Færsluflokkur: Bloggar
smá athugasemd við fréttina
7.8.2008 | 20:31
Í fréttinni er sagt að Tyrannosaurus Rex sé stærsta rándýr sem vitað sé að hafi lifað á þurru landi.. þessi fullyrðing stenst ekki nánari skoðun því það er umdeilt hvort Trex hafi verið rándýr í þeim skilningi að hann dræpi sér til matar heldur er hann talinn hafa verið hrææta eða tækifærissinni.. drap ef hann sá sér færi á því en lifði annars á sjálfdauðum dýrum eða bráð annarra dýra.
Annað sem gæti kollvarpað fullyrðingunni í fréttinni er Spinosaurus Það er eðlan sem kom í jurassic park mynd númer eitthvað og drap Trex.. en hér fyrir neðan er grein um hana af wikipedia.. hún var mun stærri en Trex og var pottþétt rándýr.
http://en.wikipedia.org/wiki/Spinosaurus
um TRex http://www.unmuseum.org/tyran.htm
alltaf gaman af risaeðlum.. í fortíð og nútíð.. bið að heilsa Guðna Ágústsyni í þeim orðum töluðum
![]() |
Forfaðir grameðlunnar fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
farið varlega á netinu... Jhs leigumiðlun og Netskil EHF
4.8.2008 | 14:33
Ég var að leita mér að húsnæði í sumar og álpaðist inn á www.leiga.is og surfaði þar fram og tilbaka til ða finna húsnæði við hæfi. Þar inni er hægt að haka við að fá send í e mail eignir sem falla undir þær leitir sem þú hefur verið að nýta þér.. gott og vel ég hakaði á þetta líkt og ég hef gert margsinnis áður erlendis, til dæmis á www.finn.no og hefur þjónustan aldrei kostað neitt.
Svo var ég að greiða reikninga í júnilok og þá sé ég rukkun frá JHS leigumiðlun upp á 2800 kall.. ég hringi strax og fæ þá að vita að með því að haka við vikomandi reit þá hafi ég samþykkt að greiða www.leigu.is umrædda upphæð. Ég hafði að sjálfsögðu lokað fyrir þessa þjónustu örfáum dögum eftir að ég fékk fyrstu e mailana frá þeim í pósti. max 3-4 dagar. Ég hringdi í umrædda þjónustu og þar svaraði ungur kurteis maður og sagði að hann mundi gera allt sem í hans valdi stæði til þess að hjálpa mér í umræddu máli.. gott og vel , ég upptekinn maðurinn í júlí og vann hvern og einn einasta dag þar og hafði því ekki tíma til þess að kanna málið frekar því ég treysti viðkomandi manni að hann væri maður orða sinna.. í það minnsta að hann mundi senda mér tilkynningu í e mail því hann fékk emailinn minn til að geta athugað hvað hafi misfarist í viðkomandi máli.. enginn email frá þessu fyrirtæki.
Þegar ég fór á netbankann minn í dag til þess að greiða reikninga þessa mánaðar þá sá ég að Jhs leigumiðlun var þarna inni enn og upphæðin kominn í 3859 kr.. og annað fyrirtæki fyrir neðan þá á listanum.. Netskil EHF með kröfu upp á 3805 kr..
Æði.. ég á sem sagt að borga einhverjum lögfræðingum fyrir klæki þeirra á netinu ekki bara gjald fyrir EKKERT heldur innheimtugjald í þokkabót..
Hver skyldi nú réttur minn vera ??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Ofbeldi ísraela tekur á síg ótrúlegustu myndir
29.7.2008 | 09:52
Israelar stoppuðu palestínskt drengjalið í knattspyrnu á landamærunum og meinuðu þeim að komst á stórt knattspyrnumót í noregi, Norway Cup. Drengirnir höfðu við erfiðar aðstæður náð að skaffa alla pappíra og stimpla og leyfi sem hugsast getur fyrir þessari ferð.. að ógleymdum þeim fjármunum sem þetta kostar.. en förin endaði á ísraelskri landamærastöð þar sem geðþóttaákvarðanir virðast oftast nær ákveða hverjir komast yfir landamærin og hver ekki.. drengirnir voru 14 og 15 ára ásamt 3 fararstjórum...
hér er fréttin : http://www.dagsavisen.no/innenriks/article361503.ece svona lagað kemst aldrei í íslenska fjölmiðla, því miður enda erum við undirlægjur bandaríkjamanna..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Glæsilegt Bogi og Nok
26.7.2008 | 22:20
![]() |
Gamall draumur að rætast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Háhyrningur vs Hrefna
24.7.2008 | 09:30
Þetta hefur eflaust verið óvenjulegt sjónarspil og alla svakalegt fyrir viðkvæma.. en þetta er gangur náttúrunnar.. þessi hrefna hefur eflaust verið eitthvað slöpp, veikburða eða hreinlega hundgömul. Það er harla ólíklegt að háhyrningar mundu ráðast á fullfríska hrefnu á miðju næktartímabili þeirra ef um kjötétandi háhyrninga er að ræða. Hafið fullt af ungviði sela og hvala og því nóg að bíta og brenna. En þessi hrefna endaði líf sitt í endurvinnslunni í stað þess að reka að landi öllum til óþurftar nema óvinum Gísla Marteins, sílamáfunum.
Ég er efins um að þetta hafi verið 25-30 háhyrningar.. þeir eru vanalega ekki í svo stórum vöðum. Oftast er þetta fjölskylda og ættingjar og talan í kringum 10-15 í mesta lagi því karldýrin eru rekin í burtu frá fjölskyldunni innan viss árafjölda sem kemur í veg fyrir skyldleikaræktun innan fjölskyldunnar.. svo þetta hafa verið nokkrar kýr með kálfa ásamt nokkrum ungum körlum og einum stórum tarf.
Glæsilegri og gáfaðri skepnu er erfitt að finna en fullfrískan háhyrning.
![]() |
Hrefna barðist fyrir lífi sínu við hóp háhyrninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sóðaskapur !!
24.7.2008 | 00:18
ég hef ferðast mikið í sumar eins og sést hefur á mínu bloggi.. á þessum ferðum mínum um landið hef ég orðið vitni að ótrúlegustu hlutum.. plastflöskur svífandi út um glugga á bíl á leið til Rvk frá Selfossi.. rusl á tjaldstæðum.. sígarettustubbar bókstaflega út um allt á bílastæðum þar sem rútubílstjórar nota.. sjálfsagt eru þeir sekir.. en það sem fékk mig til þess að skrifa þetta og ætlaði ég að vera búinn að því í gær en nennti því ekki vegna þreytu.
Ég var á ferð inn í Landmannalaugar með gönguhóp og ók Dómadalsleið, rétt áður en Heklu vikurinn svarti og ægifagri endaði, mætti ég econoline og tveim öðrum bílum sem ég tók reyndar ekkert sérstaklega vel eftir.. en leiðsögumaðurinn sem var í ferðinni segir : Nei sko hann, tók allt draslið með sér og tróð því í bónuspoka.. og viti menn þetta var rétt hjá henni Rósu leiðsögumanni.. hann hafði tekið ruslið með sér í bónuspoka en HENGT ÞAÐ AFTAN Á ECONOLININN.. Þar hengju tveir bónuspokar fullir af rusli aftan á bílnum.. krækt á hjarir eða eitthvað svoleiðis.. ég spáði ekkert frekar í þetta og ók inn í landmannalaugar.. á leiðinni heim er ég einn á ferð og ek Hrauneyjar tilbaka og niður skeiðin.. og svo upp á Hellisheiði gegnum Selfoss.. í kömbunum var poki.. gulur bónuspoki, þétttroðinn í vegar kantinum... efst í kömbunum var annar bónus poki.. Hver haldið þið að hafi átt viðkomandi ruslapoka og... gleymt að henda þeim í ruslagám ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Vonandi fyrirboði um það sem koma skal
21.7.2008 | 14:38
![]() |
Þorgerður Katrín leysir Geir af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
sem betur fer eru ekki allir eins og villi í köben
20.7.2008 | 21:53
![]() |
Skutu palestínskan fanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Ætli Villi V%%& í köben viti af þessari mynd ?
20.7.2008 | 20:44
![]() |
Bannað að sýna Life of Brian |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Vinnuálag sumarsins
20.7.2008 | 00:21
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)