Færsluflokkur: Enski boltinn

Benni blaðrari

Ef hann ætlar að standa við þetta djöfuls þvaður sitt þá verður hann að fara að koma með leikmenn til Anfield sem standa undir þessum orðum.. enn sem komið er stefnir í enn einn eyðimerkurveturinn í herbúðum Liverpool... 

Ég er hundleiður á yfirlýsingum Rafael, ég vil fara að sjá efndir.. eða að hann snáfi sér í burtu. 


mbl.is Benítez einblínir á Englandsmeistaratitilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

er Rafael klikkaður ???

Ég er gersamlega hættur að skilja spanjólann.. það er boðið tæpar 9 milljón pund í óhæfan leikmann og hann heimtar 15 milljón pund fyrir ónytjunginn... 

Hvar eru efndirnar hans Rafa um leikmenn í löngum bunum til anfield ? Hvar er Barry ?

enn eitt vonbrigðatímabilið í uppsiglingu...

 

Áfram KR bara.. 


mbl.is Liverpool hafnaði boði Portsmouth í Crouch
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir Riise

Þar sem moggin var frekar seinn að birta þessa frétt þá vil ég benda á blogg mitt frá því fyrr í dag um þessa sölu á einum dyggasta liðsmanni Liverpool fc undanfarin ár.

http://skari60.blog.is/blog/skari60/entry/571269/


mbl.is Riise seldur til Roma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveðja til Riise

Þá er sú stund runnin upp sem svo margir íslenskir liverpool aðdáendur hafa beðið eftir í ofvæni, að Riise hverfi á braut frá Liverpool. Hann hefur verið hjá Liverpool í 6 ár og spilað 347 leiki og skorað 37 mörk og mörg þeirra gersamlega ógleymanleg fyrir aðdáendur Liverpool.. nema þá íslensku auðvitað sem hafa lengst af hatast út í rauðhausinn og eru ógleymanlegt hvernig menn skrifuðu Riise niður á liverpool krakkaspjallinu og margir þeirra sem voru í stjórn liverpoolklúbbsins á íslandi tóku þátt í þeim söng.. oftast nær án teljandi raka um hver ætti að koma í staðinn. Ég var alltaf harður stuðningsmaður Riise og er því ánægður að hann fer frá okkur við góðan orðstýr til italsks stórklúbbs sem Roma vissulega er og ætti það að verða þessum úrtölumönnum til umhugsunar afhverju Roma skuli ekki bara kaupa Riise, heldur borga fyrir hann 40 milljónir norskra króna og að auki greiða Liverpool 750.000 evrur fyrir 25ta hvern leik sem hann spilar fyrir Roma..

Ég sé eftir Riise en verð að viðurkenna að framfarir hjá honum s.l 2 ár undir stjórn Rafael Bentiez hafa ekki verið miklar, hverju svo sem um er að kenna. en ég hef sagt lengi að Liverpool sé komið í fremstu röð á englandi ef leikmenn eins og Riise eru orðnir varamenn vegna þess að annar betri er kominn í hans stöðu.. það hefur ekki gerst enn og því hef ég áhyggjur af vinstri kant og vinstra bakverði hjá Liverpool í framtíðinni því ENGINN er kominn í staðinn fyrir Riise sem stendur undir nafni. Rafael hefur ekki styrkt þessa stöðu að mínu mati og virðist ekki vera að fara gera það, heldur virðist hann ætla að treysta á leikmann sem er meira og minna meiddur í staðinn fyrir Riise sem er bókstaflega aldrei meiddur fyrir utan 3 vikur hér fyrir 2 árum.

Gangi þér vel Riise, þú stóðst fyrir þínu og vel það sem er meira en hægt er að segja um marga fastamenn undir stjórn Rafael Benitez.

Skari


mbl.is Riise í viðræðum við Roma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

YNWA

You'll never walk alone

When you walk through a storm,
Hold your head up high,
And don't be afraid of the dark.
At the end of a storm,
There's a golden sky,
And the sweet silver song of a lark.
Walk on through the wind,
Walk on through the rain,
Though your dreams be tossed and blown..
Walk on, walk on, with hope in your heart,
And you'll never walk alone....
Walk on, walk on, with hope in your heart,
And you'll never walk alone....
You'll never walk alone. 


Torres er þyngdar sinnar virði í gulli.

Ég horfði á leikinn í dag með öðru auganu því ég hafði gesti heima hjá mér á sama tíma.. andskotans ókurteisi að koma í heimsókna þegar Liverpool er að spila við Everton. Angry

Mér tókst að missa af marki Torres en ætla samt að tjá mig um þetta mark.. því þetta er 28 mark Torres í vetur og hefur hann því svo sannarlega stimplað sig inn í ensku deildina.  án Torres þá væri hagur Liverpool ekki nándan nærri því eins góður og raun er.  Því segi ég að Torres er þyngdar sinnar virði í gulli. InLove

 

 


mbl.is Torres tryggði Liverpool sigur á Everton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikurinn í dag.. og Rafa.

Þetta var eiginlega aldrei spurning hvernig þessi leikur mundi enda, Liverpool skapaði ekki stórt og Mascherano, sá oflaunaði og allt of dýri leikmaður gerði sig sekan um afspyrnu heimsku og  kostaði okkur sigurinn.. tja allavega eitt stig.  Sumir vilja kenna dómaranum um en þar er ég algerlega ósammála þótt fyrra gula spjald Mascherano hafi verið ódýrt. Hann hreinlega var að biðja um annað spjald hvað eftir annað í leiknum og að lokum gat Bennet ekki gert neitt annað en að vísa honum af leikvelli.

Rafael er kominn á leiðarenda með þetta lið og getur ekki kreist meira út úr því og ætti að segja af sér hið fyrsta.  Liverpool er ekki topplið þrátt fyrir 4 ár með Rafa.. við erum að berjast um 4 sæti ár eftir ár.. svona svipuð staða og tottenham var í fyrir 10-20 árum síðan en eru nú að þvælast um miðja deild tímabil eftir tímabil.. það gætu orðið örlög Liverpool ef við losum okkur ekki við Rafa hið fyrsta.


mbl.is Ferguson: Sýndum mikinn þroska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja Rafa

Hvaða afsökun kemur núna ? Var suð austan vindur óhagstæður í dag ?  voru leikmenn WH einum fleiri ?  eða ætlaru að fara að viðurkenna að þú ert að gera langt upp á bak í deildinni !
mbl.is Ronaldo skaut United í toppsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki lengur spurning um hvort, heldur hvenær !

Það er ekki lengur spurning um það hvort Benitez hætti með Liverpool heldur hvenær það gerist.  Liðið er svo dofið að það sér hvert mannsbarn að Rafael er ekki að sinna sínu starfi sem stjóri hjá Liverpool. fc.  Nú er mál að linni og mega eigendur félagsins grípa inn í strax og losa klúbbinn og liðsmennina við Rafael Benitez.

Adios amigo, hasta la vista baby.. umm já BLESS Benitez.


mbl.is Benítez: Tvískiptur leikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó fyrr hefði verið..

Þessar sögusagnir eru bara sögusagnir.. en það sem á undan er gengið milli Rafa og eigenda félagsins ásamt slælegum árangri í deildinni gefur þessum sögusögnum byr undir báða vængi.

Rafael er hreinlega ekki að skila því sem hann á að skila.. Liverpool í alvöru baráttu um enska meistaratitilinn !  Róteringar og stundum furðulegar liðsuppstillingar urðu honum að falli, þetta ásamt brottrekstri Paco aðstoðarþjálfarans í haust hafa bara styrkt mig í þeirri trú að Rafael er búinn að vera í Liverpool.

Ég aftur á móti vill að hann fari strax !  Ástæða þess er sú að deildin er töpuð, CL næstum örugglega líka þar sem Liverpool hefur lítið í internazionale milano að gera eins og italirnir eru að spila í dag. Svo látum karlinn róa.. látum liðið halda sjó fram á vorið og helst fá nýja manninn inn strax í jánúar. sá maður er vonandi Jurgen Klinsmann, en sögusagnir þess efnis hafa skotið upp kollinum af og til en hann er víst málkunnugur ameríkönunum sem eiga víst þennan klúbb.

Ég er sannfærður um að Jurgen fengi það út úr mannskapnum sem Rafa getur ekki, fá upp liðsandann í liðinu og fá menn til þess að hafa gaman af þessu og vinna leiki reglulega !


mbl.is Benítez rekinn í sumar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband