Færsluflokkur: Bloggar

Glæsilegt..

.. núna skal þröngva konum inn í stjórnir fyrirtækja og stofnana a la norge.. þau lög höfðu margar skringilegar "uppákomur" í för með sér.. minni fyrirtækjum var gert að fylla þennan kvóta eða verða lokað ella.. mörg þeirra höfðu ekki einn einasta kvenmann í vinnu en var hótað lokun ef þau ekki fylltu kvótann !!  málið leystu menn með ólaunuðum stjórnunarstöðum sem höfðu engin völd.. málið leyst !!

Jóhanna.. tilgangur þinn er góður en mun vinna gegn tilgangi sínum.. þær konur sem fá svona stöður munu alltaf verða álitnar hafa fengið stöðuna vegna kynferðis en ekki hæfileika.  Þær verða ekki teknar alvarlega.. og niðurstaðan verður einfaldlega sú að stjórnun fyrirtækjana bara breytist sbr í norge.  En kvótinn var fylltur ekki satt ?

Lög munu aldrei jafna rétt kynjanna til vissra starfa.. ég hef td aldrei verið í stjórnunarstöðu og á eflaust enga von um það með tilkomu þessara laga ef þau verða þá samþykkt.    

 kannski eins gott LoL

mbl.is Félagsmálaráðherra útilokar ekki kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ók framúr !!

fór maðurinn fram úr skjaldbökunni á löglegum hraða ?

Þvílík ekkifrétt Tounge

mbl.is Ók fram úr skjaldböku á Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

vonandi lifir Opera þessar hremmingar af !

vonandi lifir Opera þessar hremmingar af enda er þetta langbesti vafrarinn að mínu mati.
mbl.is Tetzchner sagður hafa rekið stjórn Opera til að komast hjá brottrekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þetta er mögulegt skv lögum þá á að nýta þann möguleika !

Ég er fullkomlega sammála umræddum sýslumanni í þessu máli.. ofsaakstur á að refsa með upptöku ökutækisins.. án tillit til hver það er sem á ökutækið !  Ef tekið er svoleiðis á málinu þá mun þetta verða liðin tíð innan skamms að menn aki eins og geðsjúklingar.. afsakið orðalagið,  ég meina að geðsjúklingar geti ekið svona um götur bæjarins og vegi landsins. 

Refsingar hér á landi eru bara hlægilegar og í flestum tilfellum langt frá alvarleika brotsins.  Menn teknir fyrir ofsaakstur og er SLEPPT eftir yfirheyrslur og játningar.. menn teknir við innbrot.. sleppt eftir játningar.. menn teknir fyrir nauðgun.. sleppt eftir játningu.. svona má lengi telja.  Ef menn sem eru teknir fyrir svona aksturslag á norðurlöndum þá sitja þeir inni þar til dómur er kveðinn upp.. oftast nær innan 2-3 daga frá broti ,  fyrr er þeim ekki sleppt.  Sama gildir fyrir hin brotin sem ég nefndi hér að ofan.. Það er löngu liðin tíð að löggan geti gengið að þessum glæpamönnum vísum líkt og með 
Lalla jóns hér á árum áður.. þá geymdi löggan hann bara heima og náði í hann við tækifæri þegar 
löggunni hentaði.. en ekki þegar samfélaginu hentaði. 

Gera bílana og hjólin upptæk við ofsaakstur og ítrekuð umferðalagabrot !

mbl.is Vill að mótorhjólin verði gerð upptæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Land of the free ?

Ég er kominn á þá skoðun fyrir löngu að USA er ekki lengur  "land of the free" . Ég efast um að nokkuð annað vestrænt ríki setji eins mikið af lögum sem hamlar "frelsi" þegna sinna sem USA.. ekki nema þá páfagarður í róm...

USA er í raun að verða lögregluríki sem er stjórnað af hægrisinnuðum trúarofstækismönnum..


mbl.is Bandarískur bær vill banna buxur sem lafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er byrjaður að safna..

Ef ég legg 100 % af útborguðum launum mínum í púkkið í 80 plús ár eða svo þá á ég að eiga fyrir þessu . Errm


mbl.is Dýrasta íbúðin á 230 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sjálfhætt stórhvalaveiðum...

Þessi atvinnugrein stendur ekki lengur undir sér.. hér á árum áður þegar undirritaður vann í hval hf sumarið 1979 var öll skepnan nýtt.. hvert og eitt einasta gramm af þessum risum var unnið og gert að pening.. í dag einungis kjötið og partur af renginu og með töluverðum tilkostnaði því Hvalur hf starfrækir ekki lengur vinnslustöð og þarf að fá aðra aðila til að vinna kjötið og frysta.. megnið er urðað óunnið svo rökin fyrir hvalveiðum eru horfin, þetta eru ekki sjálfbærar veiðar lengur .

Enn eru talsverðar birgðir óseldar frá s.l. hausti og munu verða það lengi svo þessu bulli er sjálfhætt !

mbl.is Óbreytt stefna um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

eins og nál í heystakki

Að finna kajak úti á sjó er eins og að finna nál í heystakki.. vonandi finnast kapparnir fljótlega því ekki sökkva svona gripir , hvað þá tveir í einu.

Ég spái því að þeir finnist fyrir hádegi heilir á húfi en þreittir og hraktir.

mbl.is Leit að tveimur kajakræðurum stendur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

eitthvað klikkað í kerfinu

var að blogga um þetta áðan en það koma ekki sem fréttablogg....

annars er bloggið hér :

http://skari60.blog.is/blog/skari60/entry/235527/

mbl.is Myrti 12 ára gamlan son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

Þetta er svo sannarlega sorgarviðburður og því miður alls ekki einsdæmi.  Þetta fólk kom frá iran, sennilegast sem flóttamen ef marka má Nettavisen. Svona viðburðir gerast ótrúlega oft á norðurlöndum á meðal flóttamanna.. fólks sem hefur
hrakist land úr landi árum saman þar til það finnur hæli í einhverju norðurlandanna.. Þau fá yfirleitt aldrei neina alvöru hjálp eða eftirfylgni á sínum vandamálum sem eru fjölmörg eftir svona flótta.

Fólkið er komið í vinnu oft á tíðum en einkalífið og geðheilsan er gersamlega í rúst án þess þó að ég sé að verja mannin sem drap drenginn.. en ekki er staðfest enn að um faðir hans hafi verið að ræða þótt mér þyki það langlíklegast.

Maður las um æresmord vikulega í noregi eða svíþjóð.. oftast var um dæturnar að ræða svo það sem er óvenjulegt er að elsti sonurinn er drepinn...

Ekki eru nema 2 vikur síðan móðir myrti börnin sín 2 og sjálfa sig líka í sama hverfi í Trondheim, byåsen.

Það er erfitt fyrir okkur að setja sig í spor þessa fólks og enn erfiðara að dæma.. en eitt er víst að líf þeirra er enginn dans á rósum þótt þau séu sloppin úr því helvíti sem þau flúðu upprunalega frá  fyrir einhverjum árum síðan.

nokkrir linkar um málið.


http://www.nettavisen.no/innenriks/article1103647.ece

http://www.vg.no/pub/vgart.hbs?artid=199623

http://www.dagbladet.no/nyheter/2007/06/10/503150.html

http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article1829095.ece

http://www.nrk.no/nyheter/distrikt/nrk_trondelag/1.2664576

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband