Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Land of the free ?

Ég er kominn á þá skoðun fyrir löngu að USA er ekki lengur  "land of the free" . Ég efast um að nokkuð annað vestrænt ríki setji eins mikið af lögum sem hamlar "frelsi" þegna sinna sem USA.. ekki nema þá páfagarður í róm...

USA er í raun að verða lögregluríki sem er stjórnað af hægrisinnuðum trúarofstækismönnum..


mbl.is Bandarískur bær vill banna buxur sem lafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er byrjaður að safna..

Ef ég legg 100 % af útborguðum launum mínum í púkkið í 80 plús ár eða svo þá á ég að eiga fyrir þessu . Errm


mbl.is Dýrasta íbúðin á 230 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sjálfhætt stórhvalaveiðum...

Þessi atvinnugrein stendur ekki lengur undir sér.. hér á árum áður þegar undirritaður vann í hval hf sumarið 1979 var öll skepnan nýtt.. hvert og eitt einasta gramm af þessum risum var unnið og gert að pening.. í dag einungis kjötið og partur af renginu og með töluverðum tilkostnaði því Hvalur hf starfrækir ekki lengur vinnslustöð og þarf að fá aðra aðila til að vinna kjötið og frysta.. megnið er urðað óunnið svo rökin fyrir hvalveiðum eru horfin, þetta eru ekki sjálfbærar veiðar lengur .

Enn eru talsverðar birgðir óseldar frá s.l. hausti og munu verða það lengi svo þessu bulli er sjálfhætt !

mbl.is Óbreytt stefna um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

eins og nál í heystakki

Að finna kajak úti á sjó er eins og að finna nál í heystakki.. vonandi finnast kapparnir fljótlega því ekki sökkva svona gripir , hvað þá tveir í einu.

Ég spái því að þeir finnist fyrir hádegi heilir á húfi en þreittir og hraktir.

mbl.is Leit að tveimur kajakræðurum stendur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

eitthvað klikkað í kerfinu

var að blogga um þetta áðan en það koma ekki sem fréttablogg....

annars er bloggið hér :

http://skari60.blog.is/blog/skari60/entry/235527/

mbl.is Myrti 12 ára gamlan son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

Þetta er svo sannarlega sorgarviðburður og því miður alls ekki einsdæmi.  Þetta fólk kom frá iran, sennilegast sem flóttamen ef marka má Nettavisen. Svona viðburðir gerast ótrúlega oft á norðurlöndum á meðal flóttamanna.. fólks sem hefur
hrakist land úr landi árum saman þar til það finnur hæli í einhverju norðurlandanna.. Þau fá yfirleitt aldrei neina alvöru hjálp eða eftirfylgni á sínum vandamálum sem eru fjölmörg eftir svona flótta.

Fólkið er komið í vinnu oft á tíðum en einkalífið og geðheilsan er gersamlega í rúst án þess þó að ég sé að verja mannin sem drap drenginn.. en ekki er staðfest enn að um faðir hans hafi verið að ræða þótt mér þyki það langlíklegast.

Maður las um æresmord vikulega í noregi eða svíþjóð.. oftast var um dæturnar að ræða svo það sem er óvenjulegt er að elsti sonurinn er drepinn...

Ekki eru nema 2 vikur síðan móðir myrti börnin sín 2 og sjálfa sig líka í sama hverfi í Trondheim, byåsen.

Það er erfitt fyrir okkur að setja sig í spor þessa fólks og enn erfiðara að dæma.. en eitt er víst að líf þeirra er enginn dans á rósum þótt þau séu sloppin úr því helvíti sem þau flúðu upprunalega frá  fyrir einhverjum árum síðan.

nokkrir linkar um málið.


http://www.nettavisen.no/innenriks/article1103647.ece

http://www.vg.no/pub/vgart.hbs?artid=199623

http://www.dagbladet.no/nyheter/2007/06/10/503150.html

http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article1829095.ece

http://www.nrk.no/nyheter/distrikt/nrk_trondelag/1.2664576

Ég hef enga trú lengur á því sem verið er að gera..

í frostaskjóli.. algerlega óskiljanlegur árangur liðs sem hefur á að skipa ekki síðri mannskap en FH og Valur, með "besta" þjálfara sem völ er á og örugglega langbestu stuðningsmennina.

Það er eitthvað mikið að í Vesturbæ.. ömurlegur fótbolti sem er spilaður með enn ömurlegri árangri !

mbl.is KR enn án sigurs eftir 3:1 tap gegn ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn af þessum dögum...

Þessi dagur var letidagur að mestu.. náði blund eftir hádegi í 2 tíma og dreif mig svo í Kringluna að verzla föt.. já ég fór í búð að versla Undecided .. Gekk bara vel, fataði mig upp og konan fékk sinn skerf einnig.  Þá er þessari raun lokið næstu mánuðina vonandi..

Eftir þessa frægðarför þá ók ég konunni heim og fór sjálfur með bílinn á olís stöðina við skúlagötu til að þrífa kaggann, en þá kom ég að tómum kofanum.. þessi bílþvottatöð er krónískt biluð og hefur verið um talsverðan tíma.  Ég fór þá vestur í ananaust og skolaði af kagganum og þreif að innan.. en þegar ég kom að ryksugunni.. þá var hún stífluð og virkaði ekki neitt.  Skerpa sig Olís menn, það gengur ekki að vera að halda úti þjónustutstöðum sem ekki eru að virka.. eða hvað ?  

Svo smellti ég mér í sund.. Vesturbæjarlaugin auðvitað !  500 metrarnir teknir í nefið og svo hugsaði ég mér gott til glóðarinnar að smella mér í heita pottinn.. ég meina heita pottinn ekki volga pottin þar sem allir sitja eins og síld í tunnu..en nei ! bévítans potturinn var lokaður í dag..

Svo niðurstaða dagsins var einn sigur og tveir ósigrar.

þetta rifjar upp minningar að weeestan

Ég er glaður að heyra að enginn slasaðist við þessar æfingar mannsins með byssuna.. en þetta rifaði upp minningu frá mínum unglingsárum fyrir vestan.. réttara sagt 2 minningar þar sem skotvopn komu við sögu.

Sú fyrri gerðist þegar Skari var 14 - 15 ára og fór með Fagranesinu að Bæ í Ísafjarðardjúpi um verslunarmannahelgi.. það var glatt á hjalla og þetta var mín fyrsta útisamkoma.. 2 vodka sáu um fjörið og svo slöpp hljómsveit inni á ballinu sme gerði þó sitt gagn.  en þarna voru tveir vitleysingar , eldri menn.. eftir á að hyggja sennilegast um 40 ára. skeggjaðir og stórir.. minntu talsvert á fígúrur úr gömly John Wayne myndunum..  En hvað um það, þeir voru inni í tjaldi með okkur "unglingunum" og voru bara að djúsa og spjalla.. en svo slettist eitthvað upp á vinskapinn við 
einhvern í hópnum og fírinn rauk út úr tjaldinu.. og kom aftur nokkrum mínútum síðar með 
haglabyssu, pumpu all illilega og lét ófriðlega fyrir utan tjaldið.. hótaði öllu illu og skaut að lokum 
upp í loftið.  Ég varð eins og hinir drulluhræddur við vitleysinginn en þá kom bróðir hans og sló 
hann bara niður..einn gomorren og málið var dautt. Hann fjarlægði byssuna og gleðskapurinn 
hélt áfram eins og ekkert hafi ískorist.  Daginn eftir þá gekk sá sem hafði ógnað með haglanum á milli tjalda , með byssuna á bakinu og baðst afsökunnar á framferðinu.. menn fengu að skoða gripinn og skjóta smá líka :)

Enginn lögga var á staðnum, enginn slasaðist og allir voru happy bara með þessa uppákomu eftir á .

Hitt atvikið gerðist í heimahúsi á bolungarvík..  það var gleðskapur hjá þessum hjónum eða pari, ekki viss hvort þau voru gift þótt 
minningin haldi því fram.  við sátum í mestu makindum inn í stofu og kona mannsins var ein í öðrum 
sófanum.. þá kom hennar heittelskaði inn í stofu með haglann og skaut að kerlu.. gerði heljarinnar 
gat á vegginn sem var úr einhverju pappakyns rétt við höfuð hennar..  eftir skotið urðu allir agndofa en.. náðu sér fljótt þegar kauði sagði.. ups sorry þetta var óvart !!

Man ekki hvort Einar lögga nennti að velta þessu mikið fyrir sér..


mbl.is Byssumaður var mjög ölvaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hvernig voru áverkarnir ?

Svona fréttir fá mig alltaf til að brosa enda ól ég mín unglingsár vestur á bolungarvík og voru slagsmál daglegur viðburður eða helgarviðburður því sem næst um hverja helgi.. inni á ísó eða úti í vik.. eða þá í sludduvík og Hnífsdal.. bara þar sem var "skemtun" þar voru slagsmál.  Menn nefbrotnuðu, tennur fuku.. menn bitnir illa.. og þar fram eftir götunum en þetta náði aldrei í fréttirnar..

Þegar flutt var suður í sæluna þá tók Hallærisplanið við með sínum slagsmálum 2 daga í röð í hverri einustu viku.. bestu helgarnar voru 3 daga helgar því þá var meira fjör og meira stuð.. menn eins og fyrir vestan misstu tennur, nef út á kinn , gat í gegnum vör en þetta þótti ekki fréttnæmt.

Ég held að þjóðfélagið sé töluvert friðsælla og miklu öruggara en það var fyrir 20-30 árum.  einn og einn auli með hníf en það var bara þannig líka fyrir 20-30 árum.  Eru menn búnir að gleyma stríðinu á milli Selja og fellahverfis í Breiðholti.. eru menn búnir að gleyma "golanhæðum" upp úr 1970 ? Haglabyssuskot og hnífstungur.. 

Ég held að þessir menn hafi verið fluttir upp á spítala til þess eins að fá skaðaskýrslu svo þeir geti farið í mál við hinn aðilann.. andskotans aumingjar bara Devil

mbl.is Fluttir á sjúkrahús eftir slagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband