kominn heim aftur ..í ógeðið

Ég kom heim í kvöld eftir 4 daga ferð til noregs.. í þessari ferð var mikið spurt um ísland og virtust norðmenn almennt hafa miklar áhyggjur af íslandi og afleiðingum kreppunar á fólkið í landinu..

Ég las fréttir að heiman á meðan ég var úti.. og ég las blogg eins og bloggið hennar Láru Hönnu og Heiðu.. þetta leit ekkert sérstaklega vel út.. allt í steik..

Ég fékk gefins viskýflösku af einum viðmælanda minna um helgina.. og gerði þau hrikalega slæmu mistök að kaupa aðra flösku í duty free á Gardermoen..

Ég var tekinn í landhelgi af ógeðs tollurum..

Æðislegt að koma heim og fá sekt fyrir að vera með einni flösku of mikið.. ekki gramm af sígarettum eða nammi.. eina gjöf og ein keypt flaska..

Ég fékk æluna upp í háls af þessu ógeðsþjóðfélagi..

Ég keyri heim.. og hlusta á fréttir á rás2... Davíð ætlar ekki að fara að tilmælum ríkisstjórnarinnr.. og önnur æla reyndi að brjótast fram..

Ég er a'ð horfa á silfur egils á ruv +.. og enn ein ælan er lögð af stað.. en ég ætla ekki að stöðva þessa heldur leifa henni að renna í klósettið..

Djöfulsins viðbjóðs þjóðfélag sem við búum í.. algert ógeð !  

Er einhver von fyrir þessa voluðu þjóð ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já welcome to hell.

hilmar jónsson, 9.2.2009 kl. 00:37

2 Smámynd: Karl Tómasson

Já, kæri Óskar.

Þetta er fáránlegt rugl. Fullorðin maður með tvær flöskur gripinn eins og stórglæpamaður. Ég vona og trúi að nú verði gerð breyting á öllu okkar samfélagi.

Smákrimmarnir hafa verið eltir á röndum í gegnum árin á sama tíma og lúxuskrimmarnir brosa út í eitt.

Þetta er fáránlegt.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 9.2.2009 kl. 00:45

3 Smámynd: Benedikta E

Óskar - Er ekki gott að vera laus við allan snjóinn í Noregi ?- Þrátt fyrir allt er Ísland best!

Benedikta E, 9.2.2009 kl. 00:51

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

snjórinn í noregi var hvítur og fallegur.. ísland er ömurlegt land í augnablikinu ! 

Óskar Þorkelsson, 9.2.2009 kl. 00:57

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

KTomm þakka þér fyrir innlitið.. þetta með flöskuna fannst mér svo fáránlegt því ég hélt í einfeldni minniaða það væri ekki ólöglegt að taka með sér 2 flöskur inn í landið.. en það var greinilega einhver rassía í gangi því það var biðröð í sektina...  

Óskar Þorkelsson, 9.2.2009 kl. 00:58

6 identicon

Heill og sæll; nafni, og þið önnur !

Velkominn heim; nafni minn, en,......... því miður, hallast ég meir, á þá skoðun, að engin verði hér framtíðin, þar sem Jóhanna, og þau Steingrímur, halda áfram, að karpa við aðra stjórnmálamenn, í stað þess, að ráðast STRAX; að vandamálunum, sýnist mér.

Ekki björgulegt það, nafni minn.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 01:09

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sæll Nafni , ekki vil ég kenna SJ og JS um ófarir okkar til framtíðar enda eiga þau litla sem enga sök á því ástandi sem nú ríkir.. 

Sæll Búkolla :).. jú það er gott ráð ;) 

Óskar Þorkelsson, 9.2.2009 kl. 08:56

8 Smámynd: Brattur

Whiskey... úff það er nú ódrekkandi andsk... er það ekki annars? ....kannski ætla þeir að rétta þjóðarskútuna af með því að sekta ferðamenn fyrir smá yfirsjón... Wkki sekta þeir þá sem setu 2150 milljarða á bakið á okkur svo mikið er víst...

Velkominn heim!

Brattur, 9.2.2009 kl. 21:56

9 Smámynd: Eygló

Gastu ekki farið aftast í röðina og drukkið helvítis viskíið?

E.S. Þessi efnahagslegi fellibylur endar vel.  Drekktu bara "hina" flöskuna!

 : Þ

Eygló, 10.2.2009 kl. 01:15

10 Smámynd: Heidi Strand

Velkominn heim Óskar. Þú ert nú meira glæpamaðurinn, leyfa þér að kaupa áfengi og vera með flösku of mikið. Ég hef líka lent í þessu. Við hjónin vorum gefinn whiskypela úti Noregi, og sem ég pakkaði í farangurinn. Bóndinn vissi ekki af þessu og keypti tollinn okkar beggja.
Við vorum rannsakaðir og tollvörðurinn gafst ekkert upp fyrir en flaskan fannst og við fengum sekt. Þetta var fyrir mörgum árum og eina skipti  sem ég hef verið með of mikið.
Góð hugmynd er að fá lána fólk úr tollinum, skattinum og frá eftirlitsdeild TR til að aðstoð við rannsókn á bankahruninu. Þeir eru svo öflugir í starfið

Heidi Strand, 11.2.2009 kl. 13:39

11 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Varðandi hvalveiðarnar Óskar, þá er verið að tala um vinnu fyrir 500 manns bara við hvalveiðarnar. Síðan skapast vinna fyrir iðnaðarmenn og fl. sem þurfa að koma að þessari vinnu, á annan hátt. Munar ekki um vinnu fyrir 500 manns. Þú ert kannski ekki atvinnulaus og hefur nóg af salti í grautinn þinn ?

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 11.2.2009 kl. 20:27

12 Smámynd: Heidi Strand

Guðbjörg, þá verður nóg að borða hérna á skerinu.

Heidi Strand, 11.2.2009 kl. 20:35

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Guðbjörg, ég vann við hvalskurð í hafnarfirði á árunum 1978-1980.. það voru engir 500 í vinnu í Hval HF þegar best lét.. kannski 200-300 manns yfir vertíðina sem nóta bene var aðallega yfir sumarið..  hvað svo með restina af árinu ? Flestir fóru í aðra vinnu að hausti eða í skóla.

Ég hef ekkert á móti hvalveiðum sem slíkum, ég bara skil ekki afhverju fólk er að tuða um þetta sem eitthvað aðalatriði þegar ástandið er eins og það er í dag hér og erlendis.. hvalveiðar skipta engu máli í samhenginu.. ekki nokkru nema þá kannski til þess eins að halda stofnunum í skefjun.. 

Óskar Þorkelsson, 11.2.2009 kl. 21:10

14 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Já það getur verið rétt hjá þér, að það skipti ekki máli einhverjar hvalveiðar þegar allt annað er í rústum hjá okkur. Einhversstaðar verðum við að byrja, eða hvað...   ?   Ég er bara farin til Noregs, nenni ekki þessu kjaftaði hér heima lengur. Hvað segirðu, hvað má taka með sér margar viský  inn í Noreg ? 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 11.2.2009 kl. 22:00

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he í noregi sá ég ekki tollvörð ;) 

Hvert er ferðinni heitið ?

Óskar Þorkelsson, 11.2.2009 kl. 22:23

16 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Nú til Noregs eða þá bara til Canada aftur. 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 11.2.2009 kl. 23:01

17 Smámynd: Heidi Strand

Sammála athugasemd nr. 14 hjá þér.


Heidi Strand, 12.2.2009 kl. 21:01

18 Smámynd: Halla Rut

Nei, nei, Óskar þetta gengur ekki. Þú verður nú að lyfta brún og vera jákvæður. Elska skaltu land þitt og þjóð (ef þú getur komist að því herjir eru þjóðin).

Annars vorum við hjónin tekin með hálfann pela af tekíla einu sinni. Þvílíkt vesen fyrir ekki neitt en stoltir voru veslings tollverðirnir. Kannski ekki veitt neitt í langan tíma.

Sjáðu þetta, kannski lyftir það þér upp: http://www.hallarut.blog.is/blog/hallarut/entry/803411/#comments

Halla Rut , 14.2.2009 kl. 09:21

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir þetta Halla Rut, ég elska landið.. það er þjóðin sem er svolítið að vefjast fyrir mér ;)

Óskar Þorkelsson, 14.2.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband