Kveðja til Riise

Þá er sú stund runnin upp sem svo margir íslenskir liverpool aðdáendur hafa beðið eftir í ofvæni, að Riise hverfi á braut frá Liverpool. Hann hefur verið hjá Liverpool í 6 ár og spilað 347 leiki og skorað 37 mörk og mörg þeirra gersamlega ógleymanleg fyrir aðdáendur Liverpool.. nema þá íslensku auðvitað sem hafa lengst af hatast út í rauðhausinn og eru ógleymanlegt hvernig menn skrifuðu Riise niður á liverpool krakkaspjallinu og margir þeirra sem voru í stjórn liverpoolklúbbsins á íslandi tóku þátt í þeim söng.. oftast nær án teljandi raka um hver ætti að koma í staðinn. Ég var alltaf harður stuðningsmaður Riise og er því ánægður að hann fer frá okkur við góðan orðstýr til italsks stórklúbbs sem Roma vissulega er og ætti það að verða þessum úrtölumönnum til umhugsunar afhverju Roma skuli ekki bara kaupa Riise, heldur borga fyrir hann 40 milljónir norskra króna og að auki greiða Liverpool 750.000 evrur fyrir 25ta hvern leik sem hann spilar fyrir Roma..

Ég sé eftir Riise en verð að viðurkenna að framfarir hjá honum s.l 2 ár undir stjórn Rafael Bentiez hafa ekki verið miklar, hverju svo sem um er að kenna. en ég hef sagt lengi að Liverpool sé komið í fremstu röð á englandi ef leikmenn eins og Riise eru orðnir varamenn vegna þess að annar betri er kominn í hans stöðu.. það hefur ekki gerst enn og því hef ég áhyggjur af vinstri kant og vinstra bakverði hjá Liverpool í framtíðinni því ENGINN er kominn í staðinn fyrir Riise sem stendur undir nafni. Rafael hefur ekki styrkt þessa stöðu að mínu mati og virðist ekki vera að fara gera það, heldur virðist hann ætla að treysta á leikmann sem er meira og minna meiddur í staðinn fyrir Riise sem er bókstaflega aldrei meiddur fyrir utan 3 vikur hér fyrir 2 árum.

Gangi þér vel Riise, þú stóðst fyrir þínu og vel það sem er meira en hægt er að segja um marga fastamenn undir stjórn Rafael Benitez.

Skari


mbl.is Riise í viðræðum við Roma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Riise er búinn að vera fínn en það er það versta sem getur komið fyrir góðan knattspyrnumann sem hefur alið manni í Englandi er að fara til Ítalíu. Þar eru þeir undantekningalaust eyðilagðir.

Víðir Benediktsson, 18.6.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband