Gíslum sleppt

Israelstjórn undir stjórn Ehuds Olmerts forsætisráðherra hefur ákveðið að sleppa 200 gíslum úr fangelsum sínum.. eftir eru um 12000 palestínumenn sem enn hafa ekki komið fyrir dómara og munu eflaust aldrei gera það.  flestum var þeim smalað saman í hernaðaraðgerðum israela í trássi við alþjóðalög og samþykktir.  

Ingibjörg Sólrún hæstvirtur utanríkisráðherra.. afhverju erum við enn í stjórnmálasambandi við þessa þjóð ? 


mbl.is 200 föngum sleppt í Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Einar lastu ekki það sem ég skrifaði ?

flestum var þeim smalað saman í hernaðaraðgerðum israela í trássi við alþjóðalög og samþykktir.  

Þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala núna Einar enda lestu íslenska fjölmiðla sem stóra sannleik þegar kemur að ísrael.  Flestir palestínumenn í fangelsi í Israel eru saklausir.. teknir til þess að terrorisera fjölskyldur þeirra.. stundum eiga þei ættingja í Hamas og þá er það næg ástæða til þess að taka þá og halda þeim án dóms og laga árum saman.. oft börn niður í 13-14 ára aldur.

Óskar Þorkelsson, 17.8.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Einar hefur kynnt sér málin að eigin sögn. Getur hann þá upplýst okkur um það hvað Ísraelsher er að gera á Vesturbakkanum, t.d. í Hebron. Getur hann útskýtr búsetu 500,000 Ísraela á Vesturbakkanum - í ólöglegum byggðum sem eru reistar á herteknu landi. Bara með einföldu svari.

Sleppum þessu með fangana, Einar er greinilega með dómararéttindi í þessu máli og hefur dæmt þá flesta sem glæðamenn. Við skulum bara vona að hans dómar séu vandaðir og yfirvegaðir eins og góðir dómar eiga að vera. Hann er duglegri en Ísraelar, þeir eru ekki enn farnir að dæma í málum þessara manna. Þeir eru bara geymdir glæpamenn.

Einar - svara nú.

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.8.2008 kl. 16:19

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þeir sem eru glæpamenn hafa verið dæmdir sem slíkir og þeir eru svo sannarlega ekki inni þessari tölu sem amnesty international gefur út mánaðarlega frekar en vikulega.. og verður að sjálfsögðu ekki sleppt út.

Þessir vesalingar sem israelar eru að sleppa eru pottþétt saklausir af glæpum.  

Menn eru að miskilja mikið fréttaflutningin enda er hann afskaplega slakur hér á landi.. 12000 palestínumenn í haldi án dóms og laga.. (give or take 500)  Megnið af þeim smalað saman í herferðum ísraela inn í ANNAÐ land.. 

Hippókrates, um leið og þú ferð að setja út á stafsetningu annara skrifara.. þá gengisfelliru sjálfan þig mjög mikið.. enn meira en að þú skulir skrifa undir huldunafni ;) 

Óskar Þorkelsson, 17.8.2008 kl. 17:10

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hippókrates mig langar að svara þessu hérna hjá þér:

Heldur þú Hjálmtýr að þessum mönnum sé haldið til tómstundargamans? 

Nei Hippó.. svo sannarlega er þessum mönnum ekki haldið í fangelsi sem tómstundargaman, þeir eru gíslar og ekkert annað. Menn hafa horfið hundruðum saman sporlaust eftir að ísraelska lýðræðiselskandi löggan hirti þá eða þá lýðræðisher ísraela í einum af sínum ólöglegu aðgerðum á erlendri grundu hirti þá til seinni nota.

Svo ertu hissa á því að palestínumenn skuli ekki vera fráhverfir hryðjuverkum ?  Þeir kunna ekkert annað eftir kennslustundir stærsta hryðjuverkaríkis í heimi undanfarin 30 ár eða svo.. fram að þeim tíma 1978 var ísrael fórnarlamb og átti samúð.. núna á ísrael bara samúð hjá harðbrjósta ferköntuðum hægri pinnum. 

Óskar Þorkelsson, 17.8.2008 kl. 17:14

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég skal vanda stafsetninguna svo að það standi ekki í veginum. Minna má það ekki vera þegar það verður svona stórt atriði. En mínar spurningar standa áfram þótt Einari þyki þær leiðinlegar. Ég skal meira að segja skera þetta niður í eins spurningu: Getur hann (Einar) útskýrt búsetu 500,000 Ísraela á Vesturbakkanum - í ólöglegum byggðum sem eru reistar á herteknu landi?

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.8.2008 kl. 17:22

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég veit ekki hversu sterkur þú ert í norskunni híppókrates.

http://www.dagbladet.no/magasinet/2007/10/11/514420.html

Þetta væri holl lesning fyrir þig og Einar.   

Hef margar fleiri á lager ef þið nennið að lesa þær.  

Óskar Þorkelsson, 17.8.2008 kl. 17:31

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hér er greinin í heild.

JEG HAR VOKST opp med å tro at det var galt å kritisere Israel. Jeg vet ikke riktig hvorfor det har vært slik. Kanskje er det fordi jeg har vokst opp i skyggen av jødeutryddelsene, kanskje er det fordi jeg er kristen, eller kanskje fordi jeg i mange år har hatt israelske venner og kolleger. Jeg er altså en klassisk Israel-venn, som Israels ambassadør til Norge, Miryam Shomrat, trygt har kunnet regne med støtte fra.



For Shomrat har krevd støtte, og ved flere anledninger har hun kritisert Norge for å aldri bli Israel-vennlig nok. Sist gang var det den norske ambassaden i Tel Aviv som formidlet to rapporter fra israelske menneskerettighetsgrupper, som hevder at Israel torturerer palestinske fanger. Shomrat mente at ambassadens håndtering av rapportene skadet forholdet mellom Norge og Israel. For å rette opp Israels ufortjent dårlige rykte, lanserte israelsk UD blant annet en video med bikinidamer, hvor målgruppen er amerikanske menn mellom 18 og 35 år.



Jeg faller ikke inn under målgruppen, men jeg har likevel vært i Israel tidligere i år. På oppfordring av en venn, kollega og israelsk krigsveteran, har jeg lyst til å fortelle historien om mitt møte med landet.



I FEBRUAR AKSEPTERTE jeg en invitasjon om å holde et seminar fra Universitetet i Birzeit på Vestbredden, nord for Ramallah. Temaet skulle være ressurskrisen i Øst-Middelhavet og mulige løsninger, herunder mulighetene for et Palestinsk-Israelsk samarbeidsprogram. Fordi jeg ikke hadde vært i Midtøsten før, og fordi jeg var usikker på hvordan det ville være å krysse grensen fra Israel til de okkuperte områdene i Palestina, ringte jeg den israelske ambassaden i Oslo og ba om råd.



VILLE JEG BEHØVE en spesiell tillatelse?



Jeg snakket med en hyggelig norsk kvinne, som fortalte meg at det ikke var noen problemer forbundet med å reise til Vestbredden, et norsk pass var alt jeg trengte. Jeg ble satt over til en engelsktalende representant for ambassaden som forklarte det på denne måten: «Med norsk pass behøver du ingen spesiell tillatelse for å reise til Israel, og siden Palestina ikke er noe land, kan du reise også dit.» Jeg bestilte derfor flybilletter og begynte å forberede foredraget mitt, men så dukket det plutselig opp en e-post fra den israelske ambassaden (jeg har klippet og limt den inn direkte, nøyaktig slik jeg fikk den):



«DEAR DR. GULBRANDSEN, We red your letter about visiting Israel and your requests, But unfortunately we can not help you. Tourist with foreign passport can not enter the West Bank from Israel! Regards, Consular Section.»



Jeg ble fortvilet og ringte tilbake til ambassaden og spurte hva dette skulle bety. En israelsk kvinne svarte meg at «det har kommet en ny lov som forbyr alle utlendinger å reise inn til Vestbredden fra Israel». Jeg foreslo at jeg i stedet kunne fly til Jordan og så ta buss til Palestina, men kvinnen svarte at lovforbudet hadde blitt utvidet til også å gjelde innreise fra Jordan.



JEG RINGTE Birzeit Universitetet og fortalte de dårlige nyhetene, men de skjønte ingenting, fordi de kunne fortelle at utlendinger reiste fram og tilbake mellom Jerusalem og Birzeit hver eneste dag. Jeg videresendte e-posten jeg hadde fått fra den israelske ambassaden til UDs Midtøsten-seksjon, ambassaden vår i Tel Aviv og det norske representantkontoret i Al Ram og fikk samme svar: Historien som serveres fra den israelske ambassaden i Oslo er rett og slett ikke sann.



Nordmenn reiser fram og tilbake til de palestinske områdene hver eneste dag, uten problemer, og heller ikke hadde de fått beskjed om noen ny israelsk lov. En representant for den norske ambassaden i Tel Aviv ringte meg og kommenterte at e-posten fra den Israelske ambassaden i Oslo var «høyst besynderlig» og lovet å følge opp saken. Norsk UDs Midtøsten-seksjon kommenterte det slik: «Den informasjonen du ble møtt med på ambassaden i Oslo kan være illustrerende på at du ikke kan forvente noen godvilje fra israelske myndigheter eller IDF overfor ditt oppdrag.»



JEG RINGTE så tilbake til den israelske ambassaden i Oslo og konfronterte dem med disse uttalelsene, samtidig som jeg ba om referansene til den nye loven som de sa hadde trådd i kraft. Denne kunne de ikke gi meg, fortalte de, fordi loven så langt bare eksisterte i muntlig form, og bare var formidlet til dem pr. telefon fra Israel. Jeg avbestilte flybillettene mine og ga beskjed til Birzeit Universitetet om at jeg dessverre ikke kunne komme.



Omtrent en måned senere ble jeg oppringt av den israelske ambassaden i Oslo. Så vidt jeg husker var beskjeden slik: «There has been some kind of misunderstanding. You can now enter the West Bank from Israel.» Hva misforståelsen besto i, fikk jeg ingen forklaring på. Jeg vet bare at den norske ambassaden i Tel Aviv hadde lovet å følge saken opp.



Jeg informerer så Birzeit Universitetet om at jeg kan komme likevel, de utlyser seminaret, jeg bestiller nye flybilletter og reiser, bevæpnet med et invitasjonsbrev fra universitetet og et brev fra den norske ambassaden i Tel Aviv. Seminaret holdes som planlagt, og jeg reiser hjem til Norge ei uke senere.



OM DEN NORSKE ambassaden i Tel Aviv hadde karakterisert beskjedene fra den israelske ambassaden i Oslo som besynderlige, så ble ikke selve reisen noe mindre besynderlig. Her er et lite utdrag, etter hukommelsen, av samtalen jeg hadde med den israelske immigrasjonsoffiseren (IO) da jeg ankom Tel Aviv:



IO: What is the purpose of your visit to Israel?



Jeg: To give a seminar at the University of Birzeit.



IO: Where is the University of Birzeit?



Jeg: In Birzeit.



IO: Where is Birzeit, is it in Israel?



Jeg: It is in Palestine.



IO: What is Palestine?



DET HET SELVFØLGELIG ikke Palestine, fikk jeg senere vite, men ze occupied territories. Men jeg var foreløpig optimist; som god kristen ville jeg selvfølgelig også benytte anledningen til å besøke ze holy places; Jerusalem, Betlehem og Jeriko. Men det var ikke så enkelt, i alle fall ikke så lenge jeg kom kjørende i en gul Palestina-registrert drosje fra Ramallah, full av palestinere. Jeg møtte truende israelske soldater som pekte på meg med automatvåpen hver gang jeg skulle forflytte meg, jeg ble kryssforhørt i den reneste Gestapo-stil mens de halte ut drosjesjåføren min og dyttet ham rundt bilen mens de brølte til ham, så langt jeg kunne forstå, på grunn av ei tom bruskasse som sto bak førersetet.



En svett drosjesjåfør kommenterte da det hele var over at we were lucky today. Jeg møtte brautende israelske nybyggere med M-16 automatrifler på handletur, og jeg møtte palestinere, som dukknakket fant seg i behandlingen. Og hva mer var, de kunne alle fortelle at de kjente noen som hadde blitt skutt av israelske soldater; barn, gamle, kvinner, skoleelever og studenter, ingen ble spart, og ingen ble holdt ansvarlig. De la til at palestinere også ble arrestert og havnet i israelske fengsler, og nå rapporterer altså israelske menneskerettighetsorganisasjoner at slike fanger kan ha blitt torturert.



HVA SKAL VI tro om dette?



Strengt tatt, så vet jeg ikke om disse rapportene er sanne, for jeg har jo selv ikke vært vitne til at palestinere har blitt torturert. Men for å være ærlig så synes jeg det er lettere å tro at de kan være sanne nå, etter å ha møtt israelere på hjemmebane. Og motsatt, det føles vanskeligere å svelge Miryam Shomrats forklaringer nå, etter selv å ha vært der, om at årsaken til nordmenns uvilje mot Israel er at vi er historieløse, og at vi så lett misforstår hendelser som skjer utenfor våre egne landegrenser.



Miryam Shomrats og Israels problem er at de oppfører seg dårlig. I alle fall vet jeg med sikkerhet at den israelske ambassaden i Oslo lyver uten å blunke, bare for å hindre en skarve marinbiologi å holde et foredrag om ressurssituasjonen i Øst-Middelhavet. Resten blir selvfølgelig bare spekulasjoner, men det blir tross alt ikke så fjernt å tenke seg at dersom en synes det er greit å lyve om noe så trivielt, da kan en også lyve om langt alvorligere ting, slik som brudd på menneskerettighetene.



ER JEG FREMDELES Israel-venn? Jeg vet sannelig ikke lenger, men jeg kan kanskje la meg overtale. I så fall vil det være israelske menneskerettighetsorganisasjoner som vil være tungen på vektskåla, og ikke bikinidamer fra stranda i Tel Aviv.

 

Óskar Þorkelsson, 17.8.2008 kl. 17:32

8 identicon

Óskar, þú átt hrós skilið fyrir að vera einn af fáum moggabloggurum sem eru ekki heilaþvegnir af vestrænum fjölmiðlum varðandi málefni Mið-Austurlanda. Ég væri til í að lesa þessa grein en ég skil því miður ekki norskuna. Ég er samt búin að skoða aðra tengla á síðunni svo að ég vil bara hvetja þig í að halda áfram að reyna að koma vitinu fyrir fólk eins og Hippókrates og Einar sem vita augljóslega ekkert um hvað þeir eru að tala.

Einar og Hippókrates, skrif ykkar eru móðgun við minningu allra sem hafa fallið í átökum á þessu landsvæði. Áður en þið tjáið ykkur um þessi málefni ættuð þið að kynna ykkur um hvað málið snýst og ekki fylgja fjölmiðlum í blindni. Ef að þið mynduð gera það þá mynduð þið komast að því að aðgerðir Ísraela eru oftar en ekki ólöglegar og fordæmdar af alþjóðasamfélaginu og öðru vitibornu fólki sem lætur ekki heilaþvo sig af fjölmiðlum.

Linda Ósk Árnadóttir (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 19:01

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Takk fyrir innlitið og hrósið Linda Ósk 

Óskar Þorkelsson, 17.8.2008 kl. 19:07

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ertu að vitna í biblíublogg Einar ? er það heimildin þín ?

Óskar Þorkelsson, 17.8.2008 kl. 19:22

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

efast ekki um að lesningin er fróðleg.. en um leið og búið er að lesa svona blogg sem er litað af biblíulestri þá missir hún marks sem bara.. blogg.  ég vil sjá hardcore dæmi ekki skoðanir eins manns. 

Óskar Þorkelsson, 17.8.2008 kl. 19:28

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta dæmi kom bara upp í hendurnar á mér með því að leita í archivinu hjá dagbladet.no , þar er oftast nær hægt að finna sömu dæmin á ensku líka en sá ekki ástæðu til þess núna.  en gerði það í blogginu á undan þessu.

Maður á alltaf að skoða báðar hliðar á öllum málum, sérstaklega þeim sem eru svo fjarlæg sem málefni ísraela og palestínumanna í raun er. 

Óskar Þorkelsson, 17.8.2008 kl. 19:39

13 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það var þá aldeilis heimildin sem Einar benti á. Heimildamaðurinn skrifar: „Nafnið Palestínumenn var og er notað til að blekkja þjóðirnar og gefa í skyn að þeir hafi einhvern rétt á landsvæðinu Palestína.“ Hér er á ferðinni rasisti sem lýsir því yfir að fólkið sem hefur búið í landinu í aldir hafi engan rétt í eigin landi. Þetta jafngildir því að segja að gyðingar eigi þar engan rétt heldur. Rugludallurinn sem er heimildamaður Einars sniðgengur þá staðreynd að gyðingar áttu aðeins 3% landsins með löglegu eignarhaldi í upphafi 20. aldar. Þeir eru í slæmum málum sem halda svona vitleysu fram og þeir sem taka þetta trúanlegt eru fremur fátækir í fræðunum.

Einar - reddaðu einu stuttu svari við spurningunni minni. Ekki vitna í Ólaf Jóhannesson, hann er Síonisti og allt sem hann skrifar og segir litast af því.

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.8.2008 kl. 20:57

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Fólkið sem styður Ísraelsríki gerir það oft á trúarlegum forsendum. Svona skrifar Rósa Aðalsteinsdóttir: „Í forsögunni kemur skýrt fram loforð Guðs við Abraham um landið sem Guð gaf Abraham og niðjum hans. Ég trúi því að strax í upphafi hafi Guð almáttugur ákveðið að Ísrael ætti að verða hans útvalda þjóð“

Ofaná þetta bætist svo rasisk afstaða til araba: „Arabar hika ekki að drepa aðra Araba. Arabar grafa undan sjálfum sér með sjálfsmorðsárásirnar.

Eru Öfga Arabar að berjast gegn sinni betri vitund en þeir geta ekki annað því þeir eru knúðir áfram af andaverum vonskunnar?“

Ástandið á svæðinu batnar seint ef menn ýmist beita fyrir sig landafsali frá guði eða berjast í nafni öfgatúlkunar á íslam.

Einar - það er beðið eftir svarinu: Getur þú útskýrt búsetu 500,000 Ísraela á Vesturbakkanum - í ólöglegum byggðum sem eru reistar á herteknu landi.

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.8.2008 kl. 21:40

15 Smámynd: Halla Rut

Þú skrifar: "Ingibjörg Sólrún hæstvirtur utanríkisráðherra.. afhverju erum við enn í stjórnmálasambandi við þessa þjóð ? "

Þetta er nákvæmlega það sem ég vil fá svör við.

Halla Rut , 17.8.2008 kl. 22:41

16 Smámynd: Halla Rut

Ég sé að þú hefur svarað þessu Einar.

Halla Rut , 17.8.2008 kl. 23:09

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

 Hvað eiga þessi lönd sameiginlegt með ísrael ?  Eru þau með hertekin svæði í meira en 60 ár og kúga og niðurlægja það fólk sem þar býr ?  Kína mögulega með Tíbet.

Kína

USA

Rússland

Tyrkland

Óskar Þorkelsson, 18.8.2008 kl. 00:23

18 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vil svara þessu hjá þér

Styðja Tyrkir tilverurétt Ísraels einnig af trúarlegum ástæðum?

Tyrkir styðja ísrael bara polítískt og bara meðan það hentar þeim því á meðan það ástand varir mun USA styðja það að tyrkir geti kúgað kúrda eins og þeim lystir..  

Óskar Þorkelsson, 18.8.2008 kl. 00:25

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Vertu ekki að leggja mér orð í munn Laissez , ég var bara að svara þér og því sem þú lést frá þér.  Minn heimur er ekki svartur eða hvítur eins og þinn, heldur með milljónum litabrigða. 

Óskar Þorkelsson, 18.8.2008 kl. 01:12

20 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hamas liðar standa í vegi fyrir framgangi í palestínu að því leiti að ísrael og USA viðurkenna ekki löglega kjörin stjórnvöld í palestínu, lýðræðisást bandaríkjamanna nær bara til þeirra sem eru þeim þóknanlegir.  Svo þessi fullyrðing þín Hippó er rétt í því ljósi.

Óskar Þorkelsson, 18.8.2008 kl. 10:15

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta eru ótrúlegar tölur um hve mörgum palestínskum "föngum" ísraelar halda.  Margir af svokölluðum föngum hafa ekki einu sinni hugmynd um af hverju þeim er haldið.  Palestínumenn eru oft hafðir í sérstökum fangelsum td. í Ofer fangelsinu sem er á Vestur bakkanum. rétt hjá Ramalla.  Menn geta ýmindað sér meðferðina sem þeir sæta.

Svo er alltaf gert mikið úr því í Vestrænum miðlum þegar Palestínumenn eða Hisbolla ræna einhverjum einum ísraela.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.8.2008 kl. 11:05

22 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Að eiga orðastað við suma sem styðja Ísrael (af margvíslegum ástæðum) er oft strembið. Þeir eru að verja vondan málstað og þeir vita það flestir innst inni. Trikkið sem þeir beita gjarnan er að klína einhverjum stimpli á þann sem þeir eiga orðastað við. Hamasvinur, gyðingahatari og vinstrisinni eru allt algengir stimplar. Með þessu hyggjast þeir reiða fram eitthvað sem er viðurkennt og sjálfsagt og eitthvað sem allir eiga jú að vita að er ekki í lagi. Sá sem er settur út í horn sem gyðingahatari á ekki að vera að rífja kjaft - allir vita að gyðingahatarar eru verstu menn.

En svona gengur þetta fyrir sig.

Jæja - Einar, þú skrifar: „Þú hefur augljóslega aðra skoðun á tilverurétti gyðinga en ég, gott og vel.... þið skoðanabræður lítið að mínu mati á þetta mál allt mjög einhliða, datt í hug að það væri ágætt fyrir ykkur að skoða aðrar "heimildir" en bara þær sem eru á móti Ísraelsmönnum... þetta er eina lýðræðisríkið í mið austurlöndum. Eina ríkið þar sem réttindi kvenna eru ekki niður troðin“

Ég viðurkenni tilverurétt allra manna, en ég viðurkenni ekki rétt manna til að ganga á grundvallarréttindi annarra. Þegar þú vilt benda okkur „skoðanabræðrunum“ á aðrar heimildir þá verð ég að upplýsa þig um það að við erum búnir að skoða þetta allt saman - been there-done that.

Ég hef lagt mig sérstaklega eftir því að kynna mér öll helstu rök sem menn beita til að réttlæta tilveru og framferði ísraelsríkis. Bæði rökin sem eru sótt til í trúarrit og þau sem eru veraldlegs eðlis. Öðru vísi er ekki hægt að styðja málstað Palestínumanna. Moldviðrið og lygarnar sem eru reiddar fram af Síonistum eru svo umfangsmiklar að það neyðir menn til að grúska mikið til þess að sjá í gegnum allt þetta. Þetta hljómar yfirlætislegt, en svona er það bara.

Varðandi Ísrael sem lýðræðisríki þá verður þú að endurskoða þá hugmynd þína um það eða skipta um skoðun á því hvað er lýðræði. Ég skrifaði langa grein í Lesbók Moggans um þetta og er til í að senda þér hana ef þú kærir þig um. Ísrael uppfyllir ekki skilyrði sem eru gerð til lýðræðisríkja vegna þess að það er byggt á lögum sem mismunar fólki eftir trú og uppruna. Ísland er lýðræðisríki vegna þess að hér eru lög sem mismuna fólki ekki skv. trú eða uppruna. Helsta brotalöm íslensks lýðræðis er mismunun atkvæðavægis eftir búsetu. En menn eru að laga það hægt og bítandi. Í Ísrael stefnir í þveröfuga átt. Í Knessetinu eru ræddar lagatillögur sem skerða enn frekar rétt þeirra sem ekki passa í „Gyðingaríkið Ísrael“. Varðandi réttindi kvenna þá eru konur meðal strangtrúargyðinga illa settar, nánast eins og konur meðal strangtrúar múslima. Það eru til a.m.k. tvær kvikmyndir um þetta og slatti að bókum. Allt þetta getur þú kynnt þér undir eigin vélarafli ef þú kærir þig um.

Og svo til Lassa Fagra: Það er eitt lítið orð sem þér yfirsást, ég skrifaði: „Fólkið sem styður Ísraelsríki gerir það oft á trúarlegum forsendum“. Þú skrifar „ ertu að reyna að halda því fram að allir þeir sem styðja…“. Það er einhver munur þarna, eitt lítið orð „oft“. Og svo skrifar þú „Þetta er algjört rugl“. Það er að vísu rétt en ruglið er hjá þér góurinn.

Þú spyrð: „Hver er ástæðan fyrir heiftarlegri afstöðu þinni gegn Ísrael, trúarlegs eðlis? Eða einfaldlega sprottinn af gamaldags gyðingahatri? Gott væri að fá svar“

Svar: Afstaða mín til Ísrael byggist á afstöðu minni til mannréttinda og alþjóðlaga. Ég tel að Ísrael skipti miklu máli í þessu samhengi. Landið nýtur stuðnings frá BNA og ESB. Þessir aðilar þykjast vera framverðir lýðræðis og mannréttinda en styðja ríki sem brýtur allar samþykktir og reglur alþjóðasamfélagsins. Auðvitað eru mörg fleiri ríki sem gera hið sama, en Ísrael gefur sig út fyrir að vera vestrænt lýðræðisríki. Ég veit að lýðræði og t.d. kvennréttindi eru ekki hátt skrifuð í flestum arabaríkjum. En það eru engir stuðningsmenn slíkra ríkja hérlendis að reyna að telja mönnum trú um að þessi ríki séu í lagi. Afstaða Hamas samtakanna í trúmálum er ekki sú sem ég styð. En þeir eru að berjast við slíkt ofurefli og við slíkar aðstæður að það er ekki meginmálið á hvað þeir trúa. Mér er alveg sama um trú gyðinga, en mér hugnast ekki stjórnmálastefnan, Síonisminn, sem ræður för Ísrael.

Hvernig sem menn engjast og snúa sér þá geta þeir ekki réttlætt hernám Ísraela og ætlast til þess að vera teknir alvarlega í umræðu. Einar hefur ekki enn komið með beint svar við minni spurningu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.8.2008 kl. 11:45

23 Smámynd: Óskar Þorkelsson

magnað svar hjá þér Hjálmtýr, takk fyrir það og ég vona að það upplýsi þó ekki væri nema einn israelsinna þá er mikið til unnið.

Óskar Þorkelsson, 18.8.2008 kl. 11:51

24 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Maður reynir.

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.8.2008 kl. 12:37

25 identicon

Einar,

 Talandi um að dæma fólk fyrirfram, hvernig getur þú eiginlega gefið þér að ég sé vinstri sinni? 

Ástæðan fyrir að mér sýnist þú ekki vita hvað þú ert að tala um er að þú ert ekki búinn að láta nánast neitt málefnalegt frá þér. Þú svaraðir ekki einu spurningunni sem Hjálmtýr spurði þig að og reynir að bendla alla aðra við útúrsnúninga þegar þú virðist ekki einu sinni lesa svörin frá öðrum. 

 Annars er ég sammála Hjálmtý með tvískinnunginn sem er í gangi hérna, þið kallið okkur gyðingahatara en sjáið ekki að þið eruð sjálfir með grófa fordóma í garð Araba og múslima sem að þið viljið segja að  séu allir hryðjuverkamenn sem vilja ekki frið. Auðvitað vilja þeir frið, þeir vilja frið á því landi sem að þeir eiga rétt á en Ísrael er að taka af þeim. 

Linda Ósk Árnadóttir (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 21:42

26 identicon

til Laissez-Faire

Heyrðu afsakið, ég ætlaði ekki að hafa þig með í þessum hóp, þú ert einn af fáum sem eru búinir að vera málefnalegir.
Ég sé samt ekki betur en að ég sé líka að gera greinarmun á "Islamistum og venjulegum múslimum" með því að segja að það séu ekki allir múslimar hryðjuverkamenn. Ef að viðurnefnið vinstir Islamista sleikja þýðir að ég sé fylgjandi mannréttindum fyrir alla, þar á meðal allra múslima í Palestínu, þá tek ég þessu viðurnefni með gleði. Ég hef sjálf aldrei gefið í skyn að ég vilji eyða Ísrael út af kortinu heldur vil ég skynsamlega lausn sem felur ekki í sér algjöra yfirtöku og yfirgang Ísraela á Vesturbakkanum. 

Linda Ósk Árnadóttir (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 22:54

27 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Fríhyggju-Lassi getur kanski tekið að sér að svara spurningunni sem Einar hefur ekki svarað enn: Getur þú útskýrt búsetu 500,000 Ísraela á Vesturbakkanum - í ólöglegum byggðum sem eru reistar á herteknu landi?

Þú segir að það sé ekkert athugavert við að gagnrýna Ísrael. Þá spyr ég; hef ég gert eitthvað annað en að gagnrýna Ísrael? Ekki hef ég gert innrás í landið. Ekki hef ég stolið einum einasta þumlung af yfirráðasvæði Ísrael.

„Vinstri Islamista sleikjur“ - líður þér eitthvað betur eftir svona umsögn? Hvers vegna getur þú ekki rætt málin á slíkra upphrópana? Þú segir að það sé ekkert að því að gagnrýna Ísrael en samt kemur þú með svona sleggjudóma á okkur vesalingana sem erum að rembast við málefnalega gagnrýni á framferði þeirra. Aldrei hef ég mælt sjálfsmorðsáráum bót. Ég samþykki ekki að gyðingar skuli reknir frá þessu umdeilda landi. Ég samþykki ekki heldur að palestínuarabar séu reknir líkt og á sér stað nú. Ég tel reyndar að eina færa leiðin út úr þessu sé að stofna eitt lýðræðislegt ríki sem tryggir jafnrétti allra þegnanna. Jafnt araba, gyðinga, drúsa og fleiri smærri þjóðarbrota. Í dag er Ísrael ríki sem byggir á lögum sem eru gerð fyrir gyðinga – þetta hef ég og fleiri oft bent á.

Einar – gaman að heyra um þínar betri hliðar. Ég var farinn að halda að þú værir pikkfastur í hugmyndum frá Ólafi Síonista. Lýðræðissinnar eru að sjálfsögðu andsnúnir þeim öfgum og djöfulskap sem birtist hjá Múslimum (sumir kalla þá íslamista) sem hika ekki við að drepa saklaust fólk með ýmsum aðferðum. En það verður að taka allt með í reikninginn. Öfgar kalla á öfgar. Þannig er hið svakalega framferði Ísraela (og USA) beinlínis kveikjan að uppgangi öfganna hinu megin. Hvaða hugmyndir eiga greiðan aðgang að ungun palestínskum dreng sem sér pabba sinn niðurlægðan, bróðir sinn drepinn og hús fjölskyldunnar molað niður?

Hans getur haldið beina braut yfir í afturhaldssömustu afkima Íslam. Og í raun yfirgefið grunn Íslam og haldið á hreina glæpabraut þótt menn stundi glæpi undir merkjum trúar. Það gera s.k. kristnir menn og gyðingar líka.

Öfgastefna meðal múslima hefur fram til þessa átt hvað minnstan hljómgrunn meðal Palestínuaraba og þeir hafa einnig verið einna best menntaðir arabaþjóða. Allt þetta eru Ísraelar að eyðileggja, skipulega. Lestu um námsmennina á Gaza og Vesturbakkanum sem hafa náð langt í bandarískum háskólum og hafa fengið margvíslega styrki. Þeir eru nú margir innilokaðir í Palestínu. Framtíð þeirra sem vísindamenn, fræðimenn, læknar og hvað eina er nú skipulega lögð í rúst. Og það sem er verst við þetta er það að það er gert vísvitandi af kaldrifjuðum Síonistum.

Þið sem viljið vera vinir Ísrael – eyðið ekki púðri ykkar á þá sem benda á glæpina. Segið sjálfum glæpamönnunum að stöðva sín glæpaverk. Vinur er sá er til vamms segir.

Hjálmtýr V Heiðdal, 19.8.2008 kl. 08:31

28 identicon

Þakka fyrir skemtilegar og málefnalegar umræður. Ég er að kveðja moggabloggið og færi mig yfir á Vísi.is og blogga þar.

Bið ykkur vel að lifa.

Bestu kveðjur

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 11:16

29 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Jurgen, þessi samanburður er eins og að bera saman grjótkast og stórskotaliðsárás.

Það hefur enginn varið þessar árásir palestínumanna sem valda minimal tjóni miðað við það tjón sem ísraelar valda með stórskotaliði, F16 þotum, skriðdrekum eða bara jarðýtum.  EF ísrael vill teljast til siðmenntaðra þjóða þá er lágmarkskrafa á hendur þeim að þeir hagi sér allavega í líkingu við hvernig siðmenntaðar þjóðir haga sér. 

Palestína hefur aldrei fengið séns.. aldrei. 

Óskar Þorkelsson, 19.8.2008 kl. 16:50

30 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Jürgen

Samkvæmt lýsingu þinni á sjálfum þér á þínu bloggi þá hefur þú húmor gagnvart sjálfum þér: „Sætur, hlýr, geðgóður og geðklofi. Ég skrifa allar færslur vel í glasi og því er ekki hægt að sakast við höfund ef innihald þeirra trufla vel gefið fólk !! “

Eftir þennan fyrirvara þinn „allar færslur vel í glasi“ þá geta menn valið milli þess að skoða þig sem húmorista sem tekur sjálfan sig hæfilega hátíðlega eða dálítinn bullukoll.

Ég ætla að skrifa þér sem einstaklingi sem vill að friður rík manna á meðal og að enginn hafi rétt til þess að taka frá öðrum líf, limi eða landsvæði.

Þú telur réttmætt að gagnrýna Ísraela fyrir það sem þeir gera rangt. En spyrð svo: „en hvað finnst ykkur um sjálfsmorðssprengjuárásir Palestínumanna í Ísrael sem oftar en ekki er beint gegn hinum almenna borgara ??“ Það er eins og að þú teljir að þeir sem gagnrýna hart stefnu og framferði Ísraelsstjórnar séu tilbúnir að samþykkja sjálfsmorðsárásir á saklausa borgara. Ég hef ekki trú að það séu margir sem gera það. En það er aldrei hægt að skoða málin einangruð eða í tómarúmi. Sjálfsmoðrárásirnar í Ísrael eru hryllilegar aðgerðir manna sem hafa verið hraktir í þá aðstöðu að þeir fara í slíkar aðgerðir. Palestínumenn eru þjóð sem hefur verið rænd möguleikunum til eðlilegs lífs, hrakin frá heimahögum sínum, svipt lýðréttindum og möguleikum á framfærslu. Slík þjóð elur auðvitað af sér einstaklinga sem geta gengið svona langt frá öllu því sem við teljum eðlilegt hátterni. Bandarískur orrustuflugmaður sendir sprengju á ætlaða Talibana en drepur 40 manns sem eru mættir í brúðkaup. Ísraelskur orrustuflugmaður er sendur af stað með 1000 kg. sprengju og varpar henni á Gaza – eitt þéttbýlasta svæði á jarðkringlunni. Hann á að drepa stofnanda Hamas (sem sat í sínum hjólastól) og tekst það en drepur um leið 15 vegfarendur, þ.á.m. konur og börn.

Þetta eru ekki sjálfsmorðsárásir eins og þær eru skilgreindar. Flugmennirnir ná heim í kvöldmatinn. En niðurstaðan er á sömu nótum, þ.e. saklausir vegfarendur eru drepnir. Nú vitum við að Palestínumaðurinn sem sprengir sjálfan sig upp gerir það til þess að vekja ógn og skelfingu. Hann er hermaður þjóðar sem á ekki flugvélar eða skriðdreka og ekkert öruggt landssvæði. Hér vaknar spurningin um það hvort við getum gert sömu kröfur til þeirra sem eiga ekkert, ekki möguleika á eðlilegu lífi, ekki möguleika á að lifa við mannréttindi, við verndaðar eignir og trygga lífsafkomu. Fordæmingin á sjálfsmorðsprengjumanni er meiri en á flugmönnunum fyrrnefndu. Er það í réttu hlutfalli? Eigum við að bera saman afleiðingar verka þeirra? Eigum við að ganga út frá því að annar aðilinn sé innan einhverra viðurkendra marka og hinn ekki?

Ef Palestínumenn hefðu ekki verið hraktir á brott 1948 og síðan aftur og aftur og hafa í dag í raun ekkert land, þá eru ekki miklar líkur til þess að á meðal þeirra væru menn sem eru reiðubúnir í sjálfsmorðsárás.

Jürgen, horfðu á málið í heild sinni, ekki detta í þann pytt að segja að báðir séu vondir og missa þannig sjónar á meginatriðinu. Það er aðeins einn aðili sem stjórnar allri atburðarás þarna og sá aðili gæti samið frið á morgun ef hann kærði sig um það. Aðrir eru fórnarlömb þess ástands sem ráðamenn eins öflugasta herveldis nútímans skapa.

Hjálmtýr V Heiðdal, 19.8.2008 kl. 18:04

31 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Eins og ég skrifaði fyrr þá hafa Palestínumenn verið að mestu lausir við öfgar í trúmálum fram á síðustu ár. Í Saudi Arabíu hefur árasargjarn armur Íslam náð fótfestu. Stríðin í Afghanistan og Írak hafa elft slíka hópa. Bandaríkjamenn hafa sjálfir átt þátt í eflingu öfgahópa. Bæði með því að styrkja þá með vopnum þegar það þótti henta og með því að styðja við bakið á árásum Ísraela sem hefur frá upphafi verið mikill þyrnir í augum araba. Enda var ríkið stofnað með yfirtöku lands sem önnur þjóð bjó.

Það sem þú dæmir svo: „Þetta er náttúrulega svo ótrúlegt rugl“ er einfaldlega hið rétta í stöðunni. Ísrael er með öflugan landher, flugher búinn allri þeirri hátækni sem völ er á og að auki eiga þeir kjarnorkuvopn. Hóparnir sem þú talar um, t.d. Hamas og Fatha er þessi staða ljós. Þeir hafa því fallist á að koma á fót ríki Palestínumanna á einungis 22% þess lands sem Palestínumenn áður byggðu. Þeir krefjast þess að Ísraelar skili herteknu landi (miðað við 1967), hætti landtöku á Vesturbakkanum og gangi til samninga um rétt fólksins sem var hrakið eignalaust burt af landi sínu 1948.

Ísraelar hafa ekki fallist á þetta. Þeir vilja semja um ríki Palestínumanna sem er algjört gerviríki. Ekki með eigin lofthelgi, ekki með yfirráð yfir eigin vatnslindum og skipt upp í afgirt smásvæði. Hvorki Hamas né önnur samtök Palestínumanna geta samþykkt það. Það eru eðlileg viðbrögð eins og getur sjálfsagt séð. Ísraelar geta gengið að samningaborðinu á morgun og samið - þeir hafa þetta í hendi sér í krafti mikilla yfirburða. En það er ráðandi stefna í Ísrael að taka landið að mestu af Palestínumönnum. Þess vegna eru 500,000 ólöglegir landtökumenn á Vesturbakkanum. Getur þú gefið mér einhverja skýtingu á veru þeirra þar?

Hið ótrúlega rugl, eins og þú nefnir það, eru því miður staðreyndir málsins.

Hjálmtýr V Heiðdal, 19.8.2008 kl. 20:56

32 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

smá villa.. Það eru eðlileg viðbrögð eins og þú getur sjálfsagt séð...

Hjálmtýr V Heiðdal, 19.8.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband