sóðaskapur íslendinga !

Ég hef verið talsvert á ferðalögum um helgina, sem leiðsögumaður.  Byrjaði strax á föstudagskvöld á gullhringnum, skemmtilegar þessar miðnæturferðir finnst mér. Birtan er svo skemmtileg yfir langjökli með sólina að setjast fyrir aftan hann.. erfitt að lýsa því en mæli með því að menn upplifi þetta bara sjálfir.

Laugardagskvöldið fór í samskonarferð en svo byrjaði gamanið snemma á sunnudagsmorgunn.. þórsmerkurferð í glampandi sólskini.  Meiriháttar ferð sem varð 12 tímar með öllu svo maður var orðinn talsvert lúinn en hamingjusamur..

En fátt er svo gott að eigi sé eitthvað illt með í för..

Á leiðinni inn í mörk var töluvert af tómum bjórdósum sem fólk hafði hent út um gluggann á leiðinni innúr.. á nokkrum stöðum hafði fólk parkerað púddunum sem komust ekki lengra uppi á grasi og gróðri.. í kringum marga þessa bíla var ótrúlega mikið rusl.. tómir kassar utanaf bjór, matarleifar (fuglinn sér um það svo það er minna vandamál) plastpokar og allskonar drasl bara.

 

Ég reyndi að útskýra fyrir ferðamönnunum/konunum sem voru með mér í för að þetta væri ein af þessum hefðbundnu drykkjuhelgum íslendinga og að umgengni væri ekki alltaf upp á sitt besta. Þeir sögðu fátt en eflaust hafa þeir hugsað sitt.

 

Í gær fór ég á Reykjanes með nokkra farþega og upplifði stórkostlegan dag við Reykjanesvita.. þar eins og inni í mörk var líka rusl fjúkandi út um allt.. ég beindi sjónum minna farþega til Eldeyjar og í fuglabjargið og vonaðist til að þeir tækju ekki eftir þessu rusli.. svo ókum við til Gunnuhvers og þá kom spurning frá einum enskum herramanni.. doesn’t iceland have any garbagecontainers ?  fátt varð um svör hjá undirrituðum..

 

Íslendingar eru erkisóðar !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

MIkið agalega er ég sammála þér að við íslendingar erum sóðar

Ottó Einarsson (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband