Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

hvaða blað í bretlandi ?

Þvílík aulaskrif.. hvaða blað er verið að vitna í ?  Hvernig á maður að taka mark á mogganum ef svona blaðamennska er viðhöfð ?

 


mbl.is Eitraður vogunarsjóður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hvenær verður stúlka að konu ?

fyrirsögnin fór í taugarnar á mér.. þessi vesalings kona sem var myrt var 23 ára og því varla um stúlku að ræða.. eða hvað ?  einnig er talað um námsmær í textanum.. mær er óspjölluð ungmey skv minni íslenskuvitund.  Vanda sig moggamenn ?
mbl.is Morð á norskri skólastúlku enn óleyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavik er ekki á listanum

Ég las þessa frétt í s.l. viku í norskum fjölmiðlum. Sem sagt gömul og illa unnin frétt á mbl.  Því ég gat ekki betur séð en að Rvk væri töluvert dýrari en Oslo miðað við ´meðalverð á gistingu.. en um það snerist fréttinn fyrst og fremst.

Ætla að reyna að grafa upp þessa frétt í norsku blöðunum óstytta og stílfærða.


mbl.is Dýrast í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skammast mín fyrir íslenskt dómskerfi

Þetta er ótrúlegur lestur að sjá að 11 ára barn.. burtséð frá því að vesalings barnið þjáist af andlegum sjúkdómi skuli vera dæmt sekt í þessu máli.  Dómararnir hljóta að vera afspyrnuheimskir, ótrúlega siðblindir og foráttu lagarammasinnaðir til þess að geta dæmt 11 ára barn sekt í svona slysi.  að gera einstæða móðir ábyrga fyrir gerðir barnsins sem var í sínum skóla ábyrga fjárhagslega fyrir því tjóni sem kennarinn vissulega varð fyrir en mundi flokkast undir vinnuslys í mínum huga er enn heimskulegra en allt hitt sem á undan er gengið.

Ísland er þróunarland í réttarfarslegum skilningi enda sjáum við dóma í ofbeldismálum falla með skilorði, nauðganir enda með 100 kalla sektum, en 11 ára barn er dæmt í 10 milljón króna sekt fyrir að valda skaða á kennara sem var í vinnunni og því á ábyrgð menntamálayfirvalda..

Djöfuls drulluháleistar í héraðsdómi.


mbl.is Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

skiljanlegur dómur

Ég skil þennan dóm vel enda voru lögreglumennirnir ómerktir, óeinkennisklæddur og voru að snúa mann niður þegar á þá var ráðist.  En það hefði verið hægt að dæma mennina fyrir árás á óbreitta borgara sem ekki var gert og er þar brotalöm í lagaumhverfinu.

Í ísland í bítið á bylgjunni fór Heimir Karlson mikinn að vanda og blés út úr sér af fávisku eins og honum einum er lagið og heimtaði vopnaða lögreglu.. Pétur blöndal og Árni svöruðu báðir að lögreglan væri vopnuð bara ekki með skotvopn.. þá byrjaði Heimir og opinberaði heimsku sína um leið.. já en þurfa þá ekki lögreglumenn að hafa skotvopn.. Árni svarar því til að hann vilji nú sjá þörfina áður en lögreglan vopnist með skotvopnum. Þá segir Heimir snillingur.. ha viltu að einhver drepi lögreglumann áður en þeir fái byssur ??   Árna varð ekki um sel við þessa heimskulegu spurningu og svaraði því að eins og spurning Heimis hafi verið sett fram þá er svarið já.. en auðvitað vilji enginn að neinn sé drepinn.

Ég hef tekið eftir málaflutningi 365 miðla sem er í töluverðum æsifréttastíl og þar á bæ er mönnum afskaplega umhugað um glæpaölduna miklu ( sem ég hef ekkert orðið var við nema í 365 miðlum) og eina svarið við auknum glæpum sé harðari refsingar og að lögreglan fái skotvopn.

Ég er algerlega mótfallinn því að lögreglan á íslandi fái skotvopn, ég meina norska lögreglan er að fást við stórar glæpaklíkur í Oslo án skotvopna.. og pakistanarnir, júggarnir og vietnamararnir sem þar berjast eru vopnaðir í bak og fyrir.  Ef í harðbakkann slær þá er kölluð til víkingasveit alveg eins og hér á klakanum..

ég meina hvað er málið með bylgjuna stöð 2 og skotvopn ?


mbl.is Kurr í lögreglumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fordómar ísraela

Það er dagljóst að ísraelsmenn eru uppfullir af fordómum gagnvart öðrum þjóðum og telja sig öðrum þjóðum æðri.  Þeir vilja ekki fyrirgefa og fyrirgefa ekkert.. Þeir hanga á gamla testamentinu eins og heilögum sannleika og nota hana til þess að fá afsökun til þess að misþyrma nágrannþjóðum sínum. Israelar eru aumkunnarverð þjóð í alla staði.
mbl.is Reiði vegna væntanlegs ávarps Merkel á Ísraelsþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

23.3 % hækkun matvæla

23.3 % hækkun matvæla á milli mánað í kína. Þetta eru rosalegar tölur og sýna vel hvernig ástandið á matvælamarkaðinum er í dag.  Íslendingar eiga von á svipuðum hækkunum fljótlega og þá skiptir gengið miklu máli í því sambandi en það hefur fallið um heil 13 % síðan á áramótum og er enn að falla..

Sem innflytjandi matvara sé ég hækkanir milli sendinga erlendis upp á 6-12 % og þá erum við að tala um 4-8 vikna tímabil.

Búið ykkur undir töluverðar verðhækkanir fljótlega elskurnar mínar.


mbl.is Verðbólga 8,7% í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

nokkrar góðar fullyrðingar..


Útreikningar á rómatík

 

Gáfaður maður + gáfuð kona = ástarævintýri

Gáfaður maður + heimsk kona = framhjáhald

Heimskur maður + gáfuð kona = hjónaband

Heimskur maður + heimsk kona = þungun

 

Skrifstofuútreikningur

 

Gáfaður stjóri + gáfaður starfsmaður = gróði

Gáfaður stjóri + heimskur starfsmaður = framleiðni

Heimskur stjóri + gáfaður starfsmaður = stöðuhækkun

Heimskur stjóri + heimskur starfsmaður = yfirvinna

 

Almennar jöfnur

Kona hefur áhyggjur af framtíðinni þar til hún eignast eiginmann.

Maður hefur engar áhyggjur af framtíðinni þar til hann eignast eiginkonu.

Framgangsríkur maður er sá sem skapar meiri fjármuni sen eiginkonan eyðir.

Framgangsrík kona er sú sem finnur slíkan mann

 

Verslunarreikningur

Karlmaður er viljugur til að borga 2000 kall fyrir vöru sem kostar 1000 kall

Kvenmaður er viljug til þess að eyða 1000 kall í vöru sem kostar 2000 og hún þarf alls ekki á að halda..

 

Líkur á breytingum

Kona gifstist karli og ætlast til þess að hann breytist, en hann gerir það ekki..

Karl giftist konu og ætlast ekki til þess að hún breytist en hún gerir það..

 

Rökræðutækni

Konan hefur alltaf síðasta orðið, alltaf.

Allt sem karlmaður segir eftir hennar lokaorð er byrjun á nýrri rökræðu.

 

Ósammála

allt fyrir ofan 3 mínútur í kynmökum er óþarfa káf !!
mbl.is Kynmök taki sjö til þrettán mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegar staðreyndir

Það eru ömurlegar staðreyndir að þjáningar þessa fólks er nær eingöngu um að kenna aðgerðum ísraela sem nota aðferðir sem þjóðverjar hefðu öfundað þá af á stríðsárunum..  Enn verra þykir mér að ísland skuli vera eitt af stuðningsríkjum ísraela í þessum aðgerðum og skulum yfir höfuð hafa stjórnmálasamband við þessa villimenn.
mbl.is Ástandið á Gaza mjög slæmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband