Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

ISG þú verður að víkja !!

Ég veit ekki alveg hvað það var sem þú miskildir Ingibjörg í búsáhaldabyltingunni.. fólkið í landinu vill nýja forystu og þú ert svo sannarlega ekki ein af þeim. Þú Ingibjörg, ert af gamla skólanum af svipuðu ef ekki sama sauðahúsi og Davíð og Halldór Ásgríms.. partur af fortíðinni og við viljum þig ekki lengur !

Ef þú verður kosinn formaður Samfylkingarinnar aftur þá mun ég ekki kjósa Samfylkinguna í næstu kosningum eins og ég asnaðist til að gera í þeim síðustu eftir loforð frá þér og fleirum um að nú væri kominn tími til að gefa sjálfstektinni frí.. þú sveikst það loforð ansi hratt og örugglega og hoppaðir í bælið með GeirHH og hans hyski.. þvert gegn vilja meirihluta þeirra sem kusu Samfylkinguna.

Ingibjörg þú ert ekki góður formaður og ekkert sérstaklega góður ráðherra ef út í það er farið.. eða hvaða ráðherra lítur niður á sína eigin þjóð ? jú þú og Árni Matt ,sem þú mærðir í kastljósviðtali hér eftir áramótin og sagðir alþjóð að þú treystir þeim landráðamanni til allra góðra verka.. 

Þú hafðir orð á því á stórum fundi þjóðarinnar í háskólabíói að þeir sem það voru , væru sko alls ekki þjóðin.. og ítrekaðir þetta í kryddsíldinni á gamlársdag.. 

Sjáðu sóma þinn í því að koma þér úr þessum stól formanns svo eðlileg endurnýjun í forystu flokksins geti átt sér stað !!! 

Með þig Ingibjörg Sólrún sem formann Samfylkingarinnar mun sama ástand vera viðvarandi í okkar þjóðfélagi til frambúðar.. þú ert kerfiskerling og atvinnupólitíkus og ég treysti þér ekki.. Burt með þig ISG og hleyptu nýju fólki að. 

BTW.. það sama gildir fyrir Jón Baldvin.. Jón snáfaðu þér þangað sem þú átt heima.. í sólina á kanarí og bloggaðu þaðan yfir viskíglasi og láttu okkur í friði.


mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

opera er laaaangbest

Ég tók ástfóstri við Opera þegar ég vann hjá Hewlett Packard í svíþjóð fyrir nokkrum árum.  Hann var fljótari, með nýjungar sem aðrir vafrar hafa leikið eftir síðar , myndir voru skýrari og fljótari að birtast á honum og hann hafði músaklikks fletti möguleika á síðum sem ég hef heyrt að aðrir vafrar eru að koma með í dag.. 5-6 árum seinna.

Hann á við vissa vankanta að stríða td það að microsoft gefur ekki operanotendum möguleika á að nota opera þegar þeir update windows ruslið .. svo ég er líka með mozilla því IE7 ruslið nota ég aldrei.. merkilegt annars að MS skuli gefa kódann til Mozilla en ekki til opera !

Stutt og laggot.. Opera er langbesti vafrinn á markaðinum í dag !! 


mbl.is Opera á mikilli ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stoltenberg var ekki spurður réttar spurningar ;)

Það hefði átt að spurja Jens Stoltenberg svona :

blm :Jens er det mulighet at island kan bli fylke nummer 20 i norske kongeriket ?

Jens: Ja det kan godt tænkes..

Blm : ok det var bra å høre Jens.. når kan vi sette i gang den prosessen ?

Jens :  det kan vi gjøre når som helst !

blm : okay klokka 10 i morra etter frokost ?

Jens : Ja jeg blir der.. hils David Oddson fra meg.. jeg syns han var morsom fyr men litt dumm med penger han..  Hei hei.

blm : Hei ?

 


mbl.is Telja gjaldeyrissamstarf Íslands og Noregs óraunhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur "golfari"


Sunnudagsklám


íslensk vegagerð vs norsk vegagerð

Ég rakst á grein í Aftenposten.no í dag sem fjallar um norska vegagerð . það var þannig að nokkrir norskir þingmenn voru á ferðalagi um önnur norðurlönd til að kynna norska vegagerð fyrir kollegum sínum og urðu þeir aðhláturefni í svíðjóð fyrir það hvernig norðmenn stjórna vegagerð.. en svíarnir hlógu að þeim og sögðu við frændur sína að það væri ekkert skrítið þótt norsk vegagerð væri ein sú dýrasta í heimi og einnig ein sú slakasta á norðurlöndum á meðan henni er miðstýrt af stjórnmálamönnum.. vegagerð í noregi væri pólitísk og vegir lagðir þar sem mest pólitískt gildi er og gefa mest atkvæði..

Svíar lögðu til minni ríkissafskipti og minni smámunasemi í stjórnmálum og heldur skapa heildstæða vegagerð..

Er einhver lesenda sem kannast við þetta norska módel ?  göng hér og þar sem ekkert eða lítið gildi hafa fyrir þjóðfélagið í heild en skapa góð atkvæði fyrir flokk samgönguráðherra..

Íslendingar virðast alltaf sækja í versta módel sem hugsast getur .. öfgarnir eru í báðar áttir.. náðum í það versta úr kapitalismanum og það setti okkur á hausinn.. sóttum það versta til miðstýringarinnar og það hélt þjóðinni í fjötrum..

En vegagerð getum við ekki lært af norðmönnum.. við þurfum að sækja aðeins austar til þess enda eru sænskir vegir til fyrirmyndar á norðurlöndum.

En hér er greinin :

http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/politikk/article2939463.ece


loðnan ekki bara horfin á íslandsmiðum...

loðnan er horfin á miðum norðmanna og rússa í Barentshafi líka... svo allt tal um að hún hörfi norður í kaldari sjó virðast ekki standast heldur..

sandsílið að hverfa eða horfið .. það er alltof margt sem við ekki vitum um lífríki sjávar til þess að geta dregið vitrænar ályktanir út frá því að loðnan sé ekki finnanleg í nægjanlegu magni í norður atlantshafi þessa stundina..

en veiðum það sem við finnum ;)


mbl.is Loðnukvóta strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

nokkuð góður sko... myndbrot

 

Fyrsti sykurlausi drykkurinn fyrir karlmenn :)


Reykingar eru skaðlegar.. myndbrot


hið fullkomna líf...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband