Færsluflokkur: Bloggar

Ég hef enga trú lengur á því sem verið er að gera..

í frostaskjóli.. algerlega óskiljanlegur árangur liðs sem hefur á að skipa ekki síðri mannskap en FH og Valur, með "besta" þjálfara sem völ er á og örugglega langbestu stuðningsmennina.

Það er eitthvað mikið að í Vesturbæ.. ömurlegur fótbolti sem er spilaður með enn ömurlegri árangri !

mbl.is KR enn án sigurs eftir 3:1 tap gegn ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn af þessum dögum...

Þessi dagur var letidagur að mestu.. náði blund eftir hádegi í 2 tíma og dreif mig svo í Kringluna að verzla föt.. já ég fór í búð að versla Undecided .. Gekk bara vel, fataði mig upp og konan fékk sinn skerf einnig.  Þá er þessari raun lokið næstu mánuðina vonandi..

Eftir þessa frægðarför þá ók ég konunni heim og fór sjálfur með bílinn á olís stöðina við skúlagötu til að þrífa kaggann, en þá kom ég að tómum kofanum.. þessi bílþvottatöð er krónískt biluð og hefur verið um talsverðan tíma.  Ég fór þá vestur í ananaust og skolaði af kagganum og þreif að innan.. en þegar ég kom að ryksugunni.. þá var hún stífluð og virkaði ekki neitt.  Skerpa sig Olís menn, það gengur ekki að vera að halda úti þjónustutstöðum sem ekki eru að virka.. eða hvað ?  

Svo smellti ég mér í sund.. Vesturbæjarlaugin auðvitað !  500 metrarnir teknir í nefið og svo hugsaði ég mér gott til glóðarinnar að smella mér í heita pottinn.. ég meina heita pottinn ekki volga pottin þar sem allir sitja eins og síld í tunnu..en nei ! bévítans potturinn var lokaður í dag..

Svo niðurstaða dagsins var einn sigur og tveir ósigrar.

þetta rifjar upp minningar að weeestan

Ég er glaður að heyra að enginn slasaðist við þessar æfingar mannsins með byssuna.. en þetta rifaði upp minningu frá mínum unglingsárum fyrir vestan.. réttara sagt 2 minningar þar sem skotvopn komu við sögu.

Sú fyrri gerðist þegar Skari var 14 - 15 ára og fór með Fagranesinu að Bæ í Ísafjarðardjúpi um verslunarmannahelgi.. það var glatt á hjalla og þetta var mín fyrsta útisamkoma.. 2 vodka sáu um fjörið og svo slöpp hljómsveit inni á ballinu sme gerði þó sitt gagn.  en þarna voru tveir vitleysingar , eldri menn.. eftir á að hyggja sennilegast um 40 ára. skeggjaðir og stórir.. minntu talsvert á fígúrur úr gömly John Wayne myndunum..  En hvað um það, þeir voru inni í tjaldi með okkur "unglingunum" og voru bara að djúsa og spjalla.. en svo slettist eitthvað upp á vinskapinn við 
einhvern í hópnum og fírinn rauk út úr tjaldinu.. og kom aftur nokkrum mínútum síðar með 
haglabyssu, pumpu all illilega og lét ófriðlega fyrir utan tjaldið.. hótaði öllu illu og skaut að lokum 
upp í loftið.  Ég varð eins og hinir drulluhræddur við vitleysinginn en þá kom bróðir hans og sló 
hann bara niður..einn gomorren og málið var dautt. Hann fjarlægði byssuna og gleðskapurinn 
hélt áfram eins og ekkert hafi ískorist.  Daginn eftir þá gekk sá sem hafði ógnað með haglanum á milli tjalda , með byssuna á bakinu og baðst afsökunnar á framferðinu.. menn fengu að skoða gripinn og skjóta smá líka :)

Enginn lögga var á staðnum, enginn slasaðist og allir voru happy bara með þessa uppákomu eftir á .

Hitt atvikið gerðist í heimahúsi á bolungarvík..  það var gleðskapur hjá þessum hjónum eða pari, ekki viss hvort þau voru gift þótt 
minningin haldi því fram.  við sátum í mestu makindum inn í stofu og kona mannsins var ein í öðrum 
sófanum.. þá kom hennar heittelskaði inn í stofu með haglann og skaut að kerlu.. gerði heljarinnar 
gat á vegginn sem var úr einhverju pappakyns rétt við höfuð hennar..  eftir skotið urðu allir agndofa en.. náðu sér fljótt þegar kauði sagði.. ups sorry þetta var óvart !!

Man ekki hvort Einar lögga nennti að velta þessu mikið fyrir sér..


mbl.is Byssumaður var mjög ölvaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hvernig voru áverkarnir ?

Svona fréttir fá mig alltaf til að brosa enda ól ég mín unglingsár vestur á bolungarvík og voru slagsmál daglegur viðburður eða helgarviðburður því sem næst um hverja helgi.. inni á ísó eða úti í vik.. eða þá í sludduvík og Hnífsdal.. bara þar sem var "skemtun" þar voru slagsmál.  Menn nefbrotnuðu, tennur fuku.. menn bitnir illa.. og þar fram eftir götunum en þetta náði aldrei í fréttirnar..

Þegar flutt var suður í sæluna þá tók Hallærisplanið við með sínum slagsmálum 2 daga í röð í hverri einustu viku.. bestu helgarnar voru 3 daga helgar því þá var meira fjör og meira stuð.. menn eins og fyrir vestan misstu tennur, nef út á kinn , gat í gegnum vör en þetta þótti ekki fréttnæmt.

Ég held að þjóðfélagið sé töluvert friðsælla og miklu öruggara en það var fyrir 20-30 árum.  einn og einn auli með hníf en það var bara þannig líka fyrir 20-30 árum.  Eru menn búnir að gleyma stríðinu á milli Selja og fellahverfis í Breiðholti.. eru menn búnir að gleyma "golanhæðum" upp úr 1970 ? Haglabyssuskot og hnífstungur.. 

Ég held að þessir menn hafi verið fluttir upp á spítala til þess eins að fá skaðaskýrslu svo þeir geti farið í mál við hinn aðilann.. andskotans aumingjar bara Devil

mbl.is Fluttir á sjúkrahús eftir slagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkvíði

Ég er haldin verkvíða af verstu gerð þegar kemur að heimilisþrifum.. Ég er þó farinn að átta mig á því að þetta er vandamál og er farinn að huga að hugarfarsbreytingu. vandinn er sá að þegar ég vakna á laugardagsmorgni eftir háleit markmið föstudagsins um það að taka nú ærlega til hendinni heima og gera heimilið hreint og fínt.. þá er það viðtekin venja eftir slíkar hugsanir að ég vakna þreittari en allt sem þreitt er á laugardagsmorgni og get tekið allt að 2-3 tíma til að aulast fram úr bælinu. í morgun var engin untantekning á þreitunni en mér tókst samt að snáfast fram á stigagang með ryksuguna og kláraði þrifin í blokkinni á 30 mín sléttum.. 3 hæðir til að ryksuga og að skúra kjallarann.  Ég var hrikalega stoltur af afrekinu og ætlaði að hæla mér af því og fara bara að chilla það sem eftir er dagsins.. en þá stoppaði augnaráð eiginkonu minnar mig í startholunum að letilaugardegi og ég þorði ekki annað en að fara með þvottin niður í vaskahús og setja í eina vél og skokkaði svo upp á 3 hæð og settist niður hér til að segja ykkur frá afrekum mínum í dag.

Þegar ég fór svo að spá í frammistöðuna varð ég að viðurkenna að þetta var alveg skítlétt.. og mikið auðveldara að klára dæmið bara en to tre en að þola augnaráð minnar heittelskuðu.. en samt var ég að vonast innst inni til þess að ég mundi fá upphringingu og að ég yrði að fara í Þórsmörk eða Gullfoss Geysir 8-12 ferð til að sleppa við þrifin.. ekki mikið vit í því eða hvað ?  En svona er maður.. frekar 8-12 tíma vinna en að þrífa í 30 mín.. maður er kannski bara skrítinn ?

p.s. mér heyrist að konan sé að undirbúa ferð í Byko og IKEA.. held ég hringi í rútufyrirtækið og grátbiðji um ferð í dag !

Ég er á mínum 3-ja lykli !

Ég man ekki hvenær þessir lyklar komu fyrst hér , en ég er á mínum 3-ja lykli.. Eftirá að hyggja þá getur vel verið að ég hafi ekki gert hlutina rétt í byrjun enda er ég ekta karlmaður og les aldrei leiðbeiningar.. fyrr en eftir 3 mistök.  

En þegar bankarnir eru farnir að tala upp gjaldskrár vegna tapaðs lykils þá fer hrollur um mig.  Ég bjó lengi erlendis og var þar með netbanka eins og venjan var þar í landi.  Þar fékk ég veflykil
sem var töluvert flóknari en þessi sem við fengum hér á landi 2007 enda er um 10 ár á milli þeirra í þróun.  en.. þessi norski var með tölum sem þú áttir að slá inn í lykilinn, þessar tölur voru 4 stafa kódi líkt og með visakort og þá kom á skjáinn lykilnúmer.. Þessir lyklar áttu það til að klikka og þá var enginn miskunn hjá Magnúsi og Den norske bank rukkaði  100 kr norskar fyrir ófétið.. í hvert sinn og entust þessir lyklar hjá mér ekki nema í nokkra mánuði..

Ég spái því að sama sagan verði upp á teningnum hér enda eru íslendingar oftast nær 10 árum á eftir nágrönnum okkar í austri á flestum sviðum.

mbl.is Ekki allir á eitt sáttir um gæði auðkennislyklanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bush heldur að allir séu á sama gáfnaleveli og hann...

að halda því fram að eldflaugadraslið sem sett er upp í póllandi sé ekki beint að rússlandi.. hverjum er það þá beint að ?  Svíþjóð ?

Verst að Bush fattar ekki að Pútín hefur 10 sinnum meiri gáfur og hefur lesið þennan trúð í gegn fyrir löngu..

mbl.is Bush: Myndi fagna samstarfi við Rússa í eldflaugavörnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mismununin í verki

ef þessi elska hefði verið afrókani með skakkar tennur og hálf-feit.. sæti hún amk í ár fyrir sama brot ! 

money talks losers walks 

 


mbl.is París Hilton laus úr prísundinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

global warming ?

Ég sem leiðsögumaður sé þetta greinilega í mínum ferðum og benti á þetta í fyrsta blogginu mínu minnir mig hér í vor. En þá fór ég inn í Þórsmörk og gekk að jöklinum við lónið. Þá var jökulröndin öll á þurru landi en hafði verið út í lónið sumarið áður.. hvort það sé vegna þess að jökullinn hefur hopað eða lónið grynnst veit ég ekki svo gerla.. en eftir ummerkjum að dæma þá hefur hann hopað um 30-50 metra síðan í fyrra.  Ég trúi því að jöklarnir okkar hverfi hratt.. sérstaklega þar sem þeir eru svokalliðir "heitir" jöklar.. eru með 0 c hitastig að jafnaði á meðan heimskautaísinn og grænlandsjökull halda um -18.

 

Annað sem ég hef heyrt fleigt fram í mínum ferðum og það er CO2 mengunin frá bílum og vélknúnum farartækjum almennt. og í því sambandi oft verið minnst á eitt atriði og það eru eldfjöllin okkar.. sagan segir nefnilega að þegar Grimsvötn gusu 1996 þá hafi CO2 frá gosinu fyrstu 5 sekúntur gossins verið jafnmikið og árslosunin í NY í USA.. var ekki gosið í nokkra mánuði ?


mbl.is Íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áttu menn virkilega von á betri árangri ?

Ég skil ekki alveg afhverju fólk er að fárast yfir 5-0 tapi gegn svíum.. þetta er eins og ég hefði búist við að öllu jöfnu í leik þessara liða á heimavelli svía.  Svíar hafa verið í fremstu röð í 60 ár í boltanum en við alltaf meðal þeirra slökustu á sama tíma með smá auka geta þegar Gaui þjálfaði liðið.

Eru menn eru búnir að gleyma 6-0 í Parken fyrir ekki svo mörgum árum ?  Danir eru með svipað sterkt lið og svíar og þetta er bara raunverulegur munur á þessum liðum.. 4-6 mörk.

Það er samt eitt sem er að þvælast fyrir mér.. að þegar aðstaðan batnar til knattspyrnuiðkunar þá versnar árangur landsliðsins í öfugu hlutfalli..

Ég sem KR-ingur horfi upp á mitt lið spila gersamlega getulausuan bolta með "besta" mannskap deildarinnar..  Ég reyndar hef horft upp á skelfilega lélega knattspyrnu á landinu undanfarin 2 ár (síðan ég flutti til baka) hjá öllum liðum.. líka FH.  Ég fullyrði að FH ætti ekki séns á að vinna norsku fyrstudeildina .. hvað þá standa sig í norsku tippeligan og ég fullyrði einnig að FH ætti ekki séns í lið skagamanna á árum 1991-6 og KR 1994-6. Tek FH sem dæmi því þeir eru langbestir á íslandi í dag.. en samt ekki eins góðir og bestu liðin 
voru fyrir 10-15 árum síðan.  Knattspyrnunni hefur farið mikið aftur á íslandi og landsliðið endurspeglar það greinilega.

umm já Eyvi á að segja af sér strax.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband