Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

dýraníðingar í löggunni ?

Hundar eru í eðli sínu terretorial dýr.. með öðrum orðum þeir passa upp á sitt.. og í þessu tilfelli þá upplifir hundurinn lögregluna sem árasaraðila og afleiðingarnar eru augljósar.. En piparspray á hund er glæpsamlegt.. sérstaklega þegar hundurinn er að verja sitt svæði.. 
og hægur leikur er fyrir menn með kunnáttu á dýrum að hafa hemil á honum.

Voru lögreglumennirnir með leitarheimild ?

Voru þetta bara löggur að troðast inn á einkalíf fólks þótt þeir hafi rökstuddan grun um að þau hafi fíkniefni undir höndum ?

Einhvernveginn læðist að mér sá grunur að löggan hafi ekki verið í fullum rétti inni í íbúð viðkomandi pars.

Ég óttast að í þessu tilfelli fái hundarnir að gjalda fyrir atburðinn.. hver svo sem hafði lögin sín megin.

mbl.is Hundur réðist á lögreglumann í húsleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gleymd loforð og brostnar vonir

Heilög jóhanna er ekkert heilög lengur og hennar loforð og fyrirheit eru einskins virði í heimi mammons.. Samfylkingin sem ég kaus er að hverfa í gin sjallanna með húð og hári...

Það eina sem gerist er að fólk eins og ég sem er tiltölulega nýflutt til landsins eftir margra ára dvöl erlendis, getur ómögulega eignast húsnæði þrátt fyrir ágætis tekjur.. Ef ég fengi semsagt 90 % lán þá mundi ég vera valdur að aukinni verðbólgu í landinu.. ja svei.. svo horfir maður upp á Range Rovera, Jagúara, porcha og ég veit ekki hvað sem kosta allir eins og góð tveggja til þriggja herbergja íbúð í Vesturbæ..  en það fólk hefur víst ekki áhrif á verðbólguna.. bara vesælir launamenn.

Noregur verður meira aðlaðandi með hverri ákvörðun ríkisstjórnarinnar !


mbl.is Jóhanna gagnrýndi lækkun lánshlutfalls fyrir ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liverpool komið í hóp hinna bestu aftur ?

jæja þá er búið að landa Torres, ég hef lengi verið aðdáandi Torres en einhvernveginn hafði ég aldrei trú á því að nýjir eigendur Liverpool mundu snara upp veskinu fyrir svona dýrum leikmanni.  Þetta veikir einng þá trú mína á að Rafa muni fara til RM í sumar sem er ágætt ef hann gerir alvöru atlögu að ensku deildinni í vetur.

Brottför Luis Garcia kom mér svo sem ekkert á óvart eftir komu Mascerano.. ég átti von á að annað hvoirt Garcia eða Alonso mundu þá hverfa á braut.. vandinn er sá að Mascerano og nýji miðjumaður okkar Lucas eru hvorugir nothæfir á hægri kanti sem gerir SG að hægri kantmanni !

Ég tel að Torres muni styrkja Liverpool talsvert frammi.. en reyndar hafði ég þá skoðun einnig þegar Morientes kom á sínum tíma.. kannski er maður bara svona ferlega bjartsýnn ?

Áfram Liverpool

mbl.is Torres stóðst læknisskoðun hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sóðaskapur íslendinga !

Ég hef verið talsvert á ferðalögum um helgina, sem leiðsögumaður.  Byrjaði strax á föstudagskvöld á gullhringnum, skemmtilegar þessar miðnæturferðir finnst mér. Birtan er svo skemmtileg yfir langjökli með sólina að setjast fyrir aftan hann.. erfitt að lýsa því en mæli með því að menn upplifi þetta bara sjálfir.

Laugardagskvöldið fór í samskonarferð en svo byrjaði gamanið snemma á sunnudagsmorgunn.. þórsmerkurferð í glampandi sólskini.  Meiriháttar ferð sem varð 12 tímar með öllu svo maður var orðinn talsvert lúinn en hamingjusamur..

En fátt er svo gott að eigi sé eitthvað illt með í för..

Á leiðinni inn í mörk var töluvert af tómum bjórdósum sem fólk hafði hent út um gluggann á leiðinni innúr.. á nokkrum stöðum hafði fólk parkerað púddunum sem komust ekki lengra uppi á grasi og gróðri.. í kringum marga þessa bíla var ótrúlega mikið rusl.. tómir kassar utanaf bjór, matarleifar (fuglinn sér um það svo það er minna vandamál) plastpokar og allskonar drasl bara.

 

Ég reyndi að útskýra fyrir ferðamönnunum/konunum sem voru með mér í för að þetta væri ein af þessum hefðbundnu drykkjuhelgum íslendinga og að umgengni væri ekki alltaf upp á sitt besta. Þeir sögðu fátt en eflaust hafa þeir hugsað sitt.

 

Í gær fór ég á Reykjanes með nokkra farþega og upplifði stórkostlegan dag við Reykjanesvita.. þar eins og inni í mörk var líka rusl fjúkandi út um allt.. ég beindi sjónum minna farþega til Eldeyjar og í fuglabjargið og vonaðist til að þeir tækju ekki eftir þessu rusli.. svo ókum við til Gunnuhvers og þá kom spurning frá einum enskum herramanni.. doesn’t iceland have any garbagecontainers ?  fátt varð um svör hjá undirrituðum..

 

Íslendingar eru erkisóðar !


nafn og hraði ?

mikið leiðast mér svona fréttir.. hver var drengurin og hvað skaut hann fast ?
mbl.is Skotfastur Garðbæingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband