smá athugasemd við fréttina

Í fréttinni er sagt að Tyrannosaurus Rex sé stærsta rándýr sem vitað sé að hafi lifað á þurru landi.. þessi fullyrðing stenst ekki nánari skoðun því það er umdeilt hvort Trex hafi verið rándýr í þeim skilningi að hann dræpi sér til matar heldur er hann talinn hafa verið hrææta eða tækifærissinni.. drap ef hann sá sér færi á því en lifði annars á sjálfdauðum dýrum eða bráð annarra dýra.

Annað sem gæti kollvarpað fullyrðingunni í fréttinni er Spinosaurus Það er eðlan sem kom í jurassic park mynd númer eitthvað og drap Trex..  en hér fyrir neðan er grein um hana af wikipedia.. hún var mun stærri en Trex og var pottþétt rándýr.  

http://en.wikipedia.org/wiki/Spinosaurus   

 

um TRex http://www.unmuseum.org/tyran.htm 

alltaf gaman af risaeðlum.. í fortíð og nútíð.. bið að heilsa Guðna Ágústsyni í þeim orðum töluðum Cool


mbl.is Forfaðir grameðlunnar fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þú ert ótrúlega naskur á náttúrufræðina Óskar. Flottur:)

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.8.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Já og naskur á náttúrufræðina í nútíðinni

Kristján Kristjánsson, 7.8.2008 kl. 22:06

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Takk fyrir innlitið :)

náttúrufræði hafa verið hobbý hjá mér síðan ég var smápatti á Grenimelnum í skræðunum hans afa. 

Óskar Þorkelsson, 7.8.2008 kl. 22:59

4 identicon

svo bara til að auka á fróðleikinn , þá var T-rex ekki einusinni næst stærst ... heldur fjórða stærsta

fín mynd hérna http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/c/c5/Largesttheropods.svg

Nátturunörd (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 10:05

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

"alltaf gaman af risaeðlum.. í fortíð og nútíð.. bið að heilsa Guðna Ágústsyni í þeim orðum töluðum "

 Var að læra á broskallanna.

Sigurður Sigurðsson, 10.8.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband