Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Vinnuálag sumarsins

Ég tók það saman eftir langan vinnudag í dag.. dagur upp á 17 tíma að ég hef unnið samtals 163 tíma síðan 1 júlí.. ætlaði að eiga frí á morgunn og sofa út loksins.. en nei.. skrepp í Landmannalaugar með einhverja göngugarpa.. en það hjálpar að veðrið leikur við hvern sinn fingur þessa dagana.. 

Framferði ísraela

Framferði ísraela á hernumdu svæðunum er þeim og alþjóðasamfélaginu til skammar.  Þeirra framferði er íslensku þjóðinni til skammar því við erum með stjórnamálasamband við þessa villimenn.  Það eru ekki mörg ár síðan ísraelar skutu á og drápu áhöfn sjúkrabíla og sögðu svo bláeygum fréttamönnum vesturlanda að um stórhættulega hryðjuverkamenn hafi verið að ræða með sprengjuvörpur.. Þetta stóðst ekki nánari rannsókn óháðra hugrakkra blaðamanna sem fundu það út að sprengjuvörpurnar stórhættulegu voru samanvöðlaðar sjúkrabörur.  Gunnar má þakka sínum sæla að hann var ekki drepinn af þessum rasistum og terroristahermönnum ísraela.
mbl.is „Ég ætti helst að skjóta ykkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

amstur helgarinnar að byrja

jæja þá er amstur helgarinnar að byrja og fer ég í kvöld í svokallaðan Gullhring, gullfoss geysir þingvellir og KERIÐ.. ég stoppa þar þar til nafni minn Magnússon setur lögbann á mig.   Á morgunn er sérferð með einhverja nojara, gullhringur líka. Alltaf gaman að fara með svoleiðis hópa, þeir vilja aukastopp til þess að skoða einhver sumarhús sem þeir smíða og selja til klakans.  Sunnudagurinn verður langur, allt að 18 tímar,  en það er jökulsárlón.  Veðurspáin mætti vera betri en þá er bara um að gera að vera bjartsýnn... sól allan sunnudaginn td  (óskhyggja) ;)

ég hef tvennt um þennan leik að segja

það fyrsta : Meistaraheppni

Það seinna : dómaraskandall

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómarar skemma leiki.. þessi sauður sem dæmdi í kvöld var ótrúlegur.. ef valsari datt og það án þess að komið væri við hann þá var umsvifalaust flautað.. ef KR ingur var troðinn undir af valsara var leik haldið áfram... 

Já ég er svekktur því valsarar áttu síst skilið stigin 3 í þessum leik en enginn má við margnum.. 11 gegn 14 í kvöld. en KR átti samt að taka þetta.... 


mbl.is Willum: ,,Leikur okkar í fyrri hálfleik skóp sigurinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórsmörk, landmannalaugar og jökulsárlón á sömu helginni..

Erfitt að toppa þetta sérstaklega þar sem veðrið var bara magnað allan tímann.. og ég fékk líka borgað fyrir þetta :)

Ekkert jafnast á við náttúrufegurð íslands á góðum degi..  

Reynið að njóta landsins elskurnar mínar ..

 

Langjökull á morgunn dudduruddududddum

 

 


þvílík blessun fyrir félagið

Þetta eru bestu fréttir sem ég hef heyrt frá liverpool síðan Dalglish var keyptur...

Æðislegt. bara æðislegt  :)


mbl.is Crouch sagður á leið til Portsmouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FAEN !

Hér er vídeo sem útskýrir norska orðið FAEN nokkuð vel.  Athyglisverð nálgun.

 


Óli F lætur verkin tala..

Ætli Óli FF sé að láta verkin tala ?   Miðbærinn er í algerri rúst eftir að Óli FF og villi vitlausi tóku völdin.. Nú átti sko að láta verkin tala.. mála miðbæinn flottann og gera upp ónýt hús til hægri og vinstri.. stöðva í leiðinni alla eðlilega þróun miðbæjarins sem er að verða eins og Belfast með byrgða glugga og háar girðingar umhverfis brunarústir og hús sem bíða niðurrifs..

Fyrirtæki loka hvert á fætur öðru og nú síðast Veiðimaðurinn sem hefur verið ein flottasta verslun miðbæjarins um árabil.. sennilega opnar enn einn pöbbinn þarna já eða þá enn ein mynjagripaverslunin.. eða bara byrgðir gluggar sem eru að verða óþægilega algeng sjón í miðbænum.

sorgleg tíðindi fyrir okkur sem unnum miðbænum.. og munum þegar hann var fullur af lífi og þrótt.. en það var fyrir daga Óla FF og villa vill........


mbl.is Veiðimaðurinn hverfur úr miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers var þessi för farin ?

Það er mér gersamlega ómögulegt að sjá í hvaða tilgangi þessi för er farin.. kynna sér afleiðingar kjarnorkuslyssins í chernobyl ?  Halló.. við ætlum ekki að nýta okkur kjarnorku á íslandi.. við eigum ofgnótt af allskonar orku þótt við séum ekki að spá í kjarnorku.. þetta er enn eitt dæmið um sóun á almannafé og Kolbrún ætti að skammast sín fyrir að þiggja far í svona ferð..

Öll sú kynning sem þetta fólk þarf í þessari greinilega gersamlega óþörfu nefnd er að finna á GOOGLE.. Kolbrún ertu komin í 21 öldina ? Eða ertu enn að mæra Karl marx við kertaljós á háalofti einhverstaðar út í bæ ? 

Við hin notum internet og þá tækni sem til þarf.. ég get sagt þér og sýnt þér allt sem þú hugsanlega gast kynnt þér í þessari ferð sem kostaði pottþétt ekki undir 300.000 kall á mann... og hverju skilar þessi för okkur hinum hér á íslandi ?  

Skammastu þín Kolbrún. 

 


mbl.is Kjarnorkuiðnaðurinn leysir ekki orkuvandamál framtíðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það vantar aðalatriði fréttarinnar

ég las þessa frétt í aftonbladet fyrir nokkru síðan og þar var ekki aðalatriðið að maðurinn skuli hafa reynt að róa á milli landanna heldur að þar sem hann lagðist til svefns á miðri leið er einhver mesta skipatraffík í heimi....  Það er skip þarna  áferðinni að meðaltali á 5 mínútna fresti í aðra hvora áttina.. svo stutt er á milli landanna að það er stundum freistandi að synda yfir.. en það mundi eflaust enda illa.. 
mbl.is Reyndi að róa Eyrarsundið eftir sumbl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband