sundlaugarnar og óþrifnaður

Ég fór í sund í dag sem oftar, leið mín lá í Vesturbæjarlaugina eins og vanalega.  Það sem gerði það að verkum að ég ákvað að skrifa um þessa för er óþrifnaður.  Ekki í lauginni sjálfri eða búningsklefum.. nei óþrifnaður þeirra sem sækja í laugina. ég var í heita pottinum í mestu makindum þegar kom hópur fólks frá portugal.. allir skraufaþurrir.. enginn þeirra hafði farið í sturtu áður en þeir skelltu sér í heita pottinn. ilmvatnslyktin ætlaði að kæfa mig og hefur sennilega óhæfileg notkun ilvatnsins verið af sömu orsökum og hjá Lúlla 14nda í frakkaríki hér á árum áður.. til þess eins að yfirgnæfa ólyktina sem kemur þegar fólk fer sjaldan eða aldrei í bað.

Nú er ekki ætlun mín að fárast yfir því að þetta fólk fór ekki í sturtu því ekki er víst að þau hafi skilið íslenskar sundlaugahefðir,  heldur beina orðum mínum til ITR sem mér skilst að reki sundlaugarnar. Á ekki að kenna fólki sem kemur í sundlaug hvernig það á að haga sér í sambandi við almennan þrifnað ? Td var augljóst að þetta fólk var ekki íslenskt og þegar það keypti miðann þá hefur það verið viðkomandi starfsmanni dagljóst að um útlendinga var að ræða.  sem sagt það var vitað mál að þau vissu ekki hvernig átti að haga sér samkvæmt íslenskri hefð, eða frekar líklegt að þau vissu það ekki.  Svo hér er spurninginn.. afhverju er þessu fólki ekki afhentur bæklingur við komuna.. eða bent á augljósar reglur sem ættu að hanga upp fyrir FRAMAN afgreiðsluna ?  Ég veit að það eru svona skilti inni í baðklefunum en hver tekur eftir þeim ?

Núna er sá tími að hefjast að yfir okkur hellast hundruð þúsunda ferðamanna og all margir þeirra skella sér í sund svo núna er rétti tíminn til þess að kenna starfsfólki sundlauganna að bregðast við.. okkur öllum til hægðarauka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Jeg forstår deg godt at du reagerer på svineriet. Det er best å dra i bassenget tidlig på dagen for da er vannet renest.

Selv om mange er klar over reglene i dusjen da bryr de seg ikke om det. hvis folk ikke kan tenke seg å vaske seg før de går i bassenget er det best de ikke drar dit i det hele tatt.
Før var det kjerringer inne i damedusjen og passet på at folk vasket seg, men jeg tror ikke det er slik lenger.
Det hadde vært en ide å ha informasjon om reglene i svømmebassengene i Atlantica bladet som er i flyet. Tegningen med vaskepunktene måtte følge med.

Heidi Strand, 24.3.2008 kl. 22:53

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

god ide med Atlantica :)

Óskar Þorkelsson, 24.3.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Tek undir þetta með þér, Óskar. Það er allt of algengt að sjá fólk fara óþvegið í sund og eins í Bláa lónið. Og eins og Heidi segir - fólk veit um reglurnar en kýs að horfa fram hjá þeim. Ég hef oft orðið vitni að þessu.

Við erum alin upp við þetta og okkur finnst sjálfsagt að fara í sturtu fyrst, en útlendingar brjóta þessa reglu vísvitandi af því þeir eru feimnir við að láta sjá sig nakta - eða eitthvað.

Atlantica væri góður vettvangur til að segja frá þessu, sammála því.

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.3.2008 kl. 23:35

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Var í Vesturbæjarlauginni í dag. Sá enga skítuga útlendinga en hef oft séð þetta þegar menn stökkva út í laug án þess að þvo sér. Annað. Af hverju er svona erfitt að sturta niður á klósettum í laugunum? Hmmm en sundið er gott

Kristján Kristjánsson, 25.3.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband