Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Ég vil óska stjórn KR til hamingju.

Stjórn KR á allan heiður skilin fyrir mikinn metnað fyrir hönd klúbbsins.  Þeir reka mann sem er ráðinn til þess að rífa félagið upp innan frá með því að gerbreyta öllu æfingaprógrammi KR frá yngstu aldursflokkum til meistaraflokks.. en guggna á því á miðju sumri og reka manninn.. þvílíkir erki fávitar sem þessir menn eru..

Núna hljóta þeir að koma aftur í sjónvarpið og tala um mikinn metnað og í framhaldinu gera það eina sem þessir ónytjungar kunna.. reka þjálfarann !  

Til hamingju KR með þessa frábæru stjórn KR sport
 

mbl.is FH, Fylkir og ÍA höfðu sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kominn tími á smá blogg

Ég hef verið haldinn smá bloggþreitu vegna mikilla anna í vinnu og hef því ekki skrifað mikið frá hjartanu undafarnar tvær vikur.  Ég hef verið að þvælast um landið þvert og endilangt og sér ekki fyrir endan á því fyrr en um miðjan september en þá tekur við veikindafrí vegna uppskurðar sem ég þarf að fara í um miðjan september.

Ég hef því verið þess virkari á bloggsíðum minna bloggvina og svarað þeirra innleggjum á bloggið eftir bestu getu enda eru þeir flestir hverjir mun betur skriffærir en ég er.

 

Það sem hæst hefur borið í íslensku þjóðfélagi undanfarnar vikur er endemis heimska Villa vitlausa borgarstjóra með Björn Inga sér við hlið í miðbæjarvanda Reykjavíkur.. vandi sem virðist hreint ekkret vera verri eða meiri en hefur verið undanfarna áratugi.. volgur bjór var lausn Villa vitlausa. Ég hef sett mínar athugasemdir inn hjá þeim sem hafa tjáð sig á fréttablogginu um þetta mál enda með eindæmum heimskulegar ákvarðanir og athugasemdir að ræða frá Villa vitlausa, síðasta helgi hefði átt að sýna þessum bjána að miðbærinn er ekkert verstur, heldur er hann stærstur. Þar koma flestir saman og þar verða því mestu lætin. Að dreifa álaginu um borgina er heldur ekki vænlegt þótt það hljómi skynsamlega, því það eru ekki til lögregluþjónar til þess að anna “eftirspurn”.. þeir eru varla sjáanlegir í miðbænum hvað þá ef á að dreifa þeim um höfuðborgarsvæðið meira en gert er í dag.

 

Stytting afgreiðslutíma vínveitingahúsa mun ekki gera neitt annað en að auka álagið á lögregluna og íbúa þessarar góðu borgar því þá mun gleðskapurinn færast í heimahús. Villi vitlausi skilur það ekki, að hann stjórnar ekki skemmtanamynstri íslendinga.. ráðvendni stjórnvalda undanfarin 100 ár, hefur kennt okkur að fara seint út og seint heim. Þetta var gert með álögum á drykkjarföng sem gerir það að verkum að fólk drekkur bara meira heima hjá sér áður en það fer út að “skemmta” sér.. lækkun áfengisverðs mundi fá fólk fyrr út og munstrið mun breytast af sjálfu sér með tímanum.

 

Keli bloggvinur tók dæmi um þetta frá DK þar sem hægt er að kaupa sér drykkjarföng næstum hvar sem og næstum hvenær sem er án þess að þjóðfélagið fari á annan endan. Ég bjó lengi í noregi sem hefur álíka heimskulega löggjöf og íslendingar og með álíka heimska stjórnmála menn og Villa vitlausa og Björn Inga, þar er ástandið oft ekkert betra en hér á landi um helgar. Hópfyllerí með slágsmálum og rúðubrotum..

 

Ég vil fá löggjöf sem svipar til þeirrar dönsku, nóg lepjum við upp eftir dönum hvort sem er (sbr, innflutning á fólki utan EU) því þá ekki ganga skrefið til fulls og taka upp þeirra áfengislöggjöf og álagningu ?


Þetta kemur ekkert á óvart :)

Þetta er bara það sem maður hefur vitað lengi og gott að fá þetta staðfest svona með vísindalegri rannsókn á þessu viðkvæma viðfangsefni.

W00t

mbl.is Íslenskar konur þyngri en þær dönsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta kallar á einn Villa

Þetta voru ekki góð úrslit fyrir KR.. en ég græt sorgum mínum bara með einum Villa.. ég meina volgan bjór.
mbl.is Fram sendi KR á botninn með 3:0 sigri gegn HK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gekk vel án sterkustu manna

Það er gaman að sjá að liverpool gengur vel í byrjun móts og unnið sterkt lið sunderland án okkar sterkustu manna, Steven Gerrrard og John Arne Riise, það er eflaust verið að hvíla þá fyrir átökin í evrópukeppninni á þriðjudaginn.

Slæmt að Carra og Hyypia meiddust í leiknum, vonnadi verða þeir tilbúnir í slaginn fljótlega.

mbl.is Verðskuldaður sigur hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villi vitlausi

hann Villi er kominn í hring... flip flopp heljarstökk.. þvílíkur trúður.
mbl.is Borgarstjóri: Mín vegna má setja kælinn upp aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

rífa þetta strax

ömurlega ljót hús og illa viðhaldið, margbreytt og eru ekki merkilegri en gömul hrífa sem hefur verið skipt um alla tinda og skaft nokkrum sinnum...

Mér líst vel á þau áform að byggja hótel þarna. flottar teikningar og mundu bæta umhverfið á þessum slóðum töluvert.

mbl.is Vilja að Reykjavikurborg kaupi Laugaveg 4-6
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guli kafbáturinn fundinn

Þá er hann loksins fundinn Guli Kafbáturinn..  Láta Pál vita af þessu .
mbl.is Kafbátur fullur af kókaíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

úlfaldi eða drómedari

smámunasemin er alveg að fara með mig þessa dagana..

Á myndinni er ekki úlfaldi heldur drómedari sem er ættaður frá mið austurlöndum, úlfaldi kemur hinsvegar frá mið asíu og hefur tvær kryppur eða fituhnúða.. hvort heldur sem er þá er eflaust ekki gott að vera riðið í hel af þessum skepnum.


mbl.is Gæludýr varð ástralskri konu að bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skari er reiður

Ég er reiður yfir þessum leik.. ekki vegna þess að chelsea er þekkt fyrir að spila dirty, það er bara þeira bolti.. ekki er það heldur vegna þess að Liverpool spilaði illa, því Liverpool spilaði feikivel í þessum leik. Ég er reiður vegna þess að dómari leiksins var alger trúður og “GAF” Chelsea 1 stig, stig sem Chelsea átti alls ekki skilið. Þessi vítaspyrnudómur er sennilega sá vitlausasti sem ég hef séð í seinni tíð. Rob Styles er sennilega á launaskrá Abrahomawitch, og ef miðað er við þessa frammistöðu þá vann hann fyrir kaupinu sínu í dag.

Leikur Liverpool var virkilega skemmtilegur og loksins er Rafael Benitez búinn að fatta það að til að ná árangri í englandi þarf að spila 4-4-2. Torres stóð sig frábærlega og er líklegur til þess að vera 20 marka maður í vetur.
Steven Gerrard var allt í öllu í dag og var verðskuldað valinn maður leiksins í dag.
Minn maður Riise stóð sig vel og var óskiljanleg útafskiptingin á 82 mínutu fyrir Peter Crouch sem með fullri virðingu kann alls ekki að spila fótbolta, ég er sannfærður um að Riise hefði klárað þennan leik, en Rafa vildi halda stiginu.. Rafa er svolítið huglaus og leiðinlegur stjóri ef maður spáir í það. En árangurinn telur meira en fagurfræði og skemmtilegheit.

Stig er stig en afskaplega er ég ósáttur við bara 1 stig gegn þessu skítaliði.



mbl.is Liverpool og Chelsea skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband