Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Þá fara stýrisvextir að lækka ..

Ég hef lengi haft þá skoðun að stýrisvextir lækki þegar annað hvort af tvennu, eða bæði gerast.. Davíð Oddson fari úr Seðlabankanum.. Baugur fari á hausinn.. en þar sem stýrisvextirnir lækkuðu ekki við brotthvarf Dabba þá tel ég að það sé pottþétt að þeir lækki í næstu viku :)

Halo


mbl.is Búast við að Baugur óski eftir gjaldþrotaskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

www.siminn.is og ömurleg þjónusta

Ég lenti í því að sjónvarpið mitt yfir internet var lokað í gærkveldi.. nokkuð sem þetta skítafyrirtæki Síminn stundar.. loka á föstudagskveldi svo fólki sé nú refsað almennilega fyrir að gleyma reikning.

Hef lent í þessu áður svosem.  EN.. ég hringdi í þjónustuver símans í morgunn því ég hélt að eitthvað væri að kerfinu því það hafði verið óstöðugt undanfarið. bæði internet og sjónvarp.. fékk lagað netið í vikunni svo ég hélt að þetta væri af sama meiði.. vesen með router eða eitthvað slíkt.

Þjónustuverið svarar með sykursætri rödd og segir mér að ég hafi ekki greitt reikning, nokkuð sem kemur fyrir af og til.. svo ég spyr þessa sykursætu stúlkurödd hvort að það sé opnað strax ef ég borga í dag á netinu.. já svarar þessi lygatæfa !  Ég fer auðvitað strax á netbankann og borga reikningana.. og hringi aftur og fæ aðra sykursæta stúlkurödd sem sagði mér að hún gæti sko ekkert gert fyrir mig fyrr en á mánudaginn..

Ég klikkaði algerlega í símann því ég þoli ekki fólk sem lýgur að mér, ég hata fyrirtæki sem láta starfsmenn sína ljúga að viðskiptavinum sínum.

Ég þoli ekki www.simann.is lengur.. gersamlega hata þetta djöfuls lygafyrirtæki.

Ég sagði upp öllum viðskiptum við þetta ógeðslega fyrirtæki ! 

hana nú og góðann daginn :) 

 

 


Umhverfisvernd á villigötum ?

Umhverfisvernd á villigötum ?

  

Ég hef mikið velt fyrir mér allri þessari umhverfisvernd og notkun á lífrænu eldsneyti.

Hugmyndin er góð, ég meina alger snilld að rækta bara diesel úti í garði !  Þótt grunnhugmyndin sé góð þá er praxisinn það ekki því að til þess að fullnægja þörfinni á þessum markaði þarf að taka þó nokkuð drjúga prósentu af ræktunarsvæði sem er annars notað til þess að framleiða matvæli og fara að framleiða lífrænt eldsneyti.

 

 Í kapitalískum heimi er þetta ekkert mál.. markaðurinn ræður ! eða hvað ?  Jú það má segja að markaðurinn ráði för og gróðasjónarmið ráði því í hvað akrar eru notaðir, bændur vilja jú fá sem hæst verð fyrir sínar afurðir um allan heim og eldsneytisrisarnir eru ríkir og yfirbjóða hvern sem er til þess að fá aðgengi að lífrænueldsneyti.. skítt með það þótt litaða fólkið svelti í þriðja heiminum.. við þekkjum þau hvort sem er ekki og þau hafa engan talsmann.  Svo akrarnir eru teknir fyrir framleiðslu á eldsneyti og fólk er farið að svelta í þriðja heiminum aftur, líkt og var hér upp úr 1975-1990.

 Ég rakst á athyglisverða grein í norsku netblaði og sú grein benti á aðra grein eftir íslenskan prófessor í noregi sem skrifar athyglisverða grein um regnskógana og hvernig þeir hverfa undir lífrænt eldsneyti og nautakjötsframleiðslu.. Ég linka greinarnar neðst í blogginu.  Í fyrri greininni er talað um að ef 5 % af norska bílflotanum yrði drifinn áfram af lífrænu eldsneyti þá muni það þýða matvæli fyrir 2.7 milljónir manna mundu hverfa af matvælamarkaðinum og inn á eldsneytismarkaðinn.  Þetta er umhugsunarefni.. erum við orðin svona firrt í okkar baráttu fyrir betra loftslagi að við erum tilbúin til þess að svelta stóran hluta mannkyns bara út af umhverfissjónarmiðum vesturlanda ? 

 Í þætti á RUV í gær um olíuna, mjög svo hugsanavekjandi þáttur, kom fram að 800.000.000 manns muni svelta ef menn skipta yfir í lífrænt eldsneyti.. og um leið styrjöld yfirvofandi. Ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun því ég tel að heimurinn sé á krossgötum, kína og indland eru að þjóta fram úr vesturlöndum og neyslan eykst eftir því og vöruverð hækkar því eftirspurnin eykst um allan heim.  Ég hef skrifað um það áður að bara aukningin ein í kína á kjöti til manneldis krefst 1 milljarðs af kornmeti á næsti 5 árum til viðbótar við þau matvæli sem fara nú þegar í eldsneytisframleiðslu. Þetta þýðir í raun að alloir þurfi að borga meira fyrir sín matvæli en gert er í dag og er umhverfissjónarmið stór þáttur í þessum spíral. 

Erum við á villigötum ? Þurfum við ekki að hugsa upp á nýtt okkar  um umhverfisverndarsjónarmið og loftslagsbreytingar ?  Erum við að gera illt verra með umhverfishjalinu hér á vesturlöndum ?

http://e24.no/makro-og-politikk/article2386430.ece

og greinin eftir Rögnvald

http://e24.no/kommentar/spaltister/hannesson/article2313270.ece      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband