Færsluflokkur: Bloggar
Vestmannaeyjaför
27.6.2007 | 17:42
Ég skrapp til eyja í gær þriðjudag í viðskiptaerindum. Það hefur alltaf verið gaman að koma til eyja þótt ekki séu minningarnar margar af sigrum minna manna í KR fyrirferðamiklar í þeim minningum. KR hefur oftast nær átt erfitt uppdráttar í eyjum og það líka þegar við vorum meðal bestu liða landsins. En mínar eyjaferðir einskorðuðust í 20 ár við slíkar heimsóknir.
Móttökur eyjamanna voru höfðinglegar og vorum við félagarnir drifnir í tuðruferð umhverfis Heimaey. Þetta var mikil ævintýraferð og stórkostleg upplifun sem vel er hægt að mæla með. Útsýnið til lands var stórbrotið með Eyjafjallajökul gnæfandi yfir sjóndeildarhringnum vel fylgt eftir af Heklu og Kötlu. Óhætt er að segja að eyjamenn búi við fegursta útsýni landsins að öðrum ólöstuðum
Fuglalífið í kringum eyjarnar er ótrúlegt, ég hef aldrei séð svona mikið líf nokkurstaðar á landinu ( hef ekki komið í Látrabjarg á varptíma).. hvert sem maður leit var lundi á flugi eða syndandi, álkur og langvíur.. múkkar , súlur og mávar. Allt bókstaflega iðaði af lífi.
Þegar inn í höfnina var komið aftur sá ég nokkra eyjapeyja vera leika sér að því að stökkva í sjóinn af KAP 2 íklæddir flotbúningum.. þetta væri óhugsandi í reykjavík.. þar mundi lögreglan og sennilega barnaverndarnefnd skipta sér af um leið..
Ég átti frábæran dag í eyjum og vonandi kemst ég þangað aftur sem fyrst.. já talandi um það.. vonandi mætir KR ekki eyjamönnum í eyjum í bikarnum, held að KR mundi ekki ríða feitum hesti frá þeirri viðureign.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
gjafir Friðriks horfnar í Mammon !
27.6.2007 | 17:31
![]() |
Ný íþróttamannvirki Vals munu bera nafn Vodafone |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
góðar fréttir fyrir okkur poolara
27.6.2007 | 11:32
![]() |
Nýr samningur milli Carlsberg og Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
alveg magnað..
26.6.2007 | 23:10
norðmenn með alla sína orku standa okkur miklu framar á þessum sviðum..
![]() |
Tilraunir með fljótandi vindmyllur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
síminn.is
24.6.2007 | 15:06
og þaðan í gleymsku..
Umkvörtunarefnið er.. afhverju fæ ég ekki bætt peningalega eða í aukinni þjónustu ef ég er látinn borga fyrir þjónustu sem ég ekki fæ ? fyrstu kvartanir mínar vegna internethraðans komu á vordögum 2005 og komið reglulega síðan án nokkurs sýnilegs árangurs eða nokkurra viðbragða frá símanum.. sama gerðist með imbann yfir netið.. ég sagði þessu upp og mun fá mér sky digital í framhaldinu og gef skít í Íslenska "hagsmuni" hér eftir..
Ég held eftir internetinu þar til ég hef fundið annað þjónustuaðila sem tryggir mér internet án þess að ég þurfi að hafa símanúmer.. andskotans þjófnaðarstarfsemi.. ég á ekki einu sinni símtæki.. í svíþjóð þarftu ekki að hafa númer.. bara númer á íbúðinni og internetið tengist án aukakostnaðar og án símanúmers.. ísland er 10-15 árum á eftir þökk sé frjálsri samkeppni.. meina og lesist.. fákeppninni!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
en fundu þeir pyntingaklefa USA í Iraq ?
23.6.2007 | 19:00
![]() |
Fundu pyntingaklefa al-Qaeda í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sama bullið og síðustu ár...
23.6.2007 | 18:53
![]() |
Benítez: Engin örvænting |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Veitingaaðstaðan við Gullfoss
23.6.2007 | 01:56
Ég þurfti sem betur fer ekki að aka rútunni heldur var bara afslappaður með hljóðneman sem var svosem nógu erfitt eftir 9 tíma törn í fastavinnunni..
En það sem mér liggur á hjarta er þetta, veitingasalan á gullfossi er einstök í íslenskri ferðaþjónustu.
Frábær aðstaða, besta kjötsúpa landsins og geðveik bláberjaterta sem á sér fáa líka í heiminum ! Stór orð en ég stend við þau.
Þarna er opið til kl 22.00 yfir annatímann í sumar í tilraunaskyni og gat ég ekki betur séð en að það
væri nóg að gera hjá þessu frábæra fólki. Frábært starfsfólk, sem flest talar ekki íslensku en bætir það
upp með einstakri þjónustulund og góðri framkomu. Íslendingar ættu að nýta sér þjónustu þessa
frábæra veitingastaðar meir en þeir nú gera. Ég er stoltur af því að geta kynnt farþegum mínum
þessa frábæru þjónustu sem þarna er að finna.
Hversu oft kemur orðið frábært fyrir í þessum stutta en frábæra pistli ?

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fullorðinn maður grét í kvöld
20.6.2007 | 22:05
En ég er viss um að KR fellur ekki.. við völdum þetta sumar gaumgæfilega til þess að vera skelfilega lélegir.. það fellur nefnilega bara eitt lið í sumar. en ég spái okkur samt hefðbundnu fallsæti.. sem er viðsnúningur hjá mér því ég hef verið sannfærður í allan vetur að þetta sumar yrði KR sumar.
Áfram KR
![]() |
HK og Keflavík og FH fögnuðu sigrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
bara sýndarmennska
20.6.2007 | 21:22
Ég hef lengi talið að Rafael Benitez sé á leið burt frá Liverpool og að hann mundi koma með einhver bull tilboð í leikmenn sem hafa ekki áhuga á að koma hvort sem er og nota svo það sem ástæðu að hann fái ekki fjármagn frá nýjum eigendum Liverpool til þess að segja samningnum sínum lausum..
Ef Benitez getur boðið þessa upphæð í Torres, afhverju getur hann þá ekki boðið í Tevez ?
![]() |
Benítez vill fá Torres til Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)