Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
í Rayong, Khao Yai og fleira
29.3.2009 | 03:06
Þetta er stutt frásögn af síðustu dögum..
Hef heimsótt hindúamusteri á toppi á einhverju fjalli í Buri Ram.. daginn eftir fórum við svo í ferðalag til Khao yai þjóðgarðsins sem er skratti stór frumskógur sem er verndaður með kjafti og klóm.. enda mikil náttúruverðmæti þar, dýralíf og gróður..
http://www.dnp.go.th/parkreserve/asp/style1/default.asp?npid=9&lg=2
Þar stoppuðum við stutt því þetta er frekar dýrt svæði til að gista á , mikil aðsókn og svo þau svæði sem leift er að ferðast um á eru þéttsetinn túristum , þó aðalega frá thailandi.
Sáum þó slatta af dýrum en fáar myndir teknar því vélin mín ræður ekki við að taka myndir í rökkri í fjarlægð.
síðan ókum við daginn eftir í gegnum allan þjóðgarðinn til Rayong sem er í suðurhluta austur thailands kambódíumegin. Þar er ég nú í góðu yfirlæti á strandhóteli..
vonandi frjósið þið ekki í hel áður en ég kem heim ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fyrsta vikan.. eða því sem næst
22.3.2009 | 07:26
yÉg vaknaði í nótt kl 03.00 við það að skordýrin voru kominn í allsherjar sinfóníu fyrir utan húsið.. hávaðinn var með ólíkindum.. engispretturnar voru sigurvegarinn með sitt allþekkta skrikskrik hljóð sem við þekkjum svo vel úr gömlum bandarískum bíomýndum . en það voru fleiri kvikindi á ferðinni en engisprettur.. kvikindi sem ég kann ekki að nefna en bætti í kórinn með sínu nefi ( eða fótum). síðan komu veiðidýr næturnar með í söngin með sitt GABBOONN hljóð.. eða GEKKO hljóð.. hljóð sem fékk mig til að skilja afhverju spænskumælandi menn kalla eðlur gekko. litlar gular eða fölgrænar að lit.. sirka 5-10 cm langar og önnur týpa sem er um 30 cm löng og líkist krókodíl, vel tennt og græn með gulum smáum doppum.. ég ætla að reyna að ná mynd af þeim. eldsnöggar og bókstaflega út um allt.. um leið og birti tók við fuglakórinn.. (ég náði að leggja mig aftur og vaknaði kl 0.60.00) við miklu öflugri og fjölbreittari hljóð en svæfandi hljóð engisprettnana.. og hanarnir fóru í keppni um hver gat galað hæst og sem mest falskt.. frekar slakir hanar hér sönglega séð, þótt flottir séu.. langleggjaðir litfagrir og árásargjarnir..
Ég svaf við opinn glugga eins og venjan er hér.. ef glugga skyldi kalla því ekkert gler er í þeim bara hlerar.. nóttin var mild, aðeins um 22-26 °c en gærdagurinn hafði einmitt verið frekar "kaldur" einungis um 27-28°c. Kaldur segi ég því að heitasti tími ársins er að hefjast með rigningum og tilheyrandi.. það má vel búast við 38-42 °c á þessum árstíma.. líka á næturnar.
Hér í Surin vantar hinsvegar regn og sést það vel á trjágróðrinum og hrísgrjónaökrunum.. og bíða bændur eftir regninu svo hægt sé að fara hefjast handa við alvöru búskap.
Í dag á að sýna tengdasyninum landareignina og það er einhverra klst labbitúr um banantré , mangotré, papayatré og hrísgrjónaakra.. Allir með voðalegar áhyggjur af því að mér sé heitt og því er allstaðar lofkæling á því stigi að gott frystihús fyrir vestan mundi skammast sín fyrir sitt hitastig innanhúss .. svo ég stoppaði þessa vitleysu með því að segja að ég hafi ekki þvælst um hálfan hnöttinn til að fá kvef í hitabeltinu. málið dautt og loftræstinginn tekin úr sambandi...nema um nóttina.
kl 09.00 var étinn morgunmatur að hætti inffæddra.. allskonar froskar og vesen, egg og svínakjöt, og hrísgrjón að sjálfsögðu ásamt kryddleginni nautatungu.. þegar hér var komið við sögu var hitinn að nálgast 34°c .. og um kl 14.00 þegar þetta er skrifað er undirritaður búinn að fara 4 sinnum í sturtu og hitinn orðinn hátt í 40°c.
 
sældsarlíf svosem :)
Dagur tvö leið hjá án stórfelldra atburða.. við vorum ein heima skötuhjúin því foreldrarnir skruppu til kambodíu til að spila fjárhættuspil, sem er víst bannað að stunda í thailandi. Dagurinn leið hjá í miklum hita, svefn og afslöppun. skrapp um kvöldið til Surin city til þess að fara í verslun..
dagur 3. ég fór í fótanudd, en ég hef hægri fótinn gersamlega kabutt ,bólginn og fullur af bjúg. Ég hef átt við þetta vandamál árum saman með hægri fótinn og aldrei fengið lausn minna mála á klakanum.. alltaf bent á að éta eitthvað vatnslosandi bjúgmeðal.. sem auðvitað virkaði ekkert nema þá að ég þúrfti að míga í tíma og ótíma án þess að bjúgurinn í hægri fæti minnkaði neitt að ráði. En hér fann ég eina góða thailenska nuddkonu með handleggi sem gætu fengið margann karlmanninn til ða skammast sín. Hún hamaðist á fætinum í klst og leið mér miklu betur á eftir þótt þetta hafi verið sársaukafullt.. ég pantaði hjá henni tveggja tíma fótanudd daginn eftir og sá ég á svipnum á henni og látbragði að þá ætti ég ekki vona á neinu afslöppunarnuddi..
Eftir nuddið fórum við heim því það var farið að styttast í giftingarathöfnina.. komum heim tæpri klst fyrir athöfn og allt að verða tilbúið.. blómakörfurnar og allt það sem fylgdi svona athöfn var búið að stilla upp og gestirnir farnir að streyma að..Ég fór í sturtu og skipti um föt.. og svo bara byrjaði athöfnin.
Mér var sagt að setjast niður við borðið og frúin við hlið mér.. síðan settust nánustu ættingjar við borðið og einn gamall gaur byrjaði ða kyrja eitthvað og allir tóku undir nema ég og konan sem bara sátum þarna með lófana í bænastellingu.. konan hvílsaði að mér að núna væru allir að kalla á anda framliðinna ættingja, minna og hennar til þess að fá sér að borða af því semk var stillt upp á boðrinu, bananar svínshaus, hrísgrjón og fleira góðgæti..
Svo fór karlinn að skvetta á okkur vatni .. sem var fínt fyrir mig, því ég var að kafna úr hita. á meðan á þessum vatnsaustri stóð komu inn fleira fólk og fór að kyrja eitthvað með karlinum og sumir fóru að snerta okkur lauslega með ósk um góða framtíð..
Svo kom smá bið á athöfninni því að við áttum að setja upp hringana táknrænt og það varð að gerast á "réttu" augnabliki.. sem sagt kl 19 mínútur yfir 3 á föstudeginum... svo athöfnin stoppaði í sirka 10 mínútur en svo var haldið áfram að kyrja og vatnausturinn jóks til muna og við settum upp hringana sem búið var að "blessa" með allskonar athöfnum.. svo tók við athöfn þar sem fólk tók gult band sem hékk á blómaskreytingunum og batt um úlnlið okkar ásamt peningagjöfum.. stundum var peningunum rúllað upp og bundnir í bandið sem fór um úlnliðinn eða peningnum var stunfið beint undir þumalinn á manni.. þetta er gert til þess að auka hagsæld okkar og biðja þess að við munum eiga fjárhagslega örugga framtíð ( ekkert félagslegt kerfi í thailandi nema fjölskyldan)..
Þegar þessu var lokið.. án nokkurar sýnilegrar lokunar.. þetta hætti bara og karlinn sem var hálfgerður seiðskratti frá kambódiu fór skyndiulega og sást ekkert meir. var mér sagt að ég mætti standa upp og gera það sem ég vildi.. og drykkjan hófst.. viskí í sóda var málið.
Ég skálaði og skálaði og allir vildu tala við mig.. sem gekk ekkert alltof vel því frúinn var upptekinn annarstaðar.. svo maður kinkaði kolli og brosti og sagði skál.. allir ánægðir..
inn á milli stóð maður upp þegar frúinn kallaði til þess að gefa af peningunum til fólks sem kom í veisluna og voru fátæk..( þar á meðal gullfallegur drengur sirka 5-6 ára, sem vantar annað augað frá fæðingu og hefur eitthvað óhugnanlegt appelsínugult drasl í tóftinni í stað gerfiauga.. en það kostar víst 100.000 baht en án þess mun andlit drengsins afmyndast með aldrinum.. Ég mun kanna hvað ég get gert fyrir hann í nánustu framtíð..ræða við augnlækna hér heima um lausn.. og jafnvel fara út í smá söfnun fyrir hann.. því 100.000 baht er ekki stór fjárhæð fyrir íslending þannig lagað.. sirka 350.000 kr)..
Seinna um daginn fór mikilvæga fólkið ða streyma að.. þeir ríku og flottu.. hershöfðingjar, lögreglustjórar, skólameistarar héraðsins.. allir vel talandi á enska tungu og fólk sem veit að það er mikilvægt og hagar sér eftir því.. gott fólk samt og gamna að tala við þau.. þau gáfu mikla peninga.. 5-10 sinnum meira en þeir sem fyrir voru.. og þessir peningar fóru til móður konunnar.. því ég hefði bara notað þá í fótanudd og bjór ;)
okkur var síðan boðið í mat hjá yfirskólastjóranum í Surin.
dagyur 4, upp kl 6 eins og vanalega.. fengum morgunmat sem samanstóð af , risarækjum eða humri, ekki viss hvort þetta var, tom yum pla, fræg thailewnsk fiskisúpa, og allskonar örðu góðgæti sem ég kann ekki að nefna.. amk 8 réttir.. eldað var undir húsinu og borðað þar líka.. eftir morgunmatinn sem hefði getað fengið hvaða thailenska veitingastað sm er í heiminum til að skammast sín. var farið í fílaþorpið Krap pho sem var víst rétt hjá sagði tengdó.. en reyndist vera í 100 km fjarlægð... í þessu þorpi eru hundruðir fíla, jafnvel um þúsund.. og eru haldnar sýningar fyrir skólakrakka frá öllu thailandi þarna og fá fílahirðarnir í Surin ( man einhver eftir lagi Megasar ?) fá ekki laun beint heldur fær hver fíll 8000 baht frá ríkinu sér til framdráttar mánaðarlega.. sýningarnar eru því vasapeningur filahirðanna skilst mér..
dagur 5.. fótanudd og internet.. ég ætlað að reyna að koma þessu frá mér með myndum.. sjáum til hvernig til tekst :)
 
 
 
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
loksins kominn til Bangkok
16.3.2009 | 20:08
jæja þetta tókst að lokum..
Ferðalagið til thailands var hálfgert ævintýri útaf fyrir sig..tók um 30 tíma að komast hingað með hoppi í gegnum Abu Dhabi.. frekar leiðinleg ferð ef ég á ða vera hreinskilin og get ég ekki mælt með þesari ferðatilhögun. Arabarnir í Abu Dhabi hafa gert flotta flugstöð.. á pappírunum en í reynd þá er hún hálf ömurleg fyrir þá sem þurfa að dveljast þar milli fluga. endalaust gjamm í hátalarakerfi sem var stillt allt of hátt svo það var ekki nokkur leið að slaka á.. þegar sljákkaði loks í kerlingunni með míkrafóninn þá tók þrifaliðið við.. svo endalaust áreiti var á því fólki sem var á þessum auma stað.. en ég fann barinn svo þetta lagaðist örlítið..
Það var gaman að fljuga niðureftir irak og persaflóa.. sjá öll þessi olíu mannvirki sem voru uppljómuð og því vel sýnileg úr mikilli hæð (41.000 fet).. sá Bagdad íur fjarlægð.. kuwait og svo tóku við endalaus mannvirki fram í sjó niður nær allan arabíuskagann.
Miðað við það sem ég sá úr lofti eru arabarnir vel skipulagðir í gatnagerð.. beinar götur og ferningsform með einstaka þrihyrningsformi og hringjum voru allsráðandi.. allt vel sýnilegt frá flugvélinni.
Flugfélagið er vel hægt að mæla með, eitt það besta sem ég hef flogið með, etihad sem er ríkisflugfélag sameinuðu arabísku furstadæmanna.. góð sæti, góður matur og vel útilátið.. haagendaas ís og ávaxtasafar eins og þú gast í þig troðið... og barinn var ókeypis.. Mikið úrval af bíómyndum, þáttum, tónlist og teiknimyndum fyrir börnin og var hvert sæti með skjá og fjarstýringu. Ég náði að horfa ánokkrar bíomyndir, 007 quantum solace, casino royale, slumdog millionair, appolakkia (minnir mig) einhver mynd með van diesel þar sem hann leikur aukahlutverk í stockbroker mynd.. sem var ágæt..
Bangkok tók á móti manni með nýrri glæsilegri flugstöð.. virkilega vel skipulögð og falleg bygging. Thailendingar kunna vel að byggja stórt og leggja góða vegi.. kannski ætti Möllerinn að koma hingað og læra eitthvað í samgangnagerð..
þegar út úr byggingunni var komið þá tók við mikill hiti og raki, var um 39 °c fyrir utan bygginguna.. núna sit ég á hótelherbergi og blogga því ég get ekki sofið vegna þotulaggs og hita.. þarf eflaust að skella mér í sturtu .. í 3 sinn síðan ég kom hingað .. innan við 10 tímar.
Á morgunn tekur við afslöppunardagur, heildnudd , gott að borða og svefn.. síðan fer ég út í sveit ... og þar er ekki internet nema á einstaka stað.
bið að heilsa í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég kveð að sinni
14.3.2009 | 18:44
Ég er farinn til Thailands í 5 vikna krepputúr, fer út í fyrramálið.. orðinn leiður á klakanum, kominn með upp í kok af íslenskum stjórnmálamönnum..
skv samtali sem ég átti við konu mína í dag sem er stödd í Bangkok núna þá er 37 °C á daginn þessa dagana... og bara hækkar.. heitasti tími ársins er framundan í apríl.
Ég mun blogga af og til frá thailandi næstu vikurnar.. þ.e. ef ég kemst í tölvur einhverstaðar sem eru nettengdar.. en ferðalagið verður að mestu leiti í sveitahéruðum við landamæri Cambodiu og Laos.
Gerið enga vitleysu á meðan ég er í burtu og ekki kjósa sjálfstektina.. þá fer þetta allt saman vel að lokum ;)
sjáumst með hækkandi hitastigi og sól..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
glory glory glory.. hvað :D
14.3.2009 | 15:38
ha ha þvílíkt burst.. það fór sko ekkert á milli mála hvaða lið er besta lið bretlandseyja í dag !!
1-4 á old trafford eru ekki úrslit sem sjást oft.. en verða vonandi mun algengari í framtíðinni.
Bestu kveðjur elskurnar mínar.. Skara líður vel í dag.. eins og alltaf þegar MU tapar leik.. en extra vel þegar liverpool gersamlega pakkar þeim saman svo stendur ekki steinn yfir steini hjá þessum sauðum sir Alex.
Steven Gerrard: Glæsilegur sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í tilefni 0-2 sigursins á morgun !
13.3.2009 | 19:27
Þá fara stýrisvextir að lækka ..
11.3.2009 | 14:31
Ég hef lengi haft þá skoðun að stýrisvextir lækki þegar annað hvort af tvennu, eða bæði gerast.. Davíð Oddson fari úr Seðlabankanum.. Baugur fari á hausinn.. en þar sem stýrisvextirnir lækkuðu ekki við brotthvarf Dabba þá tel ég að það sé pottþétt að þeir lækki í næstu viku :)
Búast við að Baugur óski eftir gjaldþrotaskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 13.3.2009 kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ekki lýgur statis-tíkin
10.3.2009 | 18:44
Liverpool toppar evrópulistann.. svo framrúðubikarhafar geta bara grátið úr sér augun ...
1. Liverpool 114.143
2. AC Milan 110.406
3. Chelsea 110.143
4. FC Barcelona 109.428
5. Arsenal 101.143
6. Sevilla 100.428
7. Manchester United 99.143
8. Bayern München 93.739
9. Olympique Lyon 90.747
10. Inter 87.406
11. Werder Bremen 79.739
12. Real Madrid 78.428
13. Villarreal 76.428
14. AS Roma 76.406
15. PSV Eindhoven 75.792
16. CSKA Moskva 69.325
17. Sporting Lisboa 68.177
18. Zenit St. Petersburg 66.325
19. FC Porto 65.177
20. AZ Alkmaar 64.792
http://www.dagbladet.no/2009/03/10/sport/fotball/champions_league/premier_league/liverpool/5219386/
Eto'o vonar að Real Madrid slái Liverpool út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
óvæntur endir .. myndbrot
7.3.2009 | 20:27