Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Til hamingju ég
29.8.2008 | 17:29
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Margt athugavert hjá Liverpool
27.8.2008 | 22:13
"Eftir þessa frammistöðu Liverpool hef ég sett Rafael Benitez sem favourite til að verða sá fyrsti til að vera rekinn á Englandi í vetur. Maður hefði skilið þessa taktík á San Siro gegn AC Milan en á heimavelli gegn Standard Liege, sem spiluðu 100% leik eins og sett var fyrir þá, fannst mér þetta vera til skammar. Þessi leikur sýnir svo gjörsamlega afhverju Liverpool verður ekki enskur meistari á meðan Rafael Benitez er við stjórnvölinn. Lið án kantmanns er dautt lið".
og hana nú !!
Það sem er jákvætt er að liðið hefur verið að taka stig í leikjum sem það á ekki neitt í.. og ef við aulumst til að vinna 4 af 5 fyrstu leikjum deildarinnar þá er von í vor..
Kuyt bjargaði Liverpool á örlagastundu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Leikurinn mikli..
24.8.2008 | 07:36
Ég er kominn á fætur fyrir þó nokkru síðan.. búinn að hita kaffi og er orðinn spenntari en ég er vanur fyrir kappleiki.. spenntari en þegar ég fór á Anfield fyrst.. spenntari en þegar ég sá Liverpool Arsenal 1987 á Highbury..
Ég er svo viss um að þetta fari vel, því ég hef haft sömu tilfinningu fyrir þennan leik og leikinn gegn spáni.. tómleikatilfinning.. en núna rétt fyrir leik er ég með magakrampa af spenningi.
Áfram ísland.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Cash.. priceless
20.8.2008 | 23:51
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Innilega til hamingju
19.8.2008 | 16:57
Ég óska þessum ungu hjónum innilega til hamingju. vinningurinn kom svo sannarlega á réttan stað að þessu sinni ef hægt er að velja úr ;)
Annars vil ég benda mogga blaðamanninum á það að Thailand er skrifað Taíland á íslensku en ekki tæland.. Það virðist vera erfitt fyrir moggafólk að læra þessa einföldu stafsetningu.
Milljónamæringar í Fellunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vandinn liggur í danaveldi
18.8.2008 | 22:26
Ég hef unnið með skandinövum í tæp 10 ár í noregi og svíþjóð. Þegar ég var hjá Hewlett Packard í Ljusdal í Svíþjóð þá voru þarna 50 danir, 50 norðmenn, 50 finnar og um 150 svíar. Þegar við ræddum saman á fundum þá var það undantekningalaust danir og finnar sem ekki skildu skandinavana norðmenn og svía. Danir tala strax ensku og reyndu ekki einu sinni að tala "skandinavisku" en það var tekið fyrir það hjá okkur að tala ensku við baunanna, finnarnir fengu að tala ensku af skiljanlegum ástæðum.
Norðmenn og svíar skilja hvorir aðra án teljandi erfiðleika.
Skandínavísk ungmenni skilja ekki hvert annað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ekki vil ég gera lítið úr Phelps enda er hann frábær EN..
18.8.2008 | 00:58
.. skv þessum myndum og þessari frétt frá www.dagbladet.no var Phelps alls ekkert fyrstur heldur serbinn Cavic.
En svona er þetta alltaf.. réttlætið sigrar ekki að lokum :) Olympiuandinn svífur yfir dómurum mótsins.. sb fjölbragðaglímu.
http://www.dagbladet.no/sport/2008/08/17/543845.html
Phelps tókst það | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gíslum sleppt
17.8.2008 | 15:16
Israelstjórn undir stjórn Ehuds Olmerts forsætisráðherra hefur ákveðið að sleppa 200 gíslum úr fangelsum sínum.. eftir eru um 12000 palestínumenn sem enn hafa ekki komið fyrir dómara og munu eflaust aldrei gera það. flestum var þeim smalað saman í hernaðaraðgerðum israela í trássi við alþjóðalög og samþykktir.
Ingibjörg Sólrún hæstvirtur utanríkisráðherra.. afhverju erum við enn í stjórnmálasambandi við þessa þjóð ?
200 föngum sleppt í Ísrael | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (57)
Svona frétt hef ég aldrei séð um ísrael á íslandi..
16.8.2008 | 22:56
hér fyrir neðan eru nokkrir linkar sem ég fékk að láni hjá www.dagbladet.no þegar ég las þessa ömurlegu frétt af hátterni ísraelskra landtökumanna og hermanna sem eiga að vera að verja þennan lýð í nafni ísraels, takið eftir þetta gerist á herteknum svæðum af landtökumönnum ísraela.
http://www.dagbladet.no/nyheter/2008/08/16/543807.html
hér er smá úttak á ensku :
http://news.bbc.co.uk/2/hi/middle_east/7563313.stm
hér er frásögn á videoi það er augljóst að börnin er heilaþvegin í þessu guðsvolaða landi. Ekki bara hamas börnin eins og stuðningsmenn israela hér á landi vilja vera láta.
http://www.guardian.co.uk/world/2008/jul/30/israelandthepalestinians?gusrc=rss&feed=networkfront
hér er annað myndband:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/7451668.stm
9 af hverjum tíu ákærum á hendur landtökumönnum (sem íslenskir blaðamenn velja að nefna LANDNEMA) eru felld niður og oftar en ekki eru þau ekki einu sinni rannsökuð.
http://www.yesh-din.org/sys/images/File/ICAPDS3Eng[1].pdf
Flokkast þetta undir gyðingahatur hjá mér ?
Bloggar | Breytt 17.8.2008 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
auðvitað nota þeir klasasprengjur
15.8.2008 | 10:56
Rússar gera bara það sem Israelar og Bandaríkjamenn hafa gert um árabil.. israelar nota klasasprengjur á sínum herteknu svæðum blygðunarlaust og bandaríkin gerðu slíkt hið sama í iraq.
Ekki hef ég orðið var við háværar raddir í íslenskum fjölmiðlum um notkun israela á þessum vopnum.. afhverju ?
Rússar nota klasasprengjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)