Mismunur á aðstæðum hér í noregi og á íslandi.

það er sorglegt að horfa upp á það sem er að gerast á íslandi þegar maður horfir á fréttir héðan í noregi.. skv NRK fréttum í morgunn hér í noregi hefur efnahagur almennings í noregi batnað umtalsvert í fjármálakrísunni.. meðalfjölskyldan hefur að meðaltali 80.000 norskar skínandi olíukrónur á bók, sem sparnað.. Þetta er víst umtalsvert meira en fyrir krísuna. Ástæða þessa er víst að bankarnir lækkuðu vexti til að fá fólk til að nota peninga.. sem varð til þess að afborganir á húsnæðislánum lækkuðu umtalsvert.. sem aftur varð til þess að fólk notar meiri peninga almennt og setur einnig meiri pening í sparnað fyrir verri tíma...

Berum þetta saman við ísland. 

á Islandi er talið að um70% fyrirtækja sé í raun gjaldþrota.. um 65 % heimila á íslandi ná ekki endum saman...

Já, það er gott að búa í noregi ! 


mbl.is Styttist í greiðsluúrræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að vita af löndum sínum einhversstaðar þar sem lífið er manneskjulegt en ekki eins og hér á klakanum þar sem allt er farið til fjandans.Kveðja Óskar og njóttu  lífsins.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 07:39

2 identicon

Einmitt, þetta ætti að vera frekar einfallt, en einhvernvegin tekst fólki hér á Íslandi að flækja þetta óþarflega og auka kostnað verulega.

Afsakið, er IP tala skráð.

linda þorgrímsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 08:22

3 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Varla er það stjórnvöldum að kenna að fólk spari ekki. Við höfum búið við hæstu stýrivexti í vestrænu ríki í mörg ár. Íslenskur almenningur hefur notað þá til að taka meiri lán í staðinn fyrir að leggja fyrir. Ef fólk hefði haft meiri fyrirhyggju þá hefði það lagt meira fyrir þegar það hafði meira á milli handanna og nýtt sér háa vexti.

Í góðæri þá á að leggja fyrir og safna í sjóði. Í kreppu þá er gott að nota sjóðina.

Ólafur Guðmundsson, 23.9.2009 kl. 08:31

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ragna, takk fyrir heillaóskirnar :)

Linda, íslendingum er það í blóð borið að eyða um efni fram.. það hafa efnahagssveiflur undanfarna áratugi kennt okkur.. 

Ólafur, Stjórnvöld eiga stóran þátt í því að almenningur sparar ekki.. því þessi sömu stjórnvöld hafa étið sparnað landsmanna upp regluegla með gengisfellingum og annara óáran. Annars er merkilegt að norðmenn spara meira þegar vextir lækka.. svo vextir einir eru ekki ástæða sparnaðar heldur traust.. traust á fjármálakerfinu. Norðmenn vita nefnilega að sparifé þeirra er frekar traust og í höndum fólks sem fer ekki illa með sparifé þeirra... 

Óskar Þorkelsson, 23.9.2009 kl. 11:11

5 Smámynd: Heidi Strand

Sammála.

Þú í minu landi og ég í þinu. Vona að Noreg hefur tekið vel á móti þér.Ég stefni á að flytja út vorið 2012 ef Guð lofar.

Heidi Strand, 23.9.2009 kl. 23:43

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Noregur tók mjög vel á móti mér Heidi, svo þú ætlar að þreyja þorran næstu 3 ár.... er ekki bara málið að drífa sig ?

Óskar Þorkelsson, 24.9.2009 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband