Ritskoðun moggans

Ég mótmæli því harðlega að moggabloggið skuli vera að loka bloggsíðum manna sem skrifa undir eigin nafni og þar að auki með mynd af sjálfum sér á síðunni.

Bloggsíðu Skúla Skúlasonar var lokað fyrir nokkrum dögum og ekki nóg með það heldur hvarf hann einnig af bloggvinalistum þeirra sem höfðu skráð hann sem bloggvin.

Mér er slétt sama um það þótt hann hafi móðgað islamista, nasista eða einhvern annan flokk manna, Skúli á rétt á því að tjá skoðanir sínar ritskoðunarlaust.

Bloggarar látið í ykkur heyra varðandi þetta óréttlæti og yfirgang sem viðgengst í dag á moggablogginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég vil þakka þér að vekja máls á þessu.

Eftirfarandi grein fær ekki einu sinni að koma í heitar umræður þrátt fyrir fjölda commenta. Líklega vill Mogginn með því koma í veg fyrir að fá á sig kommonista og naívisma stimpil:

 http://zeriaph.blog.is/blog/zeriaph/entry/510492/#comments

Fleiri hafa síðan skrifað um þetta eins og sjá má af athugasemdum þeirra inn á þræðinum.

Bryndís Böðvarsdóttir, 18.4.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Nei nú var hann víst að detta inn í heitar umræður frétti ég, en annað hefði verið afar ólýðræðislegt.

Vildi samt vísa á þennan þráð, þar sem margir vilja meina, að það má segja allt við kristna. Það má rakka þá niður sem hafa aðrar pólitískar skoðanir. Það má hinsvegar ekki gagnrýna öfgaíslamista....

Bryndís Böðvarsdóttir, 18.4.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

+569-1100, er síminn hjá mogganum hringjum öll og kvörtum og ef þeir afbanna ekki skúla þá skulum við segja upp áskriftini af mogganum!

 

Stór partur þeirra sem lesa moggan eru hægrimenn og krisntir svo við getum haft áhrif!

Alexander Kristófer Gústafsson, 18.4.2008 kl. 11:41

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég kem af fjöllum, Óskar...  Hver er Skúli Skúlason og hvað skrifaði hann svona hræðilegt?

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.4.2008 kl. 12:09

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég kem líka af fjöllum. Þekki ekki þennan Skúla hér á blogginu. En eitt er víst að það er búið að vekja mikla athygli á málefninu með þessari aðgerð mbl manna :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.4.2008 kl. 12:16

6 Smámynd: halkatla

það er ömurlegt að missa líka allt sem Skúli hefur skrifað í athugasemdakerfin manns, hann vísaði oft á upplýsingar sem tengdust því sem ég var að gagnrýna við Islam, enda er hann mikill viskubrunnur um Islam, þó að margir séu ósammála viðhorfi hans.

Lára Hanna getur ekki skoðað málið og myndað sér hlutlausa skoðun því ALLT var hreinsað burt á innan við sólarhring. Það eina sem ég get sagt við því er:

sannleikurinn 0 íslamski fasisminn og rétttrúnaðarbræður hans

halkatla, 18.4.2008 kl. 12:18

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nú ert ég búin að skoða nokkrar bloggsíður og athugasemdir og átta mig á hvað gerðist þótt ég hafi aldrei lesið skrif Skúla og minnist þess ekki að hafa séð athugasemdir frá honum. Kannski tjáði hann sig aðeins á bloggsíðum sem fjalla um trúmál, en þær heimsæki ég aldrei.

Engu að síður virðist lokun á bloggsíðu Skúla vera forkastanleg, og þótt skrif hans hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum vegna trúarskoðana má slíkt hið sama segja um margar aðrar bloggsíður. Sjálfri finnst mér t.d. skrif sumra kristinna manna um fóstureyðingar og samkynhneigða lýsa miklu mannhatri og illsku. Myndi þeim vera lokað ef kvartanir kæmu frá t.d. samkynhneigðum? Það efast ég um.

Þetta bendir til þess að aðeins megi gagnrýna sum trúarbrögð, ekki önnur. Suma hópa fólks, ekki aðra.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.4.2008 kl. 12:35

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hef átt nokkrar rimmur við Skúla því við erum alls ekki skoðanabræður, en hann á rétt á því að hans rödd heyrist.

en nokkrir af hans bloggvinum hafa lokað á mig fyrir mínar skoðanir :)

Óskar Þorkelsson, 18.4.2008 kl. 16:28

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hmmm ég hélt að þú værir að grínast  set hann í gang ...

Óskar Þorkelsson, 18.4.2008 kl. 22:02

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég veit ekki til þess að nokkur hafi lokað á mig. Sniff! Ég er ekki nógu grimmur. Verð að bæta úr því!

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 12:21

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vertu bara fúll á móti Steini og þá gengur þér betur ;)

Óskar Þorkelsson, 19.4.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband