Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Árni Hroki

Ég hlustaði á smá bút á Bylgjunni á leiðinni heim áðan, þar segir Árni :

Ég væri miklu fljótari til viðræðna ef þeir láta af þessum aðgerðum !

Hvað er að heima hjá þessum manni ?  Það er búið að biðja hann vel í mörg helvítis ár um viðræður vegna þessa en því hefur aldrei verið sinnt.  Hver heldur hann að taki mark á þessu hrokafulla þrugli sem vellur upp úr honum í næstum hverju einasta viðtali sem tekið er við hann ? 

Áfram Trukkar og lokið borginni almennilega !


mbl.is Árni reiðubúinn til viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Trukkar

Þetta er stuðningsyfirlýsing af minni hálfu við þessar aðgerðir..

Vonandi fara risaeðlurnar í ráðuneytunum að vakna.


mbl.is „Ráðamenn vakni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Torres er þyngdar sinnar virði í gulli.

Ég horfði á leikinn í dag með öðru auganu því ég hafði gesti heima hjá mér á sama tíma.. andskotans ókurteisi að koma í heimsókna þegar Liverpool er að spila við Everton. Angry

Mér tókst að missa af marki Torres en ætla samt að tjá mig um þetta mark.. því þetta er 28 mark Torres í vetur og hefur hann því svo sannarlega stimplað sig inn í ensku deildina.  án Torres þá væri hagur Liverpool ekki nándan nærri því eins góður og raun er.  Því segi ég að Torres er þyngdar sinnar virði í gulli. InLove

 

 


mbl.is Torres tryggði Liverpool sigur á Everton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er með lausn..

sko.. semja upp á nýtt við sjálftektarflokkinn og heimta að evrópuaðild verði sett á dagskrá.. það eitt mundi gefa skýr skilaboð til markaðarins.

Segja það hreint út að ísland vilji fá euro sem gjaldmiðil og gangi í myntbandalag evrópu.

Þessi skref á að stíga strax þótt ástandið sé reyndar þannig í dag að við eigum ekki séns á inntöku.

Ég vil að samfylkingin verði sýnilegri í stjórnarsamstarfinu.

 

Áfram trukkar.


mbl.is Erfiðar ákvarðanir framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Villi vitlausi núna ?

Villi vitlausi seldi borgarstjóraembættið fyrir 600-800 milljónir sem fóru í að kaupa upp handónýt og forljót hús sem hefði átt að rífa upp úr seinna stríði að beiðni Óla Falska.. allt til þess að geta hrifsað til sín völdin. Óli falski situr sem borgarstjóri í umboði sjálfstektarsflokksins og síðan þessir tveir álfar hrifsuðu til sín völdin hefur allt farið á hliðina í miðbænum.  Villi vitlausi með hjálm á höfði standandi fyrir framan brunarústirnar á lækjartorgi sl sumar lofandi til hægri .. já og vinstri en stendur ekki við nokkurn skapaðan hlut frekar en annað sem sjálftektarflokkurinn og Óli falski hafa lofað.

borgarstjórnin rúinn öllu trausti og miðbærinn deyr.


mbl.is Kraumandi óánægja kaupmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak

ég er stoltur af atvinnubílstjórum þessa lands, loksin stóð einhver stétt upp og sagði hingað og ekki lengra.

Ég styð þessar aðgerðir 100 %.  

Núna vil ég að alþýðusambandið verkalýsðfélög rísi upp og styði þessar aðgerir í orði og svo í verki..  En það er lítil von til þess enda sitja þar feitir miðaldra og aldrandi menn á góðum stól á fínum launum..


mbl.is Óku á 3 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varðhundur hrokans

Ég var að horfa á Sigurð Kára verja Árna hrokagikk með kjafti og klóm og endalausum rakaleysum á stöð 2 rétt í þessu.  Sjálftektarflokkurinn er orðin grímulaus.. hrokinn og valdagræðgin ráða ríkjum þar á bæ. Virðingaleysi gagnvart umboðsmanni alþingis er alger innan sjálftektarflokksins.

Ég vil slíta stjórnarsamstarfinu því sjálftektarflokkurinn mun draga Samfylkinguna niður í svaðið með sér..


Frábær þáttur

Þessi nýju sakamálaþáttur á ríkisimbanum var sérlega vel gerður.. hlakka til að sjá framhaldið.

sundlaugarnar og óþrifnaður

Ég fór í sund í dag sem oftar, leið mín lá í Vesturbæjarlaugina eins og vanalega.  Það sem gerði það að verkum að ég ákvað að skrifa um þessa för er óþrifnaður.  Ekki í lauginni sjálfri eða búningsklefum.. nei óþrifnaður þeirra sem sækja í laugina. ég var í heita pottinum í mestu makindum þegar kom hópur fólks frá portugal.. allir skraufaþurrir.. enginn þeirra hafði farið í sturtu áður en þeir skelltu sér í heita pottinn. ilmvatnslyktin ætlaði að kæfa mig og hefur sennilega óhæfileg notkun ilvatnsins verið af sömu orsökum og hjá Lúlla 14nda í frakkaríki hér á árum áður.. til þess eins að yfirgnæfa ólyktina sem kemur þegar fólk fer sjaldan eða aldrei í bað.

Nú er ekki ætlun mín að fárast yfir því að þetta fólk fór ekki í sturtu því ekki er víst að þau hafi skilið íslenskar sundlaugahefðir,  heldur beina orðum mínum til ITR sem mér skilst að reki sundlaugarnar. Á ekki að kenna fólki sem kemur í sundlaug hvernig það á að haga sér í sambandi við almennan þrifnað ? Td var augljóst að þetta fólk var ekki íslenskt og þegar það keypti miðann þá hefur það verið viðkomandi starfsmanni dagljóst að um útlendinga var að ræða.  sem sagt það var vitað mál að þau vissu ekki hvernig átti að haga sér samkvæmt íslenskri hefð, eða frekar líklegt að þau vissu það ekki.  Svo hér er spurninginn.. afhverju er þessu fólki ekki afhentur bæklingur við komuna.. eða bent á augljósar reglur sem ættu að hanga upp fyrir FRAMAN afgreiðsluna ?  Ég veit að það eru svona skilti inni í baðklefunum en hver tekur eftir þeim ?

Núna er sá tími að hefjast að yfir okkur hellast hundruð þúsunda ferðamanna og all margir þeirra skella sér í sund svo núna er rétti tíminn til þess að kenna starfsfólki sundlauganna að bregðast við.. okkur öllum til hægðarauka.


Leikurinn í dag.. og Rafa.

Þetta var eiginlega aldrei spurning hvernig þessi leikur mundi enda, Liverpool skapaði ekki stórt og Mascherano, sá oflaunaði og allt of dýri leikmaður gerði sig sekan um afspyrnu heimsku og  kostaði okkur sigurinn.. tja allavega eitt stig.  Sumir vilja kenna dómaranum um en þar er ég algerlega ósammála þótt fyrra gula spjald Mascherano hafi verið ódýrt. Hann hreinlega var að biðja um annað spjald hvað eftir annað í leiknum og að lokum gat Bennet ekki gert neitt annað en að vísa honum af leikvelli.

Rafael er kominn á leiðarenda með þetta lið og getur ekki kreist meira út úr því og ætti að segja af sér hið fyrsta.  Liverpool er ekki topplið þrátt fyrir 4 ár með Rafa.. við erum að berjast um 4 sæti ár eftir ár.. svona svipuð staða og tottenham var í fyrir 10-20 árum síðan en eru nú að þvælast um miðja deild tímabil eftir tímabil.. það gætu orðið örlög Liverpool ef við losum okkur ekki við Rafa hið fyrsta.


mbl.is Ferguson: Sýndum mikinn þroska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband