Umhverfisvernd á villigötum ?

Umhverfisvernd á villigötum ?

  

Ég hef mikið velt fyrir mér allri þessari umhverfisvernd og notkun á lífrænu eldsneyti.

Hugmyndin er góð, ég meina alger snilld að rækta bara diesel úti í garði !  Þótt grunnhugmyndin sé góð þá er praxisinn það ekki því að til þess að fullnægja þörfinni á þessum markaði þarf að taka þó nokkuð drjúga prósentu af ræktunarsvæði sem er annars notað til þess að framleiða matvæli og fara að framleiða lífrænt eldsneyti.

 

 Í kapitalískum heimi er þetta ekkert mál.. markaðurinn ræður ! eða hvað ?  Jú það má segja að markaðurinn ráði för og gróðasjónarmið ráði því í hvað akrar eru notaðir, bændur vilja jú fá sem hæst verð fyrir sínar afurðir um allan heim og eldsneytisrisarnir eru ríkir og yfirbjóða hvern sem er til þess að fá aðgengi að lífrænueldsneyti.. skítt með það þótt litaða fólkið svelti í þriðja heiminum.. við þekkjum þau hvort sem er ekki og þau hafa engan talsmann.  Svo akrarnir eru teknir fyrir framleiðslu á eldsneyti og fólk er farið að svelta í þriðja heiminum aftur, líkt og var hér upp úr 1975-1990.

 Ég rakst á athyglisverða grein í norsku netblaði og sú grein benti á aðra grein eftir íslenskan prófessor í noregi sem skrifar athyglisverða grein um regnskógana og hvernig þeir hverfa undir lífrænt eldsneyti og nautakjötsframleiðslu.. Ég linka greinarnar neðst í blogginu.  Í fyrri greininni er talað um að ef 5 % af norska bílflotanum yrði drifinn áfram af lífrænu eldsneyti þá muni það þýða matvæli fyrir 2.7 milljónir manna mundu hverfa af matvælamarkaðinum og inn á eldsneytismarkaðinn.  Þetta er umhugsunarefni.. erum við orðin svona firrt í okkar baráttu fyrir betra loftslagi að við erum tilbúin til þess að svelta stóran hluta mannkyns bara út af umhverfissjónarmiðum vesturlanda ? 

 Í þætti á RUV í gær um olíuna, mjög svo hugsanavekjandi þáttur, kom fram að 800.000.000 manns muni svelta ef menn skipta yfir í lífrænt eldsneyti.. og um leið styrjöld yfirvofandi. Ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun því ég tel að heimurinn sé á krossgötum, kína og indland eru að þjóta fram úr vesturlöndum og neyslan eykst eftir því og vöruverð hækkar því eftirspurnin eykst um allan heim.  Ég hef skrifað um það áður að bara aukningin ein í kína á kjöti til manneldis krefst 1 milljarðs af kornmeti á næsti 5 árum til viðbótar við þau matvæli sem fara nú þegar í eldsneytisframleiðslu. Þetta þýðir í raun að alloir þurfi að borga meira fyrir sín matvæli en gert er í dag og er umhverfissjónarmið stór þáttur í þessum spíral. 

Erum við á villigötum ? Þurfum við ekki að hugsa upp á nýtt okkar  um umhverfisverndarsjónarmið og loftslagsbreytingar ?  Erum við að gera illt verra með umhverfishjalinu hér á vesturlöndum ?

http://e24.no/makro-og-politikk/article2386430.ece

og greinin eftir Rögnvald

http://e24.no/kommentar/spaltister/hannesson/article2313270.ece      

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég sá þennan sjónvarpsþátt í gærkvöldi um olíuna og er enn að jafna mig. Ef rétt er sem þar kemur fram mun ásókn í alla nýja orkugjafa aukast mjög til að mæta væntanlegum olíuskorti. Það eru því ekki umhverfissjónarmiðin sem munu valda aukinni áherslu á að framleiðsla lífrænt eldsneyti, heldur hreinn orkuskortur.  Við eigum engan annan kost en að draga úr orkunotkun.

Emil Hannes Valgeirsson, 24.4.2008 kl. 16:33

2 identicon

Óskemmtilegur þáttur já.

Velgengni vesturlanda og lífsgæði okkar hefur verið olíunni að þakka, nú fer olíunni þverrandi og hvað þá? Steinöld með hungursneyð? Við erum á villigötum já.

sjá blogg Fjölnis http://gammon.blog.is/blog/gammon/entry/518565/

gfs (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:15

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég þakka kommentin sem komið hafa..  Ég hef séð greinar í blöðum erlendis þar sem menn eru farnir að gera tilraunir með segl á flutningaskip sem eru allt að 100.000 tonn og eiga þau að spara allt að 40 % í eldsneyti.

Ísland verður aldrei orkulaust en við þurfum að fá farartæki sem komast á milli landa og landshluta án olíu.. hér á landi eru það rafmagnsfarartæki hverskonar og þá einna helst lestir.. sem um leið mundu gera vörubílstjórana okkar óþarfa..

Millilandaskip undir seglum er eflaust eitthvað sem við fáum að sjá aftur.. tölvustýrður seglbúnaður og vindmyllur um borð sem framleiða rafmagn..

Óskar Þorkelsson, 24.4.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband