Leikurinn í dag.. og Rafa.

Þetta var eiginlega aldrei spurning hvernig þessi leikur mundi enda, Liverpool skapaði ekki stórt og Mascherano, sá oflaunaði og allt of dýri leikmaður gerði sig sekan um afspyrnu heimsku og  kostaði okkur sigurinn.. tja allavega eitt stig.  Sumir vilja kenna dómaranum um en þar er ég algerlega ósammála þótt fyrra gula spjald Mascherano hafi verið ódýrt. Hann hreinlega var að biðja um annað spjald hvað eftir annað í leiknum og að lokum gat Bennet ekki gert neitt annað en að vísa honum af leikvelli.

Rafael er kominn á leiðarenda með þetta lið og getur ekki kreist meira út úr því og ætti að segja af sér hið fyrsta.  Liverpool er ekki topplið þrátt fyrir 4 ár með Rafa.. við erum að berjast um 4 sæti ár eftir ár.. svona svipuð staða og tottenham var í fyrir 10-20 árum síðan en eru nú að þvælast um miðja deild tímabil eftir tímabil.. það gætu orðið örlög Liverpool ef við losum okkur ekki við Rafa hið fyrsta.


mbl.is Ferguson: Sýndum mikinn þroska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr Heyr ... 100% sammála

bóbo (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 18:18

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Já, ja...  ég er svosem alsæl með úrslit beggja leikja í dag. Mínir menn styrktu sína stöðu á toppnum. Mascherano var kjáni og það bitnaði á félögum hans.

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.3.2008 kl. 18:34

3 identicon

Algjörlega ósammála. Ferguson vann ekki neitt fyrstu ár sín með undited. Svo með mascharano hann er einn af okkar bestu leikmönnum, eina sem hann spurði Bennett að var fyrir hvað Torres hefði fengið spjald ef það er gult spjald fyrir í hvert skipti fyrir að tala við dómara þá væri þá nú ansi mörg spjöld í hverjum leik, þannig að Liverpool fengu tvö spjöld á sömu mínútu en sá brotlegi hann slapp. Svo er ferguson á sama tíma að tala um að það eigi að vernda leikmenn þetta er nú bara hlægilegt 2-3 seinna í leiknum er torres sparkaður niður og annað skipti dæmdi hann ekkert og í það seinna innkast sem manjú fékk.

Það sést best árangur manjú í evrópukeppni undanfarin ár þar eru ekki enskir dómarar að störfum sem eru drulluhræddir við ferguson þar getur manjú ekkert.

 Hvað með Kuyt og aurelio? þeir eru nú ekki upp á marga fiska

 páskamálshættur dagsins: Þolinmæð er dyggð

Baldur (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 18:37

4 identicon

stundum er betra að þegja og láta menn halda að þú sért heimskur en að tjá sig og taka allan vafa af.

fáviti. 

Elli (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 18:43

5 identicon

úff Baldur þú hefur greinilega ekki verið að horfa mikið á leikinn... Mascherano var búinn að kvarta allan leikin yfir öllu sem hann lenti í og það á ekkert að líðast að sami leikmaðurinn getir kvartað endalaust í dómaranum.

Ingi (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 19:53

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þetta rauða spjald á Mascherano var hárrétt hvað sem hver segir.

Magnús Paul Korntop, 23.3.2008 kl. 20:47

7 identicon

Ég kom sérstaklega á síðuna þína til að sjá blogg frá þér um Liverpool...

 ... og ég vissi að það kæmi í dag.

 Afhverju?

Jú, þú bloggar bara um Liverpool þegar þeir tapa.

"Skari, þú jákvæði maður." 

ÓskarEi (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 21:15

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Uff nafni.. ég blogga þegar mér sýnist svo. í dag voru væntingarnar miklar.. vonirnar og væntingarnar hrundu fljótlega í leiknum.. SG sást ekki allan leikinn, Mascerano hagaði sér eins og fífl.. Reina var úti á þekju.. auðvitað blogga ég.  Ég sé enga ástæðu til þess að blogga eftir hvern leik Liverpool enda tel ég sjálfsagt að þeir vinni 3 af hverjum 4 leikjum..  ég er neikvæður gagnvart Liverpool á meðan ekkert jákvætt er sjáanlegt á þeim slóðum og að sjálfsögðu blogga ég um það.. btw lastu ekki liverpoolspjallið í dag ?  Krakkarnir þar virðast vera í meginatriðum á sama máli og ég.

Merkilegt samt að þú skulir hafa orð á því að ég sé að blogga um þennan leik.. þetta er bara stærsti leikur liverpool á leiktíðinni fyrir utan heimaleikinn gegn MU.. og við drulluðum upp á bak. 

Óskar Þorkelsson, 23.3.2008 kl. 21:24

9 identicon

Byko þú segir kvarta allan leikinn í fyrsta lagi þá lék hann bara í 40 mín í öðru lagi þá er munur að kvarta eða spyrja spurningu.  Góðir dómari hefði talað við hann en þú sást aldrei Benett tala við menn í leiknum hann lét bara spjöldin tala. Útafhverju heldur þú að þessi dómari sé ekki að dæma í meistaradeild Evrópu? Þessi sami dómari dæmdi úrslitaleik í bikarnum í fyrra milli chelsea-man utd og þar yfirsást hann mark þegar boltinn fór greinilega yfir líununa. Alveg sama hvað dómarar standa sig illa í englandi það er nánast ekkert gert í því

Baldur (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 23:17

10 identicon

Já þetta er hið fínasta blogg og margt rétt sem í því stendur en eins og fram hefur komid vann Ferguson ekki mikið með Man fyrstu árin nánar tiltekid vann hann sinn fyrsta titill á englandi 1989-90 og svo deildina fyrst 92-93 búinn ad vera vid stjórn sídan 1986. Ferguson er frábær framkvæmdarstjóri en er hann betri en Rafa ég held ekki endilega. Rafa er búinn ad vera 4 ár hjá lidinu og búinn ad vinna tittla ekki bara einn og þó að vid séum ad berjast um 4 sætid á þessu tímabili þá eins og hin tímabilinn er Rafa búinn ad ná frábærum árangri í evrópu og fyrir komu hans var alls ekki sjálfsagt mál að liverpool kæmist upp úr riðlakeppninni þar. Það er kominn tími á að einhver fái að sitja sem framkvæmdarstjóri liverpool nógu lengi til ad sætid lagi sig að rassinum á honum :).

Leikurinn:

Man utd er med fleiri leikmenn sem hafa reynslu af svona leikjum en við (Giggs,Scholes,Van der sar og Ferdinand) Liverpool (Charrager, Gerrard). Það var í rauninni reynslan sem fór med okkur í þessum leik. Reina var óstyrkur og smitaði það út frá sér. En hann batnaí þegar líða tók á leik en þá var það því miður of seint.

Mascherano hegðaði sér ekki neitt sérstaklega vel en hann sagdi reyndar ósköp lítið og taladi í raun bara 4 sinnum við dómarann, en hann átti ad geta sagt sér þetta sjálfur miðað við hvernig dómarinn var ad gefa Torres spjald fyrir að vera að kvarta. Bennet var greinilega búinn ad fá nóg af Marcherano enda blótaði hann dómaranum ansi illilega einu sinni og var með bendingar og fleira. Bennet var einfaldlega að bíða eftir að hann kæmi og atburðir síðustu viku kynda þar eflaust undir.

Hægri Kantur Liverpool :

Já Pennant hefur verið algjör vonbrigði á timabilinu og það að Kuyt sé notaður á hægti kanti undirstrikar það. Það breytir engu hve duglegur þú ert ef þú ert hæfileikalaus verður aldrey neit úr þér. Kantari verður að geta tekið menn á og gefið fyrigjafir hann getur hvorugt. Þarna bráðvantar annan leikmann!!

En það er Bjart framundan finnst mér og enginn ástæða til að örvænta því eins og við vitum best þá er logn á undan storminum og öfugt.

Ingvar Ómarsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 14:48

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Tveir af reynslumestu leikmönnum Liverpool í viðureignum okkar við MU sátu á bekknum.. Riise og Hyypía.  Þeir sem voru inná í þeirra stað, Skrtel og Aurelío voru alls ekki að standa sig.. svo að fela sig bak við reynsluleysi er léleg afsökun. Rafa ákvað að stilla upp reynslulitlu liði.

Rafa er búinn á því með þetta lið og er mér slétt sama hvort hann vinnur CL í vor eða ekki.

Óskar Þorkelsson, 24.3.2008 kl. 14:58

12 identicon

Aurelio ekki að standa sig?

Hann var einn skásti leikmaður Liverpool. Ég veit ekki hvort þú tókst eftir því en Ronaldo sást varla og markið hans kom eftir roluskap Alonso. 

Er þér slétt sama hvort hann vinni CL í vor af því hann er kominnn á endastöð? Já hann hlýtur að vera algjörlega óhæfur í starfið og alveg cluless ef hann vinnur stærstu fótboltakeppni félagsliða?

Elli (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 15:13

13 identicon

já Aurelio var besti leikmaður liðsins og Martin var alls ekki sá slakasti. Rise er búinn ad vera ónothæfur á timabilinu og hefur meirasegja skrifað um það sjálfur hvad erfitt hann hefur átt í ár og Hyypia er ja varla skugginn af sjálfum sér lengur. En ég held að ég hafi nú ekki verið ad fela mig neitt benti bara á að United hefur Góða blöndu af reyndum og óreyndum leikmönnum og að Fergusson sé búinn að hafa tima til að byggja upp sitt lið og hann uppsker lika sem ég efast ekki um að vid gerum á næstu 2 árum undor stjórn Rafa en ef við skiptum einusinni en þá lendum við á byrjunareit aftur

Ingvar (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 15:41

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hér er fín samantekt á því hvernig Mascherano var kominn á síðasta snúning.. þetta er í raun eins og ég upplifði mascerano í þessum leik.

http://www.telegraph.co.uk/sport/main.jhtml?xml=/sport/2008/03/24/ufnferg224.xml

Ingvar, í nútíma fótbolta þarf ekki meira en 3 ár til þess að gera lið eins og Liverpool að toppliði, Rafa hefur gert margt gott en kemst hreinlega ekki lengra með liðið í deildinni og þar skiptir máli að standa sig en ekki í CL.

Óskar Þorkelsson, 24.3.2008 kl. 17:27

15 identicon

Já ég er búinn að sjá þetta enda var ég ekkert að verja Mascherano sagði

 ,,Bennet var greinilega búinn ad fá nóg af Marcherano enda blótaði hann dómaranum ansi illilega einu sinni og var með bendingar og fleira.

En ég er allveg sámmala því að þetta á ekki að taka svona langan tíma í nútíma fótbolta. En fjármagn hefur ekki verið sterkasta hlið Liverpool og staðreyndinn er sú að áður en að kanarnir keyptu félagið var lítið um fjármagn. Gerard Houilier var búinn að eyða mikklu í leikmenn sem skiluðu í raun engu t.d El hadji Diouf kostadiu Liverpool 11 mp. Rafa tekur vid lidinnu af Hoilier og nær að gera liðið af Evrópumeisturum sem verður að teljast gott því það var mikið af leikmönnum í liðinu sem aldrey stóðu undir væntingum t.d (cisse, Barros og fl). Benites fær í rauninni aldrey það fjarmagn sem til thurfti fyrr en núna af mínum mati.  Til að nefna dæmi var  Dirk kuyt t.d keyptur fyrir Persónulegt frjármagn Rick Parry. Ég verð að segja að ég bíð einnig spenntur eftir að við fáum menn eins og leto, Insue og hobbs upp úr varaliðinu sem stefnir á að vera meistari 3 árið í röð. Það finnst mér líka vera eitt af því sem Rafa hefur gert vel Keypt unga leikmenn sem vonandi blómstra hjá aðaliðinu þegar að þeim kemur. Það er einmit lykillinn af velgengi Ferguson Peningarnir sem hann lagdi í unglingastarfið. Wenger og Ferguson eru þeir sem hafa gert það enda hafa þeir uppskorið mikið síðustu ár. En ég get allveg sagt það að ef Rafa nær ekki betri árangri á næsta tímabili gæti ég allveg trúað að hann þurfi að taka pokann en ég er á því að hann eigi líka það tímabil inni.

Ingvar (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband