Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Mismunur á aðstæðum hér í noregi og á íslandi.

það er sorglegt að horfa upp á það sem er að gerast á íslandi þegar maður horfir á fréttir héðan í noregi.. skv NRK fréttum í morgunn hér í noregi hefur efnahagur almennings í noregi batnað umtalsvert í fjármálakrísunni.. meðalfjölskyldan hefur að meðaltali 80.000 norskar skínandi olíukrónur á bók, sem sparnað.. Þetta er víst umtalsvert meira en fyrir krísuna. Ástæða þessa er víst að bankarnir lækkuðu vexti til að fá fólk til að nota peninga.. sem varð til þess að afborganir á húsnæðislánum lækkuðu umtalsvert.. sem aftur varð til þess að fólk notar meiri peninga almennt og setur einnig meiri pening í sparnað fyrir verri tíma...

Berum þetta saman við ísland. 

á Islandi er talið að um70% fyrirtækja sé í raun gjaldþrota.. um 65 % heimila á íslandi ná ekki endum saman...

Já, það er gott að búa í noregi ! 


mbl.is Styttist í greiðsluúrræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það eru fleiri sem gera pólskar vörur

.. Kjötpóll úti á Kársnesi í kópavogi gerir úrvals kjötvörur að pólskri fyrirmynd..  1 íslenskur kjötiðnaðarmaður og 5 pólverjar vinna þar..

En þar sem ég er kjötiðnaðarmaður með meira en 20 ára reynslu og hef einnig unnið sem sölumaður í þessari grein í 2 og hálft ár á íslandi.. þá þekki ég vel flestar kjötvinnslur á klakanum og verð því miður að segja að Bóndinn á Hálsi veit ekkert hvað hann er að tala um.. hrossakjöt í nautahakkið.. Halló !! er ekki í lagi með manninn ? hann bara bullar eitthvað og það algerlega að óþörfu.. og af algeru kunnáttuleysi.

Það setur engin viðurkennd kjötvinnsla á íslandi hrossakjöt í nautahakk.. einföld ástæða er .. það kemur alltaf fram í bragðinu.. önnur ástæða, það eru vörusvik.  Svo ef einhverjir setja svoleiðis drasl í hakkið sitt þá eru það bílskúrsvinnslur og heimaslátranir.  Eða er bóndinn á Hálsi að saka SS, norðlenska, Esjuna, Ali og aðrar viðurkenndar kjötvinnslur um vörusvik ?

Annars óska ég honum alls hins besta með sitt framtak og vona að hann lendi ekki í því að eftirspurnin og kostnaðurinn verði svo mikill að hann fari að taka upp á vörusvikum.. sem hann virðist kannast vel við ;)


mbl.is Hrein og ómenguð nautasteik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

noregur.. 1 vika frá komu minni til gamla landsins.

Núna er ég búinn að vera í noregi í eina viku og einn dag... Veran hefur verið afskaplega ánægjuleg.  Og margt búið að gerast á þessum stutta tíma sem liðinn er.

Ég er búinn að skrá mig hjá skattinum, sem einnig þjónar sem hagstofa, eða folkeregister.

Ég er búinn að opna bankareikning hjá DnB og notaði mína norsku kennitölu :)

Ég er búinn að fara í nokkur viðtöl og gengið bara vel... fæ að vita hvort ég fái eitt starf á morgunn td.

Svo hef ég þvælst um Oslo og Drammen og í dag skoðaði ég eyjuna sem ég bý á , Ulvöya.  sól og yfor 20 c úti núna...

tók myndir af eplatrjám og sá íkorna en náði ekki myndum af þeim..

krakkar að busla í sjónum.. og seglbátar úti á firðinum... par fór í kajaksiglingu.

.... svo dröslaðist ég heim og keypti eina kippu af Hansa öli til öryggis...

ulvøya sept 2009 007

ulvøya sept 2009 009

ulvøya sept 2009 011

ulvøya sept 2009 001

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband