tillitsleysið er algert

Ég hef farið nokkra túra inn í Landmannalaugar í sumar á rútu.  Oftar en ekki þegar maður ekur Dómadalsleið þá mætir maður grúbbum av fjórhjólum og það er sko ekkert slegið af þótt rútan fylli upp í veginn heldur er bara spænt upp á kantinn og ekið meðfram veginum, því ekki má nú stoppa þegar maður er á svona tryllitæki.. oft hefur legið við slysi þegar þeir missa næstum því stjórnina við þessar æfingar sínar.  Oftast nær eru þetta óreyndir menn á LEIGÐUM fjórhjólum og fylgir þeim oft fararstjóri inn í laugar.. þar innfrá er síðan spænt fram og tilbaka um stæðið.. öllum til ama því hávaðinn er mikill í þessum tækjum.. og þá sérstaklega í fjallakyrrðinni sem bráðum fer að heyra sögunni til með tilkomu þessara tækja.

Ein ferð var mér minnisstæð um miðjan júlí en þá var ég inni í laugum í 3 tíma áður en ekið var tilbaka með hópinn.. þessir fjórhjólamenn höfðu komið stuttu eftir að við komum inn í laugar og var stanslaus akstur fram og tilbaka um stæðið eins og lýst er hér að ofan.. en síðan fer ég á undan þeim úr laugum á rútunni.. þegar ég er við Frostastaðavatn, rétt eftir vegamótin að Ljóta Polli þá koma þeir fram úr, ég fer út í kant og þeir spæna fram úr.. síðan gat ég rakið spólið í þeim alla leið niður að búrfelli en þar beið þeirra bíll með aftan í vagni og var búið að spenna öll fjórhjólin á sleðann og í grænan Mercedes 309 sendibíl sýndist mér með lyftu að aftan.. þeir voru enn að bjástra við þetta þegar ég kem að veginum niður í Landsveit.. þeir komu síðan aftur.. núna á pallbíl með fjórhjólin og aftanívagn og sendibílnum.. blússandi fram úr mér á minnsta kosti 100 kmh...  það er eitthvað að hjá þessum mönnum því ekki hafa þeir fengið mikið út úr þessu ferðalagi annað en ryk og erfiði.. já og hraðakikk..  Þessir menn eru ábyrgðarlausir. 

 


mbl.is Óbætanlegar skemmdir hjá Landmannalaugum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

De mangler respekt og hensyn. Des bedre vi får det og mere opplyst folk blir, des dårligere blir mange mennesker. Heldigvis er de fleste kultiverte, men de få ødelegger så mye.

Heidi Strand, 8.8.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta sér maður því miður um allt land - tillitsleysi og sóðaskap! Þetta, til dæmis. Og þetta.  Fólk hikar ekki við að keyra utan vega og virðist annað hvort alveg sama um afleiðingarnar eða er svo fáfrótt að það veit ekki hverjar þær eru. Þó hefði maður haldið að hvert mannsbarn á landinu ætti að vita þetta - á það hefur verið bent, en kannski ekki nógu oft og mikið.

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.8.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Björgvin S. Ármannsson

Þetta er ógeðslegt bara. Ég sá einn í dag við Dritvík henda frá sér kókflösku, benti honum á þetta og hann varð skömmustulegur. Ég verð reyndar að segja að ég bjóst frekar við að fá einhvert skítkast frá honum fyrir afskiptasemina en hann sagðist einfaldlega ekkert hafa hugsað út í þetta.

Björgvin S. Ármannsson, 10.8.2008 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband