Færsluflokkur: Bloggar

þvílík blessun fyrir félagið

Þetta eru bestu fréttir sem ég hef heyrt frá liverpool síðan Dalglish var keyptur...

Æðislegt. bara æðislegt  :)


mbl.is Crouch sagður á leið til Portsmouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óli F lætur verkin tala..

Ætli Óli FF sé að láta verkin tala ?   Miðbærinn er í algerri rúst eftir að Óli FF og villi vitlausi tóku völdin.. Nú átti sko að láta verkin tala.. mála miðbæinn flottann og gera upp ónýt hús til hægri og vinstri.. stöðva í leiðinni alla eðlilega þróun miðbæjarins sem er að verða eins og Belfast með byrgða glugga og háar girðingar umhverfis brunarústir og hús sem bíða niðurrifs..

Fyrirtæki loka hvert á fætur öðru og nú síðast Veiðimaðurinn sem hefur verið ein flottasta verslun miðbæjarins um árabil.. sennilega opnar enn einn pöbbinn þarna já eða þá enn ein mynjagripaverslunin.. eða bara byrgðir gluggar sem eru að verða óþægilega algeng sjón í miðbænum.

sorgleg tíðindi fyrir okkur sem unnum miðbænum.. og munum þegar hann var fullur af lífi og þrótt.. en það var fyrir daga Óla FF og villa vill........


mbl.is Veiðimaðurinn hverfur úr miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers var þessi för farin ?

Það er mér gersamlega ómögulegt að sjá í hvaða tilgangi þessi för er farin.. kynna sér afleiðingar kjarnorkuslyssins í chernobyl ?  Halló.. við ætlum ekki að nýta okkur kjarnorku á íslandi.. við eigum ofgnótt af allskonar orku þótt við séum ekki að spá í kjarnorku.. þetta er enn eitt dæmið um sóun á almannafé og Kolbrún ætti að skammast sín fyrir að þiggja far í svona ferð..

Öll sú kynning sem þetta fólk þarf í þessari greinilega gersamlega óþörfu nefnd er að finna á GOOGLE.. Kolbrún ertu komin í 21 öldina ? Eða ertu enn að mæra Karl marx við kertaljós á háalofti einhverstaðar út í bæ ? 

Við hin notum internet og þá tækni sem til þarf.. ég get sagt þér og sýnt þér allt sem þú hugsanlega gast kynnt þér í þessari ferð sem kostaði pottþétt ekki undir 300.000 kall á mann... og hverju skilar þessi för okkur hinum hér á íslandi ?  

Skammastu þín Kolbrún. 

 


mbl.is Kjarnorkuiðnaðurinn leysir ekki orkuvandamál framtíðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það vantar aðalatriði fréttarinnar

ég las þessa frétt í aftonbladet fyrir nokkru síðan og þar var ekki aðalatriðið að maðurinn skuli hafa reynt að róa á milli landanna heldur að þar sem hann lagðist til svefns á miðri leið er einhver mesta skipatraffík í heimi....  Það er skip þarna  áferðinni að meðaltali á 5 mínútna fresti í aðra hvora áttina.. svo stutt er á milli landanna að það er stundum freistandi að synda yfir.. en það mundi eflaust enda illa.. 
mbl.is Reyndi að róa Eyrarsundið eftir sumbl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

í kvöld gerist það...

Í kvöld gerist það ! Í kvöld verða krýndir nýjir evrópumeistarar. 

Þjóðverjar hafa hefðina, getuna og viljann til að klára dæmið á meðan spánverjar eru meistarar í stórmótaklúðri.. en spánverjar eru komnir lengra en þeir eru vanir.. 24 ár síðan þeir komust síðast í úrslit og 44 ár síðan þeir urðu evrópumeistar sem einnig er þeirra eini stóri titill frá upphafi.

 

ÉG spái Þjóðverjum sigri 3-1 og það byggist á umræddu klúðri spánverja og innbygðu losera mómenti fólks frá Íberíuskaga. Ef þeir mæta sterku skipulögðu liði´þá eiga þeir það til að gefast upp fljótlega.. og skipulagða liðið sigrar.. 

Hér eru Þjóðsöngvar landana..

 


Alls ekki óhugsandi

Það er alls ekki óhugsandi að ísraelar geri loftárás á íran þrátt fyrir að þurfa að fljúga yfir lofthelgi amk 2 annara ríkja áður en komið er í iranska lofthelgi.. Jordan og Iraq, annari er stjórnað af Bandaríkjamönnum sem munu örugglega auðvelda ísraelum það að gera áras og jafnvel aðstoða þá við það í leiðinni með notkun á AWACS vélum sínum sem staðsettar eru á svæðinu.  Ef af þessari áras verður þá eru bandaríkjamenn meðsekir vegna þess að þeir ráða lofthelgi Iraqs og þar verða ísraelar að fljúga yfir.. 

Afleiðingar slíkrar árásar mundu verða Bush að skapi.. það kæmi styrjöld á svæðinu.. Iraq mundi leysast upp í frumeindir sínar frá því fyrir  1920.. allir berjast við alla og það gæfi bandaríkjunum átyllu til þess að fara í sýrland undir yfirskyni stríðsins gegn hryðjuverkum... 

Björt framtíð hjá okkur öllum með þessa fávita í ísrael og hvíta húsinu, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir styður með ráð og dáð þrátt fyrir loforð um annað fyrir kosningar,  hryðjuverk munu margfaldast.  rússar munu skerast í leikinn og Kína mun ekki horfa hlutlaust á því þeir eru farnir að kaupa töluvert magn af olíu frá iran.. 


mbl.is Íranar segja árás Ísraela óhugsandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég flúði borgina

Ég flúði borgina á þessum merkisdegi, þjóðhátiðardegi íslands.. ég flúði kraðak og barnavagnakaos í miðbænum.. ég hörfaði undan mannskaranum og fór alla leið í Öræfasveit og skoðaði Svínafellsjökul og Skaftafell.. og Núpstað á leiðinni heim.. borðaði dýrindishamborgara á systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri.. sennilega bestu hamborgarar á landinu.

Kom í bæinn endurnærður og með á annað hundrað mynda í farteskinu..

Mæli með þessu ...


mbl.is Allt að 50 þúsund manns í miðborginni í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þetta er ekki fyndið...

Hvað gerir maður ef svona sætur ísbjörn ræðst á mann ?

jú maður fer á hnén og vonast til þess að hann sé bara graður..


mbl.is Erfið aðgerð framundan að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

röng fyrirsögn að hætti moggamanna

Þessi fyrirsögn er hreinlega röng a la Moggin í evrópumálum.. 53.4 % þeirra sem kusu voru á móti þessum samning.. en það voru ekki nema rétt um 42 % Íra sem kusu svo í raun má telja að um 22 % íra hafi verið andstæðingar samningsins.. 20 % með honum og 58 % sem voru ekki nógu duglegir til þess að mæta eða höfðu ekki skoðun... svona getur tölfræðin verið notuð til að blekkja fólk.. mogginn er að því með þessari fyrirsögn.
mbl.is 53,4% Íra höfnuðu ESB-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðurland enn á ný

Ég fer í fyrramálið norður í land í söluferð. 3 daga ferð.  Ég fer á bíl í þetta sinn og gisti á hóteli sem er pottþétt með internettengingu.. ég geri ekki sömu mistökin oft...GetLost sennilega eina hótelið á norðurlandi með slíkan "munað"  Hótel KEA.

Ég vonast til að ná góðri sölu ásamt því að ná góðum myndum í ferðinni.  Tek með mér veiðistöngina til að dorga á Akureyri enda fátt annað hægt að gera þarna fyrir norðan svo mér sé kunnugt um...  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband