Færsluflokkur: Samgöngur

flottasta parkering ever


íslensk vegagerð vs norsk vegagerð

Ég rakst á grein í Aftenposten.no í dag sem fjallar um norska vegagerð . það var þannig að nokkrir norskir þingmenn voru á ferðalagi um önnur norðurlönd til að kynna norska vegagerð fyrir kollegum sínum og urðu þeir aðhláturefni í svíðjóð fyrir það hvernig norðmenn stjórna vegagerð.. en svíarnir hlógu að þeim og sögðu við frændur sína að það væri ekkert skrítið þótt norsk vegagerð væri ein sú dýrasta í heimi og einnig ein sú slakasta á norðurlöndum á meðan henni er miðstýrt af stjórnmálamönnum.. vegagerð í noregi væri pólitísk og vegir lagðir þar sem mest pólitískt gildi er og gefa mest atkvæði..

Svíar lögðu til minni ríkissafskipti og minni smámunasemi í stjórnmálum og heldur skapa heildstæða vegagerð..

Er einhver lesenda sem kannast við þetta norska módel ?  göng hér og þar sem ekkert eða lítið gildi hafa fyrir þjóðfélagið í heild en skapa góð atkvæði fyrir flokk samgönguráðherra..

Íslendingar virðast alltaf sækja í versta módel sem hugsast getur .. öfgarnir eru í báðar áttir.. náðum í það versta úr kapitalismanum og það setti okkur á hausinn.. sóttum það versta til miðstýringarinnar og það hélt þjóðinni í fjötrum..

En vegagerð getum við ekki lært af norðmönnum.. við þurfum að sækja aðeins austar til þess enda eru sænskir vegir til fyrirmyndar á norðurlöndum.

En hér er greinin :

http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/politikk/article2939463.ece


Volvo 940 station vs Renault Modus ,crashtest..

Þetta er athyglisvert myndband sem ég tók eftir á norskri bílasíðu á netflakki í morgunn. 

hér testa þeir volvo 940 station á móti Renault Modus.  volvoinn er bæði stærri og ..sterkari ?

niðurstaðan kemur eflaust flestum á óvart.. en skoðið þetta athyglisverða myndband og dæmið sjálf. 

 


Lítil saga frá Þorlák..

Þorláksmessukvöld 

Ég var frekar rólegur í gær á heilögum Þorlák.. en átti erindi í bæinn um kl 21.00 í gærkveldi.

Laugavegurinn var stappaður af fólki og bílum engin komst áfram ef þeir voru í bíl. Þeir sem voru fótgangandi gekk betur. Joyful
Ég ók því Grettisgötuna og lenti þar í 30 mínútna stoppi vegna umferðar sem ekkert komst, hvorki áfram né afturábak.. eftir 30 mín komst ég lokst inn á Skólavörðustíg og ók upp á holtið. Á horninu við Hallgrímskirkju var ég í vafa hvort ég ætti að taka hægri eða vinstri beygju..og þvert gegn óskum konunnar þá ók ég til vinstri og ætlaði þá leiðina niður í norðurmýra þar sem ég á heima. Bergþórugatan var líka stopp.. en ekki vegna mikillar umferðar heldur hvernig menn leggja bílum með rassgatið út í götuna.. eins og fífl. GetLost

 
En versti vandinn var samt sá að menn voru á risastórum amerískum pallbílum að þröngvast áfram á þessari götu sem varla ber venjulega bíla því hún er ekki einstefnugata.
Svo koma þessi fífl á 3 tonna 2.2 metra breiðum amerískum bílum á langmesta umferðartíma ársins í borginni og halda að þeir séu á Toyota Yaris. Þeir hreinlega gátu ekki mætt öðrum bílum á Bergþórugötunni.. Angry

Þegar loksins úr greiddist og ég búinn að eyða hátt í klst í að komast 2 km þá blasti við afleiðingar þessarar trukkavæðingar landsmanna.. brotnir speglar á vinstri hlið þeirra bíla sem lagt var við Bergþórugötu.. W00t hreinsaðir af vegna þess amerískum ofvöxnum fyrirbærum er troðið inn í götur þar sem þessir bílar komast ekki og MEGA EKKI LEGGJA HELDUR. Þessir bílar eru skráðir sem trukkar og mega því ekki leggja í venjuleg stæði sem enn vekur þá furðu mína afhverju þessir aular eru að fara á þessum bílum niður í bæ á þessum degi ! 
Það væri gaman (ekki bókstaflega meint sem gaman) að fá að vita það hversu margir bíleigendur í þingholtunum og skólavörðuholti hafa orðið fyrir speglatjóni í gærkveldi ! Bandit


En þetta er lýsandi dæmi um hugsunarhátt íslendinga almennt.. Ég skal, Ég vil og ég mun gera.. án tillits til annara í kringum þá. Sick

Gleðileg jól elskurnar mínar. Wizard



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband