afhverju er verið að afsaka íþróttina ?

Ég skil ekki þörf Karatefélags íslands til þess að afsaka íþróttina.. þetta er eins og ef ökukennarasamband íslands mundi afsaka sig í hvert skipti sem einhver mundi aka of hratt eða valda slysum í umferðinni !   Það eru alltaf svartir sauðir inn á milli.. líka hjá iðkendum karate þótt afreksmennirnir séu kannski ekki þeir sem eru aðsópsmiklir á þessum vettvangi þá eru það litlu njólarnir þeir sem oft haga sér svona..

Ég er ekki að mæla gegn karate á neinn hátt enda mæli ég hiklaust með því að menn stundi svona íþróttir. Ég skil bara ekki þessa afsökunnarþörf.

mbl.is Yfirlýsing frá Karatesambandi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Munurinn er kannski sá að langflestir íslendingar læra að keyra (það eru í það minnsta fáar fjölskyldur þar sem allir á heimilinu eru próflausir) á meðan þeir sem æfa karate og aðrar sjálfsvarnaríþróttir eru mun færri, og fólk vantreystir gjarnan hinu óþekkta. 

Halla (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 13:42

2 identicon

Við erum ekki að afsaka íþróttina, við erum að rísa upp til varnar henni og benda á að ef einhverjir aular sem eru að lemja fólk í miðbænum grobbar sig af karatekunnáttu hafa þeir ekki lært karate af neinu viti og (hafi þeir æft hjá einhverju félagi hér á landi) þá a.m.k. ekki meðtekið boðskap íþróttarinnar að neinu leyti. Þegar frásagnir af svona löguðu rata inn á síður fjölmiðla er það skylda Karatesambandsins að tjá sig um málið þar sem við viljum þvo hendur okkar af einstaklingum eins og þeim sem hér eiga í hlut. Það er öllum karatefélögum landsins mikilvægt að ná inn iðkendum og þar af leiðandi getum við ekki sætt okkur við að íþróttin sé skitin út með þessum hætti.

Virðingarfyllst,

Atli Steinn Guðmundsson

formaður Karatefélagsins Þórshamars og ritari stjórnar Karatesambands Íslands

Atli (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 22:28

3 identicon

Við erum ekki að afsaka íþróttina, við erum að rísa upp til varnar henni og benda á að ef einhverjir aular sem eru að lemja fólk í miðbænum grobbar sig af karatekunnáttu hafa þeir ekki lært karate af neinu viti og (hafi þeir æft hjá einhverju félagi hér á landi) þá a.m.k. ekki meðtekið boðskap íþróttarinnar að neinu leyti. Þegar frásagnir af svona löguðu rata inn á síður fjölmiðla er það skylda Karatesambandsins að tjá sig um málið þar sem við viljum þvo hendur okkar af einstaklingum eins og þeim sem hér eiga í hlut. Það er öllum karatefélögum landsins mikilvægt að ná inn iðkendum og þar af leiðandi getum við ekki sætt okkur við að íþróttin sé skitin út með þessum hætti. Virðingarfyllst, Atli Steinn Guðmundsson formaður Karatefélagsins Þórshamars og ritari stjórnar Karatesambands Íslands

Atli (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 22:29

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Takk fyrir svörin Atli. 

Óskar Þorkelsson, 13.7.2007 kl. 08:52

5 identicon

Ánægjan er öll mín. Reyndar var ekki ætlunin að birta klausuna tvisvar.

Atli (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband