Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

uummmm skulda ég þá ríkinu núna ?

Ég vaknaði við vondan draum í morgunn.. ég dreymdi að ég væri kominn á kaf í skattaskuldir og skuldir við ríkið.. barðist í bökkum og náði vart andanum og var að drukkna í skuldum.. 

Svo fer ég í vinnuna, enn hálfdasaður eftir sundsprettinn í nótt og þá blasti þetta við mér !!  Ríkið búið að yfirtaka bankann minn.. bankann sem ég var að taka lán í .. svo núna skulda ég ríkinu enn meira en þessar andsk skattaskuldir sem þeir eru að krefjast af mér sárasaklausum.

En úr því að svona er komið þá vil ég að ÖLL stjórn glitnis fari frá Weldin endurgreiði 300 milljónir vegna vanhæfis síns sem bankastjóra og hann hætti samdægurs.

 


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mánudagurinn skollinn á..


mánudagur fram undan svo ég vil gleðja ykkur..


Ég hef sagt það fyrr..

.. og get sagt það aftur.. ef Liverpool vinnur fyrstu 4- 5 leikina og er á toppnum eftir 6 umferðir er allt mögulegt.  Kannski tekst það í ár að Liverpool verði á topp 2 í vor og jafnvel meistari.  Liðið hefur verið að taka inn stig þrátt fyrir að vera ekkert að spila neitt sérlega vel oft á tíðum sem er umsnúningur frá fyrri tímabilum þar sem liðið tapaði oft á tíðum slíkum leikjum. en í ár er MU í valnum, Everton er frá svo ég er orðinn bjartsýnn á gengi liðsins.. en það hef ég ekki verið í nær 12 ár. 

Koma svo Torres :) sýndu nú vitleysingnum honum Rooney hvernig á að skora mörk. 


mbl.is Torres bjartsýnn á að vinna titilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

já konur eru konum verstar

svona er þetta bara og þetta er líka mín reynsla.. konur eru konum verstar þegar á hólminn er komið. ..  FootinMouth
mbl.is Kyn yfirmanna skiptir mismiklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

X X X diesel auglýsing..

<

 

Athyglisvert video svona á flöskudegi .. í grenjandi rigningu.


lán án ábyrgðarmanns í noregi

Ég fór í gamni mínu inn á www.citybank.no þegar ég sá auglýsingu frá þeim um lán án ábyrgðar allt að 250.000 NOK. sem eru eitthvað um 3 millur verðlausar íslenskar krónur.

Þegar ég skoðaði vextina hjá þeim þá runnu á mig tvær grímur.. þú færð lán í noregi án ábyrgðarmanns með vöxtum í kringum 10 %.

Hér er taflan góða af síðunni.

https://www.citibank.no/NOGCB/JPS/portal/Index.do?lNav=mnLeftNavLoan&Warea=screen12&topBan=bannerLN1&Fatft=fatLN00&s=50070149&ovmtc=content&ovadid=9949515031

Renter, avgifter og vilkår


Lånebeløp
10 000 kr - 250 000 kr


Rente
Fra 8,9% (10,6% effektiv)


Tilbakebetalingstid
1 - 12 år

ýmiss kostnaður við lánið !


Termingebyr
50 kr
Etableringsgebyr
950 kr


Tilleggstjenester
Låneforsikring

 Ég væri til í að fá svona lánamöguleika hér á landi.. en ég fæ víst ekkert undir 22 % og þá með 2 ábyrgðarmönnum svo bankinn sé nú pottþéttur um að fá peningana sína tilbaka..

Hvernig væri að ljá máls á því við Stoltenberg að fá Gamla sáttmála endurnýjaðan ?  


Þetta náði inn sem forsíðufrétt í noregi

Þessi frétt um rafmagnsbílinn sem MMC er að flytja til íslands komst á forsíðu Verdens Gang í noregi í dag.  Ég hef hinsvegar ekki séð frétt um málið í vefritum landsmanna um sama efni.. en þessi frétt sem ég blogga við kemst næst. 

Mjög svo athyglisvert verkefni og ég mundi fá mér svona bíl ef hann er á viðráðanlegu verði og fær ekki dísilgjald eins og fyrsti rafbíllinn fékk við komuna til íslands fyrir um 20-25 árum síðan.  En ég efast ekkert um að íslensk stjórnvöld finna einhvern háan tollaflokk fyrir svona bíla því þau munu tapa miklum fjárhæðum í bensíngjaldi ef fólk almennt fer að rúnta um á svona snilldarkerrum.

En hér fyrir neðan er fréttin í VG. 

http://www1.vg.no/bil-og-motor/artikkel.php?artid=530396


mbl.is Sjálfbærar samgöngur í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir allan barlóminn er uppgangur Westra

allt á uppleið síðdegis í ameríku..  kannski er von þrátt fyrir allt GetLost 

S&P 500-indeksen steg med hele 4,2 prosent.

Dow Jones-indeksen drar til med 3,9 prosent,

mens Nasdaq-indeksen stiger med 4,9 prosent

http://e24.no/boers-og-finans/article2662983.ece


jæja já.. þetta er ekkert nýtt

Ég lenti í þessu árið 2000, bara í hina áttina.  Þá reis kerfið upp til aðstoðar móðurinni hér á íslandi en ég þurfti að leita réttar míns með tilheyrandi kostnaði því ekki fór íslenska ríkið að lögum í mínu tilfelli.  ég man ekki lengur hversu mörg málin voru sem Dögg Pálsdóttir notaði á mig í umboði fyrrverandi konu minnar sem gerði nákvæmlega það sem þessi faðir í noregi er að gera í dag.. en ekki færri en 6 voru þau og vann ég málið að lokum í hæstarétti þrátt fyrir mikla og ötulla baráttu Daggar fyrir því að barnið fari ekki heim til sín í noregi. 

er ekki Dögg annars í forsvari fyrir sameiginlegu forræði í dag ?  Hun var svarinn andstæðingur þess í mínu tilfelli :) 

Fórnarkostnaður minn var efnahagsleg rúst sem er sem betur fer að lagast í dag.. 


mbl.is Fluttur til Noregs án samþykkis móður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband