Færsluflokkur: Pepsi-deildin

sjálfstektin sér um sína

Mikið er ég orðinn leiður á sjálfstæðismönnum og afskriftum skulda þeirra í banka sem var í eigu sjálfstæðismanna og notaður sem atvinnumiðlun fyrir jakkalakka sjálfstektarinnar..

Þetta pakk er ógeð ! 


mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphafið að endalokum ?

ég tel að þetta geti verið upphafið að endalokum skagaliðsins eins og við þekkjum það.. liðið sem skorar mörkin og sigrar deildina .. þeir tímar eru liðnir um ókomna framtíð og framtíð skagaliðsins virðist vera í neðri deildum íslenskrar knattspyrnu.  ástæða þessa spádóms er sú að ef menn eins og Guðjón geta ekki barið þessa stráka til sigurs þá getur enginn það.. kannski framtíðinn á skaganum liggi í innflutningi á fólki frá miðausturlöndum ? 
mbl.is Guðjón hættur með ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ég hef tvennt um þennan leik að segja

það fyrsta : Meistaraheppni

Það seinna : dómaraskandall

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómarar skemma leiki.. þessi sauður sem dæmdi í kvöld var ótrúlegur.. ef valsari datt og það án þess að komið væri við hann þá var umsvifalaust flautað.. ef KR ingur var troðinn undir af valsara var leik haldið áfram... 

Já ég er svekktur því valsarar áttu síst skilið stigin 3 í þessum leik en enginn má við margnum.. 11 gegn 14 í kvöld. en KR átti samt að taka þetta.... 


mbl.is Willum: ,,Leikur okkar í fyrri hálfleik skóp sigurinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Logar undir Loga ?

Ég meina.. KR getur ekki blautan og mun betri þjálfari var látin fara eftir svipaða byrjun í fyrra... Hvað er að í Vesturbæ ?
mbl.is Matthías og Tryggvi afgreiddu KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

skrítin frétt

Ég get lofað ykkur því að áhorfendametið verður ekki slegið  í sumar þrátt fyrir fjölgun liða í efstu deild, græðgisvæðingin er kominn til íslands fyrir löngu og miðaverð er orðið fáranlega hátt.

Að miða miðaverð hér við miðaverð á völlinn hjá Brann í Bergen þá er KSÍ kominn út á mjög svo hálan ís..  aðstaða á völlum hér á landi er þriðja flokks.. fótboltinn er þriðja flokks, dómararnir eru almennt þriðja flokks. Brann er með atvinnumannalið og völl sem slær laugardalsvöllin út í gæðum og aðstöðu fyrir áhorfendur..  þar að auki tekur það norðmanninn ekki nema um 2 tíma að vinna fyrir dýrasta miðanum á völlinn hjá Brann og ekki nema um 40 mín fyrir þeim ódýrasta á meðan Íslendingurinn þarf að puða í rúman klúkkutíma fyrir miðaverðinu.. reyndar nær 2 ef skatturinn er tekinn með.  

er það þess virði að borga 1500 kall til þess að fara á völlinn í Grindavík ?  NEI..  

Ég er einn af þeim sem fór á alla leiki með KR sem mér var unnt að sjá, flaug til eyja og elti þá því sme næst hvert á land sem er og stundum út fyrir landsteinanna.. það mun ekki gerast í sumar því ég hef ekki efni á þessu lengur.  


mbl.is Evrópumet í áhorfendafjölda á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband