salmonella kemur til landsins eftir ýmsum leiðum.

Ég hef aldrei fattað þessar röksemdir gegn snákum sem gæludýrum að þeir geti borið með sér salmonellu. ég átti snák í mörg ár (hér á landi og í svíþjóð) og er erfitt að finna þægilegra "gæludýr".

Smitleiðir salmonnellu með fuglum alheimsins er milljón sinnum líklegri en með gælusnák eða skriðdýri..

snákar eru bannaðir í 2 evrópulöndum sem gæludýr að því mér er kunnugt.. Ísland og noregur.

 


mbl.is Íhugar að flytja til Danmerkur vegna banns við snáknum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skriðdýr eru einnig bönnuð í færeyjum ef ég man rétt ;)
Man allavega að chinchillur og merðir eru líka bönnuð þar.

Eva Kristjáns (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 12:07

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er allt bannað í færeyjum.. enda leitun að meira gamaldags og heimakæru fólki og færeyjingum. annars er færeyjar ekki land, bara hérað í DK.

Óskar Þorkelsson, 19.11.2007 kl. 12:12

3 Smámynd: Heidi Strand

Ég skil ekki hvers vegna fólk má ekki hafa snák heima hjá sér.

Óskar, Har du bodd i Norge? 

Heidi Strand, 19.11.2007 kl. 19:55

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ja jeg har bodd i norge :)

Óskar Þorkelsson, 19.11.2007 kl. 20:14

5 Smámynd: halkatla

"þá ert þú hérmeð að játa á þig glæp siðleysinginn þinn", smá spaug, datt þetta bara í hug útaf dátlu sem ég var að lesa áðan, á blogginu hennar Lindu

halkatla, 19.11.2007 kl. 21:06

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óskar Þorkelsson, 19.11.2007 kl. 21:52

7 identicon

Ansi hef ég misst af miklu hér á blogginu þessa fáu daga sem ég var upptekinn við annað....:)

En ég næ þó í skottið á þessari umræðu. Fyrst vil ég taka fram vegna fyrri umræðna sem ég fékk ekki tækifæri á að ræða um að ég er hlynntur því að löggann taki í notkun billjón skrilljón volta rafmagnsfallbyssur eða hvað þetta nú heitir, ef það verður til þess að menn fari að haga sér. Menn sem haga sér eins og fífl gagnvart lögreglu og öðrum eiga skilið að fá stuð í rassboruna á sér...

Svo vil ég útlista þá skoðun mína að ég sé ekkert athugavert við það að banna mönnum að halda snáka sem gæludýr hérna....ekkert frekar en að banna mönnum að halda krókódíla, Sporðrdreka, Hýenur, eða Indverska fíla.. og það kemur málinu bara ekkert við að þessi grey séu ekki eitruð...

Það er enginn tilgangur með því að flytja inn dýr hingað sem ekki eru hér nú þegar...til hvers að bjóða vistkerfinu upp í einhvern áhættudans þegar það er alger óþarfi....eru sterkustu rökin fyrir því þau að einhver strákskratti fyrir austann hafi brennandi þörf fyrir að hafa þetta heima hjá sér?? Kommon...ég heimta haldbærari rök fyrir svona vitleysu....og þangað til vona ég bara að þessi ungi herramaður flytjist til Danmerkur og lifi þar góðu lífi...

Carl Berg

Carl Berg (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 22:57

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það mætti halda að þú værir að norðan Carl Berg.. svo löghlýðinn og stilltur sem þú ert.

Óskar Þorkelsson, 20.11.2007 kl. 23:01

9 identicon

Já, það mætti halda það..

 En sem betur fer þarf ég ekki að búast við því að ég verði "voltaður" þó ég leggi vitlaust í stæði eða keyri á 95...en er það ekki þokkalega laglega gott á mig,ef ég reyni að bíta smettið af einhverjum lögreglumanninum, berja gamalmenni í húsasundi fyrir dóppeninga eða ræna söluturn með kjötexi? hef ég þá ekki bara þokkalega gott af því að láta volta mig aðeins..er ég þá ekki þokkalega búinn að sýna fram á, að ég sé snarklikkaður og að það eigi að taka á mér sem slíkum ?

 ins'allah...Carl Berg

Carl Berg (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 00:09

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

rétt er það Addi og þess vegna skil ég síður þessa salmonnellu röksemd gegn skriðdýrum í lokuðum búrum.

Óskar Þorkelsson, 21.11.2007 kl. 16:07

11 identicon

Það er enginn tilgangur með því að flytja inn dýr hingað sem ekki eru hér nú þegar...til hvers að bjóða vistkerfinu upp í einhvern áhættudans þegar það er alger óþarfi

Snákar gætu ekki lifað í íslenskri náttúru af svo mörgum ástæðum, td ein að þetta eru dýr með kalt blóð, þeir þurfa utanaðkomandi hitagjafa.  Þessi tegund sem strákurinn var með þarf 20-26°C bara til að geta veitt og melt, og þurfa egg þessarar tegundar 27-30°C stöðugt í tvo mánuði til að klekjast út, örfáar gráður til eða frá veldur því að fóstrin drepast eða verða verulega vansköpuð (og geta þar af leiðandi ekki lifað af).

Ef snáki væri sleppt í íslenska náttúru væri bara tímaspursmál hvenar hann myndi drepast. 

Sigrún Edda (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 19:24

12 identicon

Til hvers þá að vera að flytja þetta inn ef þetta á ekki heima hér? svo kemur það málinu ekkert við hvort þetta lifir af í íslenskri náttúru eða ekki... það er ekki eins og þetta kvikindi þyrfti endilega að finna sér stað úti.. til eru skemmur,bóndabæjir,geymslur og ble ble... en það er bara ekki aðal málið. Afhverju má ekki bara flytja inn Krókódíla þá ? Þeir myndu seint lifa af á hálendi íslands...afhverju má ég ekki hafa slíkt dýr sem gæludýr ? Eða Ljón eða gíraffa ? Eða sporðdreka ?

 Carl Berg

Carl Berg (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband