Færsluflokkur: Matur og drykkur

það eru fleiri sem gera pólskar vörur

.. Kjötpóll úti á Kársnesi í kópavogi gerir úrvals kjötvörur að pólskri fyrirmynd..  1 íslenskur kjötiðnaðarmaður og 5 pólverjar vinna þar..

En þar sem ég er kjötiðnaðarmaður með meira en 20 ára reynslu og hef einnig unnið sem sölumaður í þessari grein í 2 og hálft ár á íslandi.. þá þekki ég vel flestar kjötvinnslur á klakanum og verð því miður að segja að Bóndinn á Hálsi veit ekkert hvað hann er að tala um.. hrossakjöt í nautahakkið.. Halló !! er ekki í lagi með manninn ? hann bara bullar eitthvað og það algerlega að óþörfu.. og af algeru kunnáttuleysi.

Það setur engin viðurkennd kjötvinnsla á íslandi hrossakjöt í nautahakk.. einföld ástæða er .. það kemur alltaf fram í bragðinu.. önnur ástæða, það eru vörusvik.  Svo ef einhverjir setja svoleiðis drasl í hakkið sitt þá eru það bílskúrsvinnslur og heimaslátranir.  Eða er bóndinn á Hálsi að saka SS, norðlenska, Esjuna, Ali og aðrar viðurkenndar kjötvinnslur um vörusvik ?

Annars óska ég honum alls hins besta með sitt framtak og vona að hann lendi ekki í því að eftirspurnin og kostnaðurinn verði svo mikill að hann fari að taka upp á vörusvikum.. sem hann virðist kannast vel við ;)


mbl.is Hrein og ómenguð nautasteik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grísagúllas a la Skari

grísagullas, steikt í olíu sem hafði áður verið notuð til að steikja kjúlla :)
Vatn í pott.. og salt í pottinn. suðan látinn koma upp
Kartöflur nokkur kvikindi, frekar ljótar og virtust vera með herpes, skornar í sneiðar og til helminga.. skutlað út í olíuna með kjötinu
Kjötið brúnað í olíunni,
Grillbutter marinering frá Raps sett í pottinn með vatninu..
Kjötið og kartöflurnar sett í vatnið.
Taco sósan sett út í og hrært.
Leit í ískápnum af öðru grænmeti.. fann rauðlauk og rauðan thai chili og hálfa lina græna papriku.
Rauðlaukurinn skorinn í bita, skutlað í pottinn..
Paprikan í stóra bita.. skutlað í pottinn.
hux í smástund en síðan tók ég chili og skar það í bita og skutlaði því bara líka í pottinn.
lítil dós af mais baunum...

Vatn.. bara nóg en ekki of mikið.. þá verður þetta súpa :)
500 gr kjöt. ( komið 2 daga fram yfir síðasta söludag)
nokkrar kartöflur
1 rauðlaukur.
2 mtsk grillbutter marinering
Taco sósa
hálf græn paprika. ( svolítið lin eftir talsverða veru í ísskáp)
3 rauð thai chili
mais
Hrísgrjón sem meðlæti.

látið bulla í pottinum þangað til að maður getur ekki beðið lengur og skammtar sér á disk..djúpan disk !

Drykkur, ískalt vatn úr krananum.

voila !  bon apetit.


uppskrift af verðlauna pizzu í Oslo

Þessa þarf maður að prófa :)

 

BUNN: 500 gram durumhvete, 1 pk tørrgjær, 1 ss fin havsalt, ½ ss sukker, 3 dl lunkent vann. Deigen skal hvile i plastfilm minimum 15 minutter, del i 3 like store deler, kjevle til 2-3 millimeters tykkelse.

SAUS: 250 gram knuste norske tomater, 1 ts tomatpuré, 1 hvitløkbåt skrellet og skåret i tynne skiver, 1 bunt frisk basilikum (kun bladene), havsalt og nymalt pepper. Fres hvitløk i olje, tilsett halvparten av basilikumen, tomatene og krydder, surre i 20 min, mos til jevn saus, smak til med krydder.

PIZZAFYLL: 1 pk TINE pizzaost med 4 oster, 1 pk vellagret Coppaskinke fra Tind, 12 skiver fersk mozzarellaost, 100 gram Ruccolasalat, 9 stk kongeøsterssopp fra Den blinde ku, 3 stk norske tomater, 1 bunt vårløk, salt og pepper, tørket oregano, balsamicoeddik, ekstra virgin olivenolje, 150 gram revet Gammel dronning fra Den blinde ku.

SLIK GJØR DU: Fordel revet ost på sausen. Ha oppkuttet sopp over sammen med skinke og mozzarella, krydre. Stek nederst i ovnen i 7-10 min på 250 grader. Dryss på Ruccola, tomat, og finhakket vårløk og basilikum. Sprinkle med olivenolje og balsamicoeddik.

 

http://www.vg.no/mat-og-drikke/artikkel.php?artid=564412


guði sé lof fyrir bjórinn.

án bjórs.. hvað yrði um heiminn þá ?

 

http://mithuro.com/presscuefiles/january/beer_goggle.swf 


Endurtekið efni.. jólasteikin mín !

Juleribbe, maturinn minn í dag !! 

Ég nota ekki síðu eins og norðmenn gera heldur svínahrygg með puru.  

 Juleribbe

2 kg mellomribbe med svor
1 ss havsalt
2 ts nykvernet sort pepper
1 ts malt ingefær
2 ss hakkede salvieblader
En håndfull nellikspiker 
1 kg poteter, skåret i båter 
½ kg løk, skåret i båter
1 appelsin

Be slakteren sage over ribbena med ca. 4 cm mellomrom. Be ham også skjære et rutemønster i svoren og ned i fettet med en skarp kniv, ca. 2-3 cm store ruter.

Legg ribben med svoren opp på en fjel, og gni den inn med salt, pepper og ingefær. Legg den i en ovnspanne og kryst saften av en appelsin over kjøttet. La den ligge tildekket i kjøleskap natten over.

Still inn stekovnen på 200°C/ 400°F. 

Plasser ribben i ovnspannen med svoren ned. Klem salvieblader ned mellom de avsagde ribbena. Snu ribben med svorsiden opp, og stikk nellikspiker inn i de skårne kryssene.

Dekk ribben med tinnfolie og stek den på midterste ovnshylle i 45 minutter. Ta den deretter ut av ovnen og ta av folien. Sett temperaturen ned til 180°C/ 350°F. 

Ta ribben ut av ovnspannen og legg potet- og løkbåtene utover pannen. Legg kjøttet tilbake oppå og stek det hele i ca. 1 time. 

Øk temperaturen til 200-210°C /400°-425°F og stek i ca. 20 minutter til for å få sprø svor. Svoren skal begynne å boble, og rutene vil da åpne seg litt. Hvis dette ikke skjer etter 10 minutter, kan man sette opp temperaturen til 225°C/ 450°F. Pass godt på at det ikke blir brent. Man kan også bruke ovnsgrillen, men da må man passe ekstra godt på. 

Ta ribben ut av ovnen og la den hvile noen minutter. Skjær opp i firkantede serveringsstykker mellom to og to ribben, og der de er saget over. Serveres med de stekte potet- og løkbåtene, evt. kokte poteter, sosisser eller chipolata sausages, medisterkaker, surkål eller rødkål (eller rosenkål). Samt tyttebærsyltetøy eller cranberry sauce. Man kan også servere ribben med nellikspikrene i – de tar seg godt ut, men vær oppmerksom på at de kan være svært sterke på smak.

Oppskrift fra “Kitchen of Light: New Scandinavian Cooking with Andreas Viestad” bearbeidet av Berit Scott

Fyrir nákvæmlega ári síðan setti ég þetta á síðuna mína og þegar ég var í dag að leita að uppskrift á netinu þá kom google upp með uppskrift frá í fyrra á minni eigin síðu.. gaman af því..

http://skari60.blog.is/blog/skari60/entry/399124/ 


hér er hugsanavakning..

..fyrir þá sem eru að hugsa um það að létta sig..

 


mínir uppáhalds ísar...

Ég var að gefa kunningja nokkrar ísbombu uppskriftir í tilefni þess að ég er að fara í MEGRUN...

Hér eru uppskriftir af ísréttum sem ég hef gert í gegnum tíðina við miklar vinsældir en hafa sennilega verið þess valdandi að ég þarf að fara í megrun núna...

Allur ísinn er fenginn í ísbúð þótt ég kunni að gera heimalagaðan ís eins og amma og mamma .. bara betur en þær ;) þá er það efni í annan pistil.

Rjómaís úr ísbúð.
Nescafe mokka
Marssúkkulaði
Rjómi

1 líter af rjómaís er settur í skál sem er mun víðari en rúmmál íssins því þetta verður sull :)

strá einni til tveimur teskeiðum af kaffiduftinu yfir ísinn ásamt 2 matskeiðum af rjóma .. hrært varlega eða þar til ísinn er orðinn fallega kaffi brúnn.. svona á litinn eins og thailensk fegurðardís..

Marssúkkulaðið er sett í "vatnsbað" til þess að bræða það.. rjóma blandað saman til að fá mjúka heita súkkulaði sósu.. hitað í smástund á hellunni..

ísinn borinn fram í skálum og marsinu helt yfir..

Ísréttur með bláberjum og nóa kroppi..

1 líter rjómaís settur í skál , smá rjóma eða mjólk hellt yfir ísinn, koníakssletta í skálina og hrært. Þegar ísinn er orðinn jafn og fallegur þá er nóakroppi bætt í skálina og hrært með sleif til að fá jafna dreifingu á nóa kroppinu ( rís kúlur eru líka snilld) . Þeyta restina af rjómanum og setja bláber út í á eftir .. borið fram í skál.. nammi namm..

toppið þetta elskurnar mínar.


Ég mæli með...

Sílamávseggjum og hreindýrapáté. 

Ég var að uppgötva sílamávaegg í fyrsta sinn á ævinni en þau áskotnaðist ég í Þín Verslun Seljabraut hjá Jóa kjötmeistara.. skemmst frá því að segja að þau voru einstaklega ljúffeng.  

Hann gaukaði einnig að mér hreindýrapaté sem þeir gera sjálfir í þessari verslun og fékk ég mér sneið af þessu góðgæti og naut hvers bita, sérlega góð.. en svo fékk ég hugdettu.. hvernig væri að hnoða saman á brauðsneið, hreindýrapaté, sílamávseggi og ribsberjasultu.. Þetta reyndist frábær hugmynd og er þetta sennilega besta álegg sem ég hef haft á brauðsneið um árabil. 

Ég mæli með þessum rétti elskurnar mínar. 

umm já bjór með auðvitað. 


Norður norskar fiskbollur, uppskrift

Ég var á flakki um matarheimana á internetinu og komst inn á aldeilis fína norska síðu með helling af uppskriftum frá öllum heiminum þótt megnið séu nú gamlar góðar norskar uppskriftir ekki ósvipaðar þeim sem við eigum að venjast frá ömmu.. það er að segja ef amman hefur farið í húsmæðraskóla snemma á s.l. öld.. en hér er ein einföld og góð.


Norður norskar fiskibollur

600 gr ýsa
Mæliskeið af salti
Slatti af múskat ( matskeið)
Stór laukur.
Kartöflumjöl 2 mtsk

Ýsan, laukurinn og kryddið og mjölið er sett í matvinnsluvél..

Hrært þar til farsið er orðið seigt.

Bætið út í hægt og rólega 4.5-5 ml af mjólk

Gerið bollur eftir smekk..

Steikt á pönnu , meðlæti að eigin ósk.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband