Samkvæmt því sem maður les í norskum vefmiðlum í dag hafa íslensk verkalýðsfélög sett það sem kröfu að ef þau flytji "heim" eignir til styrktar bönkunum þá verði hafnar aðildarviðræður við EU.
Ég hef ekki orðið var við þessar þreifingar hér í íslenskum fjölmiðlum, enda segir Geir að ekkert sé að og ekkert að gerast í hverju viðtalinu á fætur öðru....
Hvað ætli sé til í þessu ?
http://www.vg.no/nyheter/utenriks/eu/artikkel.php?artid=537725
http://www.reuters.com/article/ousivMolt/idUSTRE4942WD20081006?sp=true
![]() |
Lokað fyrir viðskipti með bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fréttastofa RUV kallar úlfur úlfur
5.10.2008 | 23:37
Dagskrá var rofinn kl 23.30 vegna aukafréttatíma.. ég beið spenntur eftir bitastæðum fréttum en.. Geir kom og talaði um ekkert í 5 mínútur og fór svo í nætursnarl..
Innihaldið var þetta: Bankarnir ætla að minnka sín umsvif erlendis... umm þetta var augljóst að mundi gerast svo þetta er varla þess virði að rjúfa dagskrá vegna þessa .. sem sagt úlfur úlfur var kallað og ekkert nema lömb sáust
Davíð verður að víkja til að skapa ró í þjóðfélaginu
4.10.2008 | 21:05
Amma og afi af báðum foreldrum voru sjallar.. og það gangrýnislausir sjallar.. allt var ömurlegt nema að sjallarnir voru við stjórn.. svona var ég nú alinn upp.. greinilegt að uppeldið hefur klikkað nema að því leiti að föðurafi minn hann Óskar Þórðarson husasmíðameistari vestur á melum þreittist seint að útskýra fyrir mér mikilvægi heiðarleikans og fjálsrar hugsunar.. slíkir sjálfstæðismenn finnast ekki lengur. Það get ég fullyrt.. en þessi fyrirlestur sjálfstæða hugsun fékk mig til að efast um allt.. því það voru alltaf amk tvær hliðar á hverju máli..
Ég gerðist alþýðuflokksmaður af hugsjón..
En ég sá að DO var ekki heiðarlegur maður mjög snemma.. óbilgirnin, hefnigirnin, langdrægnin var of augljós nema fyrir fólk sem kýs sjálfstæðisflokkinn enda kann það fólk ekki að meta sjálfstæða hugsun..
DO verður að víkja svo ró færist yfir málin hér á landi, með hann í Svörtuloftum mun vera efast um allar gerðir Geirs Haarde.. með réttu kannski. Og ríkisstjórnin öll og þar með Samfylkingin verður dreginn niður í svað sjalla... og framsóknar..
Ég vill að Samfylkingin geri það að ásteitingarsteini að DO verði látinn víkja sem Seðlabankastjóri.. ég vil í framhaldinu BANNA það að fyrrverandi alþingismenn fái há embætti á vegum ríkisins. Ferill DO ætti að duga sem röksemd gegn slíkum ráðahag. Það er nóg af fyrirtækjum hérlendis til að taka við afdönkuðum stjórnmálamönnum.. merkilegt samt að þingmenn og ráðherrar frjálshyggjunar sækja svo fast í ríkisjötuna.. segja eitt en meina annað.. helvítis pakk allt saman.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.10.2008 kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég er búinn að gefa samfylkinguna upp á bátinn
3.10.2008 | 00:02
Síðustu atburðir hér innanlands hafa tekið af allan vafa í mínum huga. Samfylkingin stendur hjá og horfir á sjálftektarflokkinn rústa íslensku efnahagslífi með góðri hjálp Krabbameinsins í Svörtuloftum.
Stefnuræða Geirs Huglausa var um akkurat ekki neitt.. mannaulinn gat tuðað í hvað 20 mínútur ? án þess að segja nokkurn skapaðan hlut.. sem að vísu bendir til smá hæfileika en sá hæfileiki er því miður gagnslaus.. nema að maður sé forsætisráðherra í ríkisstjórn engra aðgerða og engra áætlana, nema ef vera skyldi ef Davíð Oddson segi henni að gera eitthvað, þá er gott að geta nýtt hæfileikan í gangslausu þvaðri um ekkert.
Geir Haarde er til skammar og hann er orðinn þjóðinni skeinuhættur í sínum afglapaskap.
Samfylkingin þegir og gerir ekki nokkurn skapaða hlut heldur, og það er ljóst að meðan ISG er fjarverandi þá vita limirnir ekkert hvernig þeir eiga að dansa .. Samfó er höfuðlaus her á meðan ISG er í burtu.. og þegar hún er við.. sem er ekki oft.. þá gerist ekkert meira en hjá Geir Haarde..
Þessi stjórn mun hverfa í minningunni sem stjórnin sem gerði ekki neitt ! Og.. hvað á ég svo að kjósa næst ?
VG ? Þar ráða ríkjum óánægjuraddir sem aldrei geta verið sammála einu né neinu..
FF ? Ekki séns, þetta lið er til meiri skammar en sjálftektarflokkurinn.. sækir atkvæði til rasista þegar kvótatuðið dugði ekki lengur.. lýðskrumarameistarar.
Framsókn ?? Nei Guðni er risaeðla og þessi flokkur er sekari en sjallarnir í sjálftektinni..
Ég kýs sennilega ekki neitt... djöfuls aular allt saman á þessu alþingi.
![]() |
Glitnisaðgerð ekki endapunktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.10.2008 kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Gamli sáttmáli
2.10.2008 | 19:20
Var þetta játað ok samþykt af öllum almúga á Íslandi á Alþingi með lófataki:
At vér bjóðum (virðuligum herra) Hákoni konungi hinum kórónaða vára þjónustu undir þá grein laganna,
er samþykt er milli konungdómsins ok þegnanna, þeirra er landit byggja.
Er sú hin fyrsta grein, at vér viljum gjalda konungi skatt, ok þingfararkaup slíkt sem lögbók váttar,
ok alla þegnskyldu, svá framt sem haldin er við oss þau heit, sem í móti skattinum var játað.
Utanstefningar viljum vér aungvar hafa, utan þeir menn, sem dæmdir verða af várum mönnum á Alþingi í
burt af landinu.
Item at íslenzkir sé lögmenn og sýslumenn á landi váru af þeirra ættum, sem at fornu hafa goðorðin upp
gefit.
Item at sex hafskip gangi á hverju ári til landsins forfallalaust.
Erfðir skulu ok upp gefast fyrir íslenzkum mönnum í Noregi, hversu lengi sem staðið hafa, þegar réttir
arfar koma til eðr þeirra umboðsmenn.
Landaurar skulu upp gefast.
Slíkan rétt skulu hafa íslenzkir menn í Noregi sem þeir hafa beztan haft.
Item at konungr láti oss ná íslenzkum lögum ok friði eptir því sem lögbók váttar ok hann hefir boðið
í sínum bréfum, (sem guð gefr honum framast afl til).
Jarl viljum vér hafa yfir oss meðan hann heldr trúnað við yðr, en frið við oss.
Halda skulum vér ok vorir arfar allan trúnað við yðr meðan þér ok yðrir arfar halda við oss þessa sættargerð,
en lausir, ef rofin verðr af yðvarri hálfu at beztu manna yfirsýn.
Anno M. ijc lxiij.
Hér eptir er eiðr Íslendinga.
Til þess legg ek hönd á helga bók ok því skýt ek til guðs at ek sver herra Hákoni konungi ok Magnúsi konungi
land ok þegna ok æfinlegan skatt með slíkri skipan ok máldaga sem nú erum vér á sáttir orðnir ok sáttmálsbréf
várt váttar.
Guð sé mér hollr, ef ek satt segi, gramr ef ek lýg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
uummmm skulda ég þá ríkinu núna ?
29.9.2008 | 12:01
Ég vaknaði við vondan draum í morgunn.. ég dreymdi að ég væri kominn á kaf í skattaskuldir og skuldir við ríkið.. barðist í bökkum og náði vart andanum og var að drukkna í skuldum..
Svo fer ég í vinnuna, enn hálfdasaður eftir sundsprettinn í nótt og þá blasti þetta við mér !! Ríkið búið að yfirtaka bankann minn.. bankann sem ég var að taka lán í .. svo núna skulda ég ríkinu enn meira en þessar andsk skattaskuldir sem þeir eru að krefjast af mér sárasaklausum.
En úr því að svona er komið þá vil ég að ÖLL stjórn glitnis fari frá Weldin endurgreiði 300 milljónir vegna vanhæfis síns sem bankastjóra og hann hætti samdægurs.
![]() |
Ríkið eignast 75% í Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
mánudagur fram undan svo ég vil gleðja ykkur..
28.9.2008 | 23:00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég hef sagt það fyrr..
28.9.2008 | 16:18
.. og get sagt það aftur.. ef Liverpool vinnur fyrstu 4- 5 leikina og er á toppnum eftir 6 umferðir er allt mögulegt. Kannski tekst það í ár að Liverpool verði á topp 2 í vor og jafnvel meistari. Liðið hefur verið að taka inn stig þrátt fyrir að vera ekkert að spila neitt sérlega vel oft á tíðum sem er umsnúningur frá fyrri tímabilum þar sem liðið tapaði oft á tíðum slíkum leikjum. en í ár er MU í valnum, Everton er frá svo ég er orðinn bjartsýnn á gengi liðsins.. en það hef ég ekki verið í nær 12 ár.
Koma svo Torres :) sýndu nú vitleysingnum honum Rooney hvernig á að skora mörk.
![]() |
Torres bjartsýnn á að vinna titilinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
já konur eru konum verstar
26.9.2008 | 17:57

![]() |
Kyn yfirmanna skiptir mismiklu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)