skaðræðisdýr laust

Hvað skyldi þessi "elska" hafa drepið marga smáfugla og unga á sínu ferðalagi ?

 Lausir kettir eru skaðræðisdýr.. ekkert ósvipaðir og minkurinn sem er réttdræpur..


mbl.is Veiðiköttur komst aftur heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kettir eru í eðli sínu veiðidýr ólíkt mönnum.  Mönnum sem vaða uppi um fjöll og firnindi með byssur og skjóta fugla og dýr sér til ánægju.  Eitthvað sem ég mun aldrei skilja en veiðieðli kattarins finnst mér aftur á móti rökrétt.

Linda Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 09:08

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

menn hafa veitt sér til matar í árþúsundir.. við erum líka veiðidýr eins og kötturinn..  En kettir eru meindýr ef þeir ganga lausir..

Ég get alveg tekið undir með þér með þessa skotþörf manna en hún var ekki til umræðu hér !

Óskar Þorkelsson, 13.7.2007 kl. 09:18

3 identicon

Hvað þessi elska skyldi hafa veitt marga fugla?

Tja, viltu ekki bara ræða það við kjúklinginn sem þú færð þér í kvöldmat?

hee (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 09:25

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

týpískt svar frá kattaelskara Hildur.. eru kjúklingar villtir fuglar ?  Ertu virkilega að leggja það að jöfnu að drepa smáfugla úti í móa við sláturdýr ?  

Kettir eru EKKI partur af íslenskri náttúru og því eiga þeir ekkert að vera að þvælast lausir , þeir eru skaðræðisdýr í náttúrunni og ekkert annað !

Óskar Þorkelsson, 13.7.2007 kl. 09:51

5 identicon

Ég hef átt ketti og þekki veiðigetu þeirra mjög vel. Þeir geta almennt ekki náð í fugl, nema það sé eitthva að honum, eða búin hefur verið til "dauðagildra" fyrir fuglinn. Þetta gerist t.d. þegar góðhjartað fólk gefur fuglum undir trjám, eða alveg við stað þar sem kisi getur falið sig. Ég átti t.d. tvo mjög öfluga veiðikisa á stað þar sem var fullt af smáfuglum, aðallega skógarþröstum. Ég bjó þar í þrjú ár og á þeim tíma veiddu kisurnar 2 fugla, en héldu músum hins vegar alveg frá íbúðarhúsunum. Þetta var dálítið út í sveit og "staðbundinn" fuglastofn eitthvað nálægt 30 fuglar. Besta leiðin til að forða fuglunum, er að halda þeim heilbrigðum. Það er gert með því að gefa þeim að éta og helst á opnu svæði.

Heimiliskettir eru yfirleitt frekar slakir í veiðum, en þessir sem ég átti voru sérstaklega aldir upp til að kunna að veiða. T.d. aldrei gefið neitt úr dós, yfirleitt altaf hrátt kjöt og hrár fiskur. Þeir voru líkamlega sterkir og í mjög góðu formi. Þeir drápust hins vegar báðir, þegar einum snillingnum datt í hug að eitra fyrir músum á svæðinu... en þeir höfðu í raun gert allt eitur óþarft.

Guðmundur R Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 09:56

6 identicon

Hvernig geturðu talað svona um kisulinginn?!

Smá hræsni þarna karlinn. Veiðum við ekki saklaus dýr til neyslu? Hvort sem það eru fuglar, fiskar eða önnur dýr? Mér finnst heldur grófara að moka tonnum af fiski í net, eða geyma kjúkling í þeim hörmungum sem þau eru geymd í þar til þeim er slátrað. Hefurðu heimsótt kjúklingabú?

Náttúran er eins og hún er. Þú hefur engan rétt á því að dæma móður náttúru, enda bara einn maður sem er háður henni. Dýr veiða til að lifa og varla við þau að sakast fyrir það. En græðgin í manninum og viðbjóðurinn sem við gerum okkur til gagn og gamans er varla skiljanlegur.

ex354 (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 10:10

7 identicon

Nei kjúklingar eru ekki villtir fuglar hér á landi en þeir eru engu að síður drepnir af mönnum og étnir. Er það ekkert að marka fyrst þeir eru alifuglar?

Allt í lagi, hefurðu smakkað hvalkjöt, rjúpu eða villigæs?

Svo má líka geta þess að mannskepnan er aðkomudýr á Íslandi alveg eins og kettirnir og því EKKI frekar partur af íslenskri náttúru.

veiðieðlið er einmitt í eðli rándýra og það er það sem hefur haldið í þeim lífi í gegnum aldirnar. Svo má geta þess að kettir veiða líka mýs og rottur og halda rottustofnum í þéttbýli í lágmarki. Á miðöldum voru kettir ofsóttir af því að þeir voru taldir vera útsendarar djöfulsins. Svo þegar nánast hafði tekist að útrýma þeim í Evrópu kom plágan mikla og köttum var sömuleiðis kennt um hana. Staðreyndin kom síðar í ljós; plágan barst með rottum, sem fjölgaði einmitt verulega við kattadrápin. Hefðu menn viljað sleppa við pláguna hefði einmitt verið nær að vernda kettina.

sorrý en ég þoli ekki fólk sem er á móti köttum.

hee (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 10:11

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

EX354.. kötturinn er í íslenskri náttúru af mannavöldum.. alls ekki partur af henni..

Hildur: já ég hef smakkað hvalkjöt, selkjöt, rjúpur, villigæs, elg, rádýr , hjartardýr, íkorna, krókódíl, kengúru og guð má vita hvað... en ég sá villu míns vegar og hætti öllum skotveiðum fyrir 15 árum síðan og hef síðan verið dyggur náttúruunnandi og lít því á lausaketti sem hvert annað aðskotadýr í líkingu við mink.. sem þarf að eyða úr náttúrunni því kattarkvikindið er hér af okkar völdum og eftir drápin fer hann heim og fór klapp og kóserí.. sem sagt einungis til ógæfu fyrir náttúruna..

Haldið þessum skaðræðisdýrum inni.. annars...

Óskar Þorkelsson, 13.7.2007 kl. 10:23

9 identicon

Núúú... sástu villu þíns vegar og hættir að skjóta dýr þér til skemmtunar? Það breytir öllu, eða hitt þó heldur!

Þetta er einhver versta afsökun fyrir andúð á köttum sem ég hef nokkru sinni séð og hef ég þó séð þær margar vondar. Rottur eru meindýr sem kettir halda niðri, er þér svona vel við rottur að þú vilt sætta þig við þær frekar en blíð og malandi gæludýr? Þú afsakar vonandi að það er ekki viðhorf allra..!

Þér er ekki stætt á að skipa kattaeigendum að halda dýrunum sínum inni og kalla þau skaðræðisdýr og hvað þá vera með hótanir. Því þér færi betur að líta í eigin barm.

hee (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 10:36

10 identicon

Hvað varðar skaðræðisdýr í íslenskri náttúru.  Væri ekki nær að útrýma sauðfé?  Ég sé ekki betur en að landið sé að "fjúka burt" á meðan menn bölsóttast út í álver.  Um þar síðustu helgi var ég staddur við Skaftafell og fór raunar til Hafnar.  Þar sáust miklir moldar strókar, vegna landbúnaðar, sem raunar virðist aldrei þurfa að fara i umhverfismat....

Guðmundur R Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 10:37

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Rollur eru líka skaðræðisdýr í náttúrunni.. en þær eru þó ekki að drepa allt sem hreifist.. rollugreyin falla undir landbúnað og því virðast þær vera friðhelgar .. um sinn amk.  Ég er þeirrar skoðunnar að rollurnar eigi að vera innan girðingar á ábyrgð bóndans..  

róaðu þig Hildur , ég hef nú ekki meiri andúð á köttun en það að ég hef átt þá þó nokkra í gegnum tíðina en það kemur ekki veg fyrir að ég sjái ekki hversu mikil skaðræðisdýr þeir eru í villtri náttúru.. enda er verið að tal aum að banna þá í nýja sjálandi td vegna mikillar fækkunar skógarfugla í því landi sem heimiliskettinum er kennt um.

Kettir eru lélegir í rottuveiðum, það er margsannað.. heimilisköttur lætur þær í friði að mestu.. nema um sé að ræða ketti eins og guðmundur var að lýsa hér að ofan en þeir mundu eflaust teljast til þess að vera villikettir meira en heimiliskettir.

London er á kafi í heimilisköttum, en amt fjölgar rottum þar eins og annarstaðar..  

málflutningur þinn hildur er stórfurðulegur og jaðrar við móðursýki frekar en röksemdir.. enda laðast konur eins og kunnugt er að svikulum eigingjörnum og sérhlífnum dýrastofnum.. kettir og karlmenn td ;)

Óskar Þorkelsson, 13.7.2007 kl. 10:46

12 identicon

kötturinn er í íslenskri náttúru af mannavöldum.. alls ekki partur af henni..

Og hvað? Vegna þess þá á kisa ekki að vera hér? Þá ættu flest dýr ekki að vera hér heldur, eða við mannfólkið ef út í það er farið.

Svolítið brenglaðar rökfærslur hjá þér enda virðast þær byggjast á einhverjum tilfinningum, ekki lógík.

ex354 (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 10:51

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ex354.. ef það er ekki næg lógík að kötturinn er skaðræðisdýr sem jafnast á við mink í fuglavarpi þá eru ekki til nein rök fyrir einu eða neinu í sambandi við dýravernd og þvú að hlúa að náttúru þessa lands .

Óskar Þorkelsson, 13.7.2007 kl. 10:54

14 identicon

Heimiliskettir eru margir hverjir frekar slappir í veiðum, bæði á rottum og á fuglum, þótt sumir séu reyndar afar öflugir. Þú ert að kvarta undan því að kettir veiði fullt af fuglum en lítið af rottum, sérðu ekki þversögnina? Meindýraeyðar í Reykjavík hafa talað um að í sumum hverfum borgarinnar sé það fyrst og fremst köttum að þakka að rottur eru lítt sjáanlegar þar. Þeir veiða ekki bara rotturnar heldur fæla þær líka í burtu.

London og Berlín eru dæmi um borgir þar sem töluvert er af heimilisköttum en jafnframt rottum. Í þessum borgum er hins vegar lausaganga katta óalgeng, og fer minnkandi. Það er því ekki skrítið að rottum skuli fjölga! Ég vorkenni Nýsjálendingum að búa við svona vanþroskaða stjórnmálamenn, ef þetta sem þú segir er satt.

Þér má finnast það sem þér finnst um málflutning minn en ég bara vil kalla hlutina réttum nöfnum hvort sem þér líkar betur eða verr. Það er alltaf til fólk sem er álíka ignorant eins og galdrabrennuofstækisfólkið á miðöldum. Munurinn er þó sá að á miðöldum var minni veraldleg þekking og meira trúarofstæki. Nútímamenn hafa enga afsökun.

Annars þekki ég fullt af svikulu, eigingjörnu og sérhlífnu fólki og ég laðast ekki að því. Kettir eru hins vegar ekkert af þessu.

hee (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 11:16

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ófleygir ungar sleppa ekki undan kettinum hildur.. og ef þú lest mbl pappírsútgáfuna þá kemurfram að þessi umræddi köttur hefur verið sjálfala á bænum og því alls ekki heimilsköttur heldur skaðræðisdýr.

Ég átti eitt sin norskan skógarkött.. sá kom á hverjum degi því sem næst með fiðurfé inn um dyrnar heima hjá okkur.. bjalla um hálsinn hjálpaði ekki mikið.. hann náði fuglunum samt.  Stundum kom hann með rottur og mýs.. en langoftast fugla.

Hildur.. ef þú neitar því að köttur sé sjáflselskur, sérhlífinn og eigingjarn þá þekkir þú ekki ketti

Óskar Þorkelsson, 13.7.2007 kl. 11:26

16 identicon

Það er einfaldlega mun meira af fuglum í borginni heldur en rottum og músum og það er einfaldlega ástæðan. Þú sérð sjálfur fugla á hverjum degi, ekki satt? Varla sérðu rottur og mýs á hverjum degi í þéttbýli? Hið sama gildir um kettina. Þetta er svo einföld lógík.

Og elskan.. ég hef átt ketti í 22 ár af þeim 27 árum sem ég hef lifað þannig að í guðanna bænum ekki reyna að halda því fram að ég þekki þá ekki. Ég þekki ketti vel og veit að þeir eru góð gæludýr og yndislegir vinir. En það er eins með þá eins og mannfólkið; maður verður að vinna sér inn traust þeirra og vináttu. Ef þú ert góður við ketti laðast þeir að þér. Annars ekki -sem betur fer!

hee (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 11:32

17 identicon

Það sem þarf að koma í veg fyrir, er að heimilisdýr fái að verða villt í íslenskri náttúru, hvort heldur sem það eru kettir eða önnur dýr.  Kettir eins og ég átti voru ekki villtir.  Þeir voru t.d. afskaplega barngóðir og ljúfir, en veiddu engu að síður.  Þeir bara ná ekki svo auðveldlega fuglum, nema fuglinn sé röltandi um á jörðinni að elta fóður sem þeim er gefið þar.  Þeir hefðu ekki átt í miklum vandræðum með að afgreiða rottu...  Það að ala þessar skepnur upp dálítið eins og náttúran ætlaðist til, þarf ekki að vera slæmt.  Það er miklu betra fyrir kisu að fá nátturlegt fæði (þ.e. hrátt..) en þetta dollu dót sem verið er að selja.  Svo þarf að gefa þessum dýrum alls konar vítamín.  Mínir kisar voru t.d. alltaf með fallegan feld og fóru ekki eins mikið úr hárum og algengt er.

Já það er alveg nauðsynlegt að sauðfé og hross séu höfð eingöngu innan girðinga.  Þó finnst mér líka allt í lagi að flytja inn landbúnaðarvörur að einhverju eða miklu leiti og "spara" okkar eigið land eins mikið og við getum.   Eins gætum við sett upp umhverfisskatta á aðra hluti en einkabíla.    Hægt væri að setja innflutningskvóta á landbúnaðarvörur sem auðveldaði innflutning frá ríkjum þar sem fátækt er landlæg t.d. Argentínu, Afriku ofl.  Krefjast auðvitað hreinlætis og þess háttar, enda er það víðar til en á Íslandi.

Guðmundur R Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 11:36

18 identicon

Dæmigert væl frá einhverjum sem bara hatar ketti af því bara, og finnur ekkert betra á þá en þá staðreynd að þeir veiða fugla. Smáfuglar eru ekki í neinni útrýmingarhættu og það er beinlínis kjánalegt að láta eins og kettir séu eitthvert vandamál vegna þess að þeir veiði þá.

Það er eitthvað svo dæmigert að fólk ímyndi sér skrattann á veggnum bara vegna þess að því er illa við eitthvað. Fálkar og hrafnar éta líka egg annarra fugla, en ekki þarf að væla yfir þeim, ha? Og hvað um allar aumingja kindurnar (sem eru fleiri en milljón á leið sinni til dauða á hverjum tíma, bara á Íslandi) sem við borðum?

Eins og skáldið sagði, "gimme a break". Þett'er kjaftæði og þú veist það. Að búa til vandamál yfir lausum ketti er bara kjánalegt. Ef þeir koma nálægt mönnum, þá þarftu varla að hreyfa þig til að þeir skjótist burt, þannig að ekki eru þeir að angra fólk (eins og t.d. lausir hundar gera).

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 11:51

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Helgi Hrafn : nafnar þínir eru partur af náttúrunni.. er fólk virkilega svona treggáfað í dag ?

varðandi það að kettir valdi ekki vandræðum eins og lausahundar.. þá míga þessar elskur og merkja sín svæði og dreifa sníkjudýrum eins og tríkínum í sandkassa borgarinnar..

Ef fólk er ekki enn búið að skilja innihald upphafsorða minna þá skal ég reyna enn einu sinni..

Lausagangskettir eru skaðræðisdýr í sama flokki og minkar !

Ég er EKKI að  tala um heimilsketti sem eru hafðir innandyra heldur um þá sem er sleppt út daglega.



Óskar Þorkelsson, 13.7.2007 kl. 12:31

20 identicon

Ég er með eitt frábært ráð handa eigendum katta sem eiga það til að veiða smáfugla.  Og það hlýtur að kæta þig líka Óskar því það leysir vandann að einhverju leyti við skaðanum sem lausaganga katta veldur.  Þannig er mál með vexti að ég er með 2 ketti sem fara út daglega, áður fyrr þá veiddu þeir einstaka sinnum fugla og það lá við að ég slátraði þeim þegar ég sá fuglagreyin.  Síðan fékk ég mér 2 páfagauka með köttunum og ég er ekki að grínast, ég hef ekki séð kettina með einn einasta fugl síðan.  Mæli með því að fleiri prófi þetta og þá getum við séð hvort þetta virkar í fleiri tilvikum :) 

Linda Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 12:47

21 identicon

Hvert dýr hefur sinn tilverurrétt eins og við menn ! Allt er hringrás, leyfum náttúrunni að gera sitt !!

Guð minn góður ef þú byggir í Afríku..

Helga (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 13:32

22 identicon

Nei lausagangskettir eru ekki skaðræðisdýr og allra síst í sama flokki og minkar!

Það að þú segir eitthvað margoft þýðir ekkert að það sé satt. Heldurðu að það sé nóg að endurtaka sömu lygina hundrað sinnum og þá breytist hann í sannleika?

Við erum einfaldlega að benda þér á að það er ekki réttmætt að segja að lausagangskettir séu skaðræðisdýr. Þeir gera mikið gagn í að halda rottum og músum niðri í þéttbýlum og það eru meiri vandamál á stöðum þar sem lausaganga katta tíðkast síður.

Fyrst þú hefur stundað skotveiðar, þá má kannski bara segja að þú í lausagöngu sért skaðræðisskeppna? Mér sýnist það réttlátara.

hee (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 13:36

23 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hildur: ég er sammála öllu sem þú segir nema einu: þarna  áðan sagðirðu að plágan mikla á miðöldum hefði borist með rottum, en það hefur nú verið afsannað, sjá http://www.liv.ac.uk/precinct/Oct2001/12.html og http://www.liv.ac.uk/newsroom/press_releases/2004/05/black_death.htm

Elías Halldór Ágústsson, 13.7.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband