Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Hann Nafni er lygari !!
14.8.2008 | 14:47
Það byrjar ekki gæfulega fyrir Nafna Bergsyni.. hann laug í hádegisfréttum stöðvar 2 um það hvort að hann sé í meirihlutaviðræðum við sjálftektarflokkinn.
Þannig að sjálftektarflokkurinn er áfram við völd en núna með lygamörð sem hækju í stað þess að vera með óla Falska.
Húrra fyrir Framsókn sem með þessu mokaði yfir eigin gröf síðan í haust.
Nýr meirihluti að fæðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
jahá..
13.8.2008 | 21:53
ég segi bara.. það vantar Riise í liðið.. þetta eru hálfgerðar dúkkur sem eftir eru í þessu liði..
Ef Rafa vinnur ekki fyrstu 4-5 leikina og er með 12 stig eftir fyrstu umferðirnar er hann búinn að missa af lestinni.. Það er ekki nóg að hysja upp um sig brækurnar á síðustu metrum mótsins líkt og hann gerði á s.l tímabili.
er Barry á leiðinni eða var bara Rafa að tuða út í loftið eins og svo oft áður ?
Liverpool slapp með skrekkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Aumingja ég...
13.8.2008 | 19:45
Hr. Rangur valinn vegna pillunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Og hvenær ætlar þú ISG að taka okkur af listanum hans Bush ?
12.8.2008 | 20:03
Það er með ólíkindum hve Samfylkingin ætlar að trossa það að taka okkur af þessum ógeðfellda lista Bush..
Hættu að tuða Ingibjörg Sólrún og taktu okkur af listanum í DAG
Röng og ólögmæt ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gera ökutækið upptækt !
10.8.2008 | 20:27
Þegar menn eru próflausir og aka eins og fávitar þá á að gera ökutækið upptækt, no question asked..
tækið hefur pottþétt verið í eigu foreldra eða einhvers nákomins ættingja og ábyrgðin er þeirra.. refsa þeim með eignaupptöku og sekt þar að auki fyrir ábyrgðarleysi.
Ungur ökuníðingur handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
tillitsleysið er algert
7.8.2008 | 22:44
Ég hef farið nokkra túra inn í Landmannalaugar í sumar á rútu. Oftar en ekki þegar maður ekur Dómadalsleið þá mætir maður grúbbum av fjórhjólum og það er sko ekkert slegið af þótt rútan fylli upp í veginn heldur er bara spænt upp á kantinn og ekið meðfram veginum, því ekki má nú stoppa þegar maður er á svona tryllitæki.. oft hefur legið við slysi þegar þeir missa næstum því stjórnina við þessar æfingar sínar. Oftast nær eru þetta óreyndir menn á LEIGÐUM fjórhjólum og fylgir þeim oft fararstjóri inn í laugar.. þar innfrá er síðan spænt fram og tilbaka um stæðið.. öllum til ama því hávaðinn er mikill í þessum tækjum.. og þá sérstaklega í fjallakyrrðinni sem bráðum fer að heyra sögunni til með tilkomu þessara tækja.
Ein ferð var mér minnisstæð um miðjan júlí en þá var ég inni í laugum í 3 tíma áður en ekið var tilbaka með hópinn.. þessir fjórhjólamenn höfðu komið stuttu eftir að við komum inn í laugar og var stanslaus akstur fram og tilbaka um stæðið eins og lýst er hér að ofan.. en síðan fer ég á undan þeim úr laugum á rútunni.. þegar ég er við Frostastaðavatn, rétt eftir vegamótin að Ljóta Polli þá koma þeir fram úr, ég fer út í kant og þeir spæna fram úr.. síðan gat ég rakið spólið í þeim alla leið niður að búrfelli en þar beið þeirra bíll með aftan í vagni og var búið að spenna öll fjórhjólin á sleðann og í grænan Mercedes 309 sendibíl sýndist mér með lyftu að aftan.. þeir voru enn að bjástra við þetta þegar ég kem að veginum niður í Landsveit.. þeir komu síðan aftur.. núna á pallbíl með fjórhjólin og aftanívagn og sendibílnum.. blússandi fram úr mér á minnsta kosti 100 kmh... það er eitthvað að hjá þessum mönnum því ekki hafa þeir fengið mikið út úr þessu ferðalagi annað en ryk og erfiði.. já og hraðakikk.. Þessir menn eru ábyrgðarlausir.
Óbætanlegar skemmdir hjá Landmannalaugum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
smá athugasemd við fréttina
7.8.2008 | 20:31
Í fréttinni er sagt að Tyrannosaurus Rex sé stærsta rándýr sem vitað sé að hafi lifað á þurru landi.. þessi fullyrðing stenst ekki nánari skoðun því það er umdeilt hvort Trex hafi verið rándýr í þeim skilningi að hann dræpi sér til matar heldur er hann talinn hafa verið hrææta eða tækifærissinni.. drap ef hann sá sér færi á því en lifði annars á sjálfdauðum dýrum eða bráð annarra dýra.
Annað sem gæti kollvarpað fullyrðingunni í fréttinni er Spinosaurus Það er eðlan sem kom í jurassic park mynd númer eitthvað og drap Trex.. en hér fyrir neðan er grein um hana af wikipedia.. hún var mun stærri en Trex og var pottþétt rándýr.
http://en.wikipedia.org/wiki/Spinosaurus
um TRex http://www.unmuseum.org/tyran.htm
alltaf gaman af risaeðlum.. í fortíð og nútíð.. bið að heilsa Guðna Ágústsyni í þeim orðum töluðum
Forfaðir grameðlunnar fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
farið varlega á netinu... Jhs leigumiðlun og Netskil EHF
4.8.2008 | 14:33
Ég var að leita mér að húsnæði í sumar og álpaðist inn á www.leiga.is og surfaði þar fram og tilbaka til ða finna húsnæði við hæfi. Þar inni er hægt að haka við að fá send í e mail eignir sem falla undir þær leitir sem þú hefur verið að nýta þér.. gott og vel ég hakaði á þetta líkt og ég hef gert margsinnis áður erlendis, til dæmis á www.finn.no og hefur þjónustan aldrei kostað neitt.
Svo var ég að greiða reikninga í júnilok og þá sé ég rukkun frá JHS leigumiðlun upp á 2800 kall.. ég hringi strax og fæ þá að vita að með því að haka við vikomandi reit þá hafi ég samþykkt að greiða www.leigu.is umrædda upphæð. Ég hafði að sjálfsögðu lokað fyrir þessa þjónustu örfáum dögum eftir að ég fékk fyrstu e mailana frá þeim í pósti. max 3-4 dagar. Ég hringdi í umrædda þjónustu og þar svaraði ungur kurteis maður og sagði að hann mundi gera allt sem í hans valdi stæði til þess að hjálpa mér í umræddu máli.. gott og vel , ég upptekinn maðurinn í júlí og vann hvern og einn einasta dag þar og hafði því ekki tíma til þess að kanna málið frekar því ég treysti viðkomandi manni að hann væri maður orða sinna.. í það minnsta að hann mundi senda mér tilkynningu í e mail því hann fékk emailinn minn til að geta athugað hvað hafi misfarist í viðkomandi máli.. enginn email frá þessu fyrirtæki.
Þegar ég fór á netbankann minn í dag til þess að greiða reikninga þessa mánaðar þá sá ég að Jhs leigumiðlun var þarna inni enn og upphæðin kominn í 3859 kr.. og annað fyrirtæki fyrir neðan þá á listanum.. Netskil EHF með kröfu upp á 3805 kr..
Æði.. ég á sem sagt að borga einhverjum lögfræðingum fyrir klæki þeirra á netinu ekki bara gjald fyrir EKKERT heldur innheimtugjald í þokkabót..
Hver skyldi nú réttur minn vera ??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)