noregur.. 1 vika frá komu minni til gamla landsins.

Núna er ég búinn að vera í noregi í eina viku og einn dag... Veran hefur verið afskaplega ánægjuleg.  Og margt búið að gerast á þessum stutta tíma sem liðinn er.

Ég er búinn að skrá mig hjá skattinum, sem einnig þjónar sem hagstofa, eða folkeregister.

Ég er búinn að opna bankareikning hjá DnB og notaði mína norsku kennitölu :)

Ég er búinn að fara í nokkur viðtöl og gengið bara vel... fæ að vita hvort ég fái eitt starf á morgunn td.

Svo hef ég þvælst um Oslo og Drammen og í dag skoðaði ég eyjuna sem ég bý á , Ulvöya.  sól og yfor 20 c úti núna...

tók myndir af eplatrjám og sá íkorna en náði ekki myndum af þeim..

krakkar að busla í sjónum.. og seglbátar úti á firðinum... par fór í kajaksiglingu.

.... svo dröslaðist ég heim og keypti eina kippu af Hansa öli til öryggis...

ulvøya sept 2009 007

ulvøya sept 2009 009

ulvøya sept 2009 011

ulvøya sept 2009 001

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Nafni minn, æfinlega !

Verst þókti mér; að ná ekki samfundum við þig, áður en þú lagðir í hann, í Austurveg.

Megir þú, sem þitt fólk hafa það, sem allra bezt, nafni minn. Endilega; láttu mig vita, þegar þú verður næst á ferð, hér á Fróni, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 14:54

2 identicon

þú er lukkunnar pamfíll til hamingju með þetta.

Ég var tvisvar á ferðinn þarna í sumar og ók á ferð minni til Kolbotn nokkrum sinnum framhjá Brúnni útí Ulföya og það hvarflaði að mér að þarna byggju þeir efnameiri! Vona að allt gangi ykkur í haginn þarna.

Gunnar Þór Jónsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 15:06

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir innlitið Nafni, ég verð sennilega ekki mikið á ferðinni á íslandi á næstu árum nema nauðsyn krefji eða að ég fari þangað í verslunarleiðangur ;)

Takk fyrir kveðjuna Gunnar, já Ulvöya er eitt ríkasta hverfið í Oslo, dýrara en sjálfur Holmenkollen.. en hér bý ég hjá vini sem leigir í kjallara ;)

Óskar Þorkelsson, 9.9.2009 kl. 17:16

4 Smámynd: Brattur

Er ekki vinurinn bara kominn til Noregs... þú manst að allir menn eru komnir af öpum nema Íslendingar, þeir eru komnir af Norðmönnum...

Brattur, 9.9.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband