Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Ofbeldi ísraela tekur á síg ótrúlegustu myndir

Israelar stoppuðu palestínskt drengjalið í knattspyrnu á landamærunum og meinuðu þeim að komst á stórt knattspyrnumót í noregi, Norway Cup.  Drengirnir höfðu við erfiðar aðstæður náð að skaffa alla pappíra og stimpla og leyfi sem hugsast getur fyrir þessari ferð.. að ógleymdum þeim fjármunum sem þetta kostar.. en förin endaði á ísraelskri landamærastöð þar sem geðþóttaákvarðanir virðast oftast nær ákveða hverjir komast yfir landamærin og hver ekki.. drengirnir voru 14 og 15 ára ásamt 3 fararstjórum...

hér er fréttin : http://www.dagsavisen.no/innenriks/article361503.ece     svona lagað kemst aldrei í íslenska fjölmiðla, því miður enda erum við undirlægjur bandaríkjamanna..  


Glæsilegt Bogi og Nok

Ég þarf endilega að fara að kíkja við þegar sumartörninni er lokið.. þetta er stórglæsilegt mannvirki og var gaman að fylgjast með byggingunni.. enn meira gaman verður að kíkja við :)
mbl.is Gamall draumur að rætast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

jæja.. guinnes time


Merki um hnignun landsbyggðarinnar

Að krá leggi upp laupana .. og það í plássi eins og Ísafjörður er, er pottþétt merki um hnignun landsbyggðarinnar.  Krár eru samkomustaðir, skemmtistaðir vinnandi fólks og ef þær eru að hverfa þá þýðir það bara eitt.. vinnandi fólki er að fækka á staðnum.

Ég hef sagt það á síðu Sigurjóns Þórðarsonar fv alþingismanns að ég vil gefa krókaleifin frjáls.  Hafa króka veiðar á handfærum utan kvóta því það mun gefa ungu fólki tækifæri til þess að vinna við sjómennsku án þess að vera launafólk.. þetta mundi vera hvetjandi fyrir landsbyggðina og þá sérstaklega Vestfirði sem eru mér hugleiknir enda ættaður þaðan og bjó þar um tíma.  Ríkið er að skapa kynslóð af doða, fólk sem getur ekki og má ekki bjarga sér í nafni kvótakerfis sem sniðið er að hagsmunum örfárra aðila innan LÍÚ..

Gefið krókaleifin frjáls og landsbyggðin blómstrar sem aldrei fyrr..  


mbl.is Elstu krá Ísafjarðar lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háhyrningur vs Hrefna

Þetta hefur eflaust verið óvenjulegt sjónarspil og alla svakalegt fyrir viðkvæma.. en þetta er gangur náttúrunnar.. þessi hrefna hefur eflaust verið eitthvað slöpp, veikburða eða hreinlega hundgömul.  Það er harla ólíklegt að háhyrningar mundu ráðast á fullfríska hrefnu á miðju næktartímabili þeirra ef um kjötétandi háhyrninga er að ræða.  Hafið fullt af ungviði sela og hvala og því nóg að bíta og brenna.  En þessi hrefna endaði líf sitt í endurvinnslunni í stað þess að reka að landi öllum til óþurftar nema óvinum Gísla Marteins, sílamáfunum.

Ég er efins um að þetta hafi verið 25-30 háhyrningar.. þeir eru vanalega ekki í svo stórum vöðum. Oftast er þetta fjölskylda og ættingjar og talan í kringum 10-15 í mesta lagi því karldýrin eru rekin í burtu frá fjölskyldunni innan viss árafjölda sem kemur í veg fyrir skyldleikaræktun innan fjölskyldunnar.. svo þetta hafa verið nokkrar kýr með kálfa ásamt nokkrum ungum körlum og einum stórum tarf.

Glæsilegri og gáfaðri skepnu er erfitt að finna en fullfrískan háhyrning.


mbl.is Hrefna barðist fyrir lífi sínu við hóp háhyrninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sóðaskapur !!

ég hef ferðast mikið í sumar eins og sést hefur á mínu bloggi.. á þessum ferðum mínum um landið hef ég orðið vitni að ótrúlegustu hlutum.. plastflöskur svífandi út um glugga á bíl á leið til Rvk frá Selfossi.. rusl á tjaldstæðum.. sígarettustubbar bókstaflega út um allt á bílastæðum þar sem rútubílstjórar nota.. sjálfsagt eru þeir sekir.. en það sem fékk mig til þess að skrifa þetta og ætlaði ég að vera búinn að því í gær en nennti því ekki vegna þreytu.

Ég var á ferð inn í Landmannalaugar með gönguhóp og ók Dómadalsleið, rétt áður en Heklu vikurinn svarti og ægifagri endaði, mætti ég econoline og tveim öðrum bílum sem ég tók reyndar ekkert sérstaklega vel eftir.. en leiðsögumaðurinn sem var í ferðinni segir : Nei sko hann, tók allt draslið með sér og tróð því í bónuspoka.. og viti menn þetta var rétt hjá henni Rósu leiðsögumanni.. hann hafði tekið ruslið með sér í bónuspoka en HENGT ÞAÐ AFTAN Á ECONOLININN.. Þar hengju tveir bónuspokar fullir af rusli aftan á bílnum.. krækt á hjarir eða eitthvað svoleiðis.. ég spáði ekkert frekar í þetta og ók inn í landmannalaugar.. á leiðinni heim er ég einn á ferð og ek Hrauneyjar tilbaka og niður skeiðin.. og svo upp á Hellisheiði gegnum Selfoss.. í kömbunum var poki.. gulur bónuspoki, þétttroðinn í vegar kantinum... efst í kömbunum var annar bónus poki..  Hver haldið þið að hafi átt viðkomandi ruslapoka og... gleymt að henda þeim í ruslagám ?


Vonandi fyrirboði um það sem koma skal

Ég vona að þessi skipan Þorgerðar verði varanleg.. í það minnsta fyrirboði um það sem koma skal.. go girl :)
mbl.is Þorgerður Katrín leysir Geir af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphafið að endalokum ?

ég tel að þetta geti verið upphafið að endalokum skagaliðsins eins og við þekkjum það.. liðið sem skorar mörkin og sigrar deildina .. þeir tímar eru liðnir um ókomna framtíð og framtíð skagaliðsins virðist vera í neðri deildum íslenskrar knattspyrnu.  ástæða þessa spádóms er sú að ef menn eins og Guðjón geta ekki barið þessa stráka til sigurs þá getur enginn það.. kannski framtíðinn á skaganum liggi í innflutningi á fólki frá miðausturlöndum ? 
mbl.is Guðjón hættur með ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sem betur fer eru ekki allir eins og villi í köben

ef svo væri þá hefði þessu palestínumaður hreinlega verið tekinn af lífi í stað þess að pynta hann fyrir opnum tjöldum.. en þetta framferði ísraela er engin nýlunda og eru fjöldamargir fyrrverandi hermenn ísraels sem skammast sín fyrir framferði liðsmanna hersins á herteknu svæðunum
mbl.is Skutu palestínskan fanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Villi V%%& í köben viti af þessari mynd ?

Villi í köben sem klagar og kærir til hægri og vinstri alla þá sem "guðlasta" eða tala gegn hryðjuverkum ísraela og fær meðbyr hjá Árna Matthíasyni bloggritstjóra.. skyldi hann hafa séð þessa mynd.. og ef svo.. skyldi hann hafa kært birtingu hennar á íslandi ?
mbl.is Bannað að sýna Life of Brian
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband