Ég er búinn að gefa samfylkinguna upp á bátinn

Síðustu atburðir hér innanlands hafa tekið af allan vafa í mínum huga. Samfylkingin stendur hjá og horfir á sjálftektarflokkinn rústa íslensku efnahagslífi með góðri hjálp Krabbameinsins í Svörtuloftum.

Stefnuræða Geirs Huglausa var um akkurat ekki neitt.. mannaulinn gat tuðað í hvað 20 mínútur ? án þess að segja nokkurn skapaðan hlut.. sem að vísu bendir til smá hæfileika en sá hæfileiki er því miður gagnslaus.. nema að maður sé forsætisráðherra í ríkisstjórn engra aðgerða og engra áætlana, nema ef vera skyldi ef Davíð Oddson segi henni að gera eitthvað, þá er gott að geta nýtt hæfileikan í gangslausu þvaðri um ekkert. 

Geir Haarde er til skammar og hann er orðinn þjóðinni skeinuhættur í sínum afglapaskap.

Samfylkingin þegir og gerir ekki nokkurn skapaða hlut heldur, og það er ljóst að meðan ISG er fjarverandi þá vita limirnir ekkert hvernig þeir eiga að dansa .. Samfó er höfuðlaus her á meðan ISG er í burtu.. og þegar hún er við.. sem er ekki oft.. þá gerist ekkert meira en hjá Geir Haarde.. 

Þessi stjórn mun hverfa í minningunni sem stjórnin sem gerði ekki neitt !  Og.. hvað á ég svo að kjósa næst ? 

VG ?  Þar ráða ríkjum óánægjuraddir sem aldrei geta verið sammála einu né neinu..

FF ?  Ekki séns, þetta lið er til meiri skammar en sjálftektarflokkurinn.. sækir atkvæði til rasista þegar kvótatuðið dugði ekki lengur.. lýðskrumarameistarar.

Framsókn ?? Nei Guðni er risaeðla og þessi flokkur er sekari en sjallarnir í sjálftektinni..

Ég kýs sennilega ekki neitt... djöfuls aular allt saman á þessu alþingi. 

 

 


mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Óskar: Lestu pistil minn um stefnuræðuna og aðgætum hvort við séum ekki sammála í þessu máli.

Magnús Paul Korntop, 3.10.2008 kl. 09:16

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jamm...  ég kannast nú svosem við svona þanka! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.10.2008 kl. 10:02

3 Smámynd: Heidi Strand

Skari, det nytter ikke å gi opp. Du må velge den som er mest brukbare partiet.ved å sitte hjemme ved kjøkkenbordet og være sur, da lar du de andre bestemme for deg.
Jeg tror at Venstre grønn det likeste, men de er redde for EU.

Jeg tror at Island må gå i forhandlinger med EU hvis det er mulig og så får dere stemme om avtalen og om dere vil inn eller ikke. Det gjorde vi nordmenn og vi sa nei både i 1972 og i 1994.
Danmark gikk inn i 73 og  fikk mulighet til å forme alt fra starten av. Ikke har dette medlemskap hatt noen innvirkning på selvstendigheten. Danskene er mye strengere mot utlendinger enn f. eks islendinger og nordmenn er. Vi må f.eks ikke kjøpe leilighet i Danmark hvis vi ikke har vært bosatt der i 5 år , ha jobb og betale skatt. 7 år bosetting er regel ved kjøp av sommerhus. om du har hele kjøpesummen og kan legge på bordet, spiller det ingen rolle.
Det er bedre å være blant de første land inn i EU enn blant de siste. Da skal man inn på  betingelsene til mange flere land.
Jeg er sikker på at Island og Noorge har ingen mulighet å være utenfor medlemskapet i all framtid.
 Like godt å hoppe i det spom å krype i det.
(Hvis giftpennen ser dette blir han gal.)
Beste hilsen

Heidi Strand, 3.10.2008 kl. 10:14

4 Smámynd: Heidi Strand

Det gikk litt fort for seg. Norge er med en o og p skulle ikke være i som.
Ha en god dag som  sier de i kassen på Rimi.

Heidi Strand, 3.10.2008 kl. 10:17

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Skil vel þína afstöðu og til hamingju með að gefa frat í stefnulausasta flokk allra tíma.

Víðir Benediktsson, 3.10.2008 kl. 23:02

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Framsókn ?? Nei Guðni er risaeðla og þessi flokkur er sekari en sjallarnir í sjálftektinni..

Þennan Víðir ? 

Óskar Þorkelsson, 3.10.2008 kl. 23:06

7 identicon

Gefðu ekki upp vonina!!  Það koma ný framboð. Allavega eitt rís úr rústum FF, kunningi minn gekk þar framhjá um daginn -það var byrjaður reykur.  Í skjóli kreppunnar byrjar síðan endurnýjuð stórsókn í virkjanir og önnur náttúruspjöll, það þýðir framboð náttúruverndarflokks, hvort sem hann heitir Íslandshreyfingin eða eitthvað annað.

Það verður alveg hægt að gefa sk... í "hefðbundnu" flokkana en kjósa samt.

sigurvin (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 23:37

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég átti nú reyndar við Samfylkinguna. Ég held að það sé í raun sama hvað þú kýst eða hvort þú kýst yfirleitt þá er allt betra en þessi höfuðlausi her sem er með öllu og í leiðinni á móti öllu svo það verður ekki neitt úr neinu nema það þóknist Davíð Oddssyni.

Víðir Benediktsson, 4.10.2008 kl. 00:31

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er margt til í því Víðir, en eins og staðan er í dag þá kýs ég ekki í næstu kosningum því það er enginn flokkur lengur trúverðugur. .. ef þeir voru það þá einhverntímann.

Óskar Þorkelsson, 4.10.2008 kl. 00:39

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ræður þessara manna rifjar upp fyrir manni frasann: Talks a lot - but says nothing. 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.10.2008 kl. 20:37

11 identicon

Merkilegt að þú skulir yfirleitt hafa bundið ráð þitt við það refskott sem Samfylkingin er...

Ég er hins vegar sammála vonbrigðum þínum með Geir H.H. en vonandi tekur Þorgerður við fyrr en seinna. 

BigBrother (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 20:43

12 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Að kjósa ekki neitt er uppgjöf og stuðningur við það sem maður síst vill... en sumir eru bara þannig og ekkert við því að segja. Óskar þetta er ekki alveg svona einfalt...því miður

Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2008 kl. 20:50

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

komdu með tillögu fyrir mig Jón.. samfylkingin hefur svikið mig oftar en einu sinni..  já ég hef gefist upp á íslenskri pólitík.. ertu hissa á því ?

Óskar Þorkelsson, 4.10.2008 kl. 21:13

14 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef þú lítur þannig á málin að flokkarnir séu sérstaklega til fyrir þig get ég ekkert sagt meir....þá finnur þú aldrei neitt og situr bara hjá..það er þá bara þín ákvörðun.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2008 kl. 21:30

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég veit ekki hvernig þú gast lesið það út úr mínum svörum að stjórnmálaflokkar væru bara fyrir mig Jón Ingi.. en ef þú kýst stjórnmálaflokk og hann gegnur hreinlega bak orða sinna hvað á maður þá að gera ?  sérstaklega þegar sá stjórnmálaflokkur er sá sem stendur næst þínum eigin lífsskoðunum ? 

Frekar aumt svar frá þér finnst mér..  

Óskar Þorkelsson, 4.10.2008 kl. 21:43

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar þú er búinn að gefa samfylkinguna upp á bátinn - ég skil þig mjög vel

Óðinn Þórisson, 5.10.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband