Ef þetta er mögulegt skv lögum þá á að nýta þann möguleika !

Ég er fullkomlega sammála umræddum sýslumanni í þessu máli.. ofsaakstur á að refsa með upptöku ökutækisins.. án tillit til hver það er sem á ökutækið !  Ef tekið er svoleiðis á málinu þá mun þetta verða liðin tíð innan skamms að menn aki eins og geðsjúklingar.. afsakið orðalagið,  ég meina að geðsjúklingar geti ekið svona um götur bæjarins og vegi landsins. 

Refsingar hér á landi eru bara hlægilegar og í flestum tilfellum langt frá alvarleika brotsins.  Menn teknir fyrir ofsaakstur og er SLEPPT eftir yfirheyrslur og játningar.. menn teknir við innbrot.. sleppt eftir játningar.. menn teknir fyrir nauðgun.. sleppt eftir játningu.. svona má lengi telja.  Ef menn sem eru teknir fyrir svona aksturslag á norðurlöndum þá sitja þeir inni þar til dómur er kveðinn upp.. oftast nær innan 2-3 daga frá broti ,  fyrr er þeim ekki sleppt.  Sama gildir fyrir hin brotin sem ég nefndi hér að ofan.. Það er löngu liðin tíð að löggan geti gengið að þessum glæpamönnum vísum líkt og með 
Lalla jóns hér á árum áður.. þá geymdi löggan hann bara heima og náði í hann við tækifæri þegar 
löggunni hentaði.. en ekki þegar samfélaginu hentaði. 

Gera bílana og hjólin upptæk við ofsaakstur og ítrekuð umferðalagabrot !

mbl.is Vill að mótorhjólin verði gerð upptæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert mál, gerið öll ökutækin upptæk. En hver heldur þú að stoppi fyrir lögreglu eftir að hafa verið mældur á miklum hraða ef það kostar viðkomandi milljón eða meira í töpuðum eignum? Eins margir og fjöldi snjóbolta í miðri Sahara eyðimörkinni. Með hækkun sekta og upptekt eigna er fólk hvatt til að hlýða ekki lögreglu. Af hverju á hraðakstur utan bæjarmarka, um nótt, að hafa þyngri refsingu en t.d. nauðgun?

Ef það væri nóg að setja bara lög og hafa þungar refsingar skulum við leysa fíkniefnavandann á einum degi. Bönnum eiturlyf.

Helgi (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 09:21

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

Þetta svar Helga lýsir einmitt þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir. Vanhæfni einstaklinga til að gera sér á heilsteyptan hátt grein fyrir vandanum. Þetta snýst um að taka úr umferð aðila sem gerast svo alvarlega brotlega við lög að nauðsynlegt þykir að taka þá úr umferð með öllum tiltækum ráðum. Segjum til "gamans" að þú Helgi hefðir verið í þessari bifreið og að þessi "ólánsami" ökuníðingur hefði ekið inn í hliðina á þér í stað þess að fara aftan á þig. Þú værir mögulega örkumlaður eða þaðan af verra....

 Mundir þú vera jafn jákvæður í garð þeirra?

 Einnig má kannski benda þér á einn sérlega augljósann punkt sem undirstrikar vanþekkingu og vanhugsað svar, eiturlyf eru nú þegar bönnuð.

Ellert Júlíusson, 15.6.2007 kl. 09:38

3 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Veit ekki betur en að lögreglan sé með myndavélar í öllum bílum núorðið. Þurfa þá ekki nema númerið á hjólinu, þá kæra þeir viðkomandi fyrir of hraðan akstur, og gera kröfu um upptöku bifhjóls ef ástæða þykir.

Persónulega er ég fylgjandi því að hjól sé gert upptækt, sama hver á hjólið. Kemur þá kannski í veg fyrir að einhver tími að lána "vini" sínum hjólið, ef hann treystir ekki félaganum til að aka skynsamlega.

Ívar Jón Arnarson, 15.6.2007 kl. 10:05

4 identicon

því að banna og banna allt þegar tölfræðin segir okkur allt annað, og bara reyknisdæmi getur sagt okkur að mér bestvitandi hafa motorhjól nánast ekkert  valdið öðrum skaða í umferðini. og þverövugt á við um bíla. þegar við tölum um motorhjól er sá hlutur oft um 200kg venjulegur fólksbíll um 1,4tonn höggþúngi og bremsuvegalengd bílsins þar af leiðandi margfalt meiri. Og auðvitað þarf lög um allt og alla því það er þjóðfelagið sem við lifum í i dag, en meðan eina úrlausnin til að stunda hraðakstur er kvartmilubrautin (sem fæst valla leifi til að halda opnri) þá get ég ekki sagt að skattpeningar af infuttum mótorhjólum séu að fara í neitt viturlegt, einhver partur af þeim sem fer greinilega í hræðsluáróður gegn mótorhjólum.

Andri (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 00:00

5 identicon

kannski eru þessir fáu sem eru svo eigingjarnir að stofna öðrum i hættu það eigingjarnir að þeir gera ekki neitt fyrir neinn sem gerir neitt fyrir þá, komið með aðstöðu fyrir hraðakstur sem er vel aðgengileg, þá kannski snyst stór partur við af þessum hópi og finst ekki lengur "kúl" að stunda hraðakstur á götum borgarinnar

Andri (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 00:07

6 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Mér sýnist þetta vera dæmi um vanhugsaða patent lausn.

Gera ökutæki upptækt sama hver á það. Ef við höldum okkur við þessa þröngu sýn, ofsaakstur eingöngu, og veltum fyrir okkur nokkrum "Hvað ef?" spurningum:

Hvað ef ökutækið er í eigu einstæðrar móður sem á baldinn ungling?
Hvað ef ökutækið er í eigu fjármálastofnunar?
Hvað ef ökutækið er bílaleigubíll?
Hvað ef ökutækið er stolið?

Er rétt að þriðji aðili beri fjárhagslegan skaða af því að einhver annar ók ökutæki á ólöglegum hraða, jafnvel án þess að valda með því skaða eða tjóni?

Sigurður Ingi Jónsson, 28.6.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband