hér : Friend or a foe!
http://www.foreignaffairs.com/articles/62453/robert-s-leiken-and-steven-brooke/the-moderate-muslim-brotherhood

grein í ísraelsku blaði
http://newstopics.jpost.com/topic/Muslim_Brotherhood

http://www.mideastweb.org/Middle-East-Encyclopedia/muslim_brotherhood.htm


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband