KSI og VIP dótið...

Ég álpaðist á leik íslendinga og lichtenstein ásamt nokkrum félögum (stafs..), sem var svo sem ekki í frásögur færandi fyrir utan það að við höfðum fengið okkur tvö þrjú bjórglös fyrir leik og tókum með okkur “nesti” á völlinn. Þetta nesti var auðvitað gert upptækt við innganginn sómasamelga og okkur bent á það með ströngum tón að áfengi væri stranglega bannað á þessum vettvangi.. við erum löghlýðnir kappar og létum þetta ekki á okkur fá og örkuðum upp í stúkuna og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar að sjá íslenska landsliðið mala það lichtensteinska..

Fyrir leikinn eru auðvitað þjóðsöngvar liðannna leiknir og á meðan á því stóð þá lét ég augun renna yfir þetta glæsilega mannvirki og þá blasti við mér sjón úr VIP stúkunni sem fékk blóðið til að renna og gremjan gaus upp í huga mér og félaga minna.. sjónin sem við blasti var að aðalspakkið í VIP stúkunni var með bjórflöskur í hendinni sötrandi við undirleik íslenska þjóðsöngsins.. ja svei.

Við sauðsvartur almúginn vorum rændir í andyrinu á meðan síðrassa aðals draslið sötraði bjór sem var veittur af KSI og þar af leiðandi greiddur af mér í inngangseyrinum.. Reiðin nötraði í okkur félöfgunum og sórum við þeiss dýran eið að fara aldrei aftur á leiki með íslenska landsliðinu.. og ekki hjálpaði til frammistaða “okkar” manna á vellinum.. sem eflaust hafa fengið fordrykk í búningsklefanum í boði KSI.. allavega ráfuðu þeir um völlin eins og þeir væru ölvaðir af KSI bjór í grænum flöskum..

Svo kom hálfleikur og ég þurfti að losa 2 af þessum 3 sem ég hafði teigað fyrir leik.. og þá blasti við mér önnur sýn og öllu verri.. Þetta er jú reyklaus staður Laugardalsvöllurinn og var það margtuggið í okkur aumingjana sem ekki erum þarna í boði KSI eða KB eða LI.. þetta dót í VIP svæðinu var þarna með bjór og sígó og það fyrir allra augum.. ég meina kommon.. halda forráða menn KSI að fólkið í landinu séu algerir fávitar sem ekki er treystandi til að taka með sér 2 bjóra á völlinn en veita svo einhverjum gæðingum bjór og brennivín í boði okkar hinna sem megum drekka Egils appelsín í pappaglasi ?

Ég hef heyrt um þennan gæðingshátt t.d. hjá valsmönnum sem veita svona duglega fyrir leiki , en einungis þeim valsmönnum sem eru meiri valsarar en aðrir valsarar.. fyrir leik KR og víkings leiðinlegrar minningar um daginn var veittur bjór og snittur í boði LI.. öllum var frjáls aðgangur.. sömu sögum má segja af víkingum.. þeir veita bjór og eru glaðir og góðir allan leikinn. Sem sagt þeir röndóttu fara ekki í manngreina álit en valsarar og KSI gera það.

Einn fúll...



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband