Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Takk fyrir Riise

Þar sem moggin var frekar seinn að birta þessa frétt þá vil ég benda á blogg mitt frá því fyrr í dag um þessa sölu á einum dyggasta liðsmanni Liverpool fc undanfarin ár.

http://skari60.blog.is/blog/skari60/entry/571269/


mbl.is Riise seldur til Roma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveðja til Riise

Þá er sú stund runnin upp sem svo margir íslenskir liverpool aðdáendur hafa beðið eftir í ofvæni, að Riise hverfi á braut frá Liverpool. Hann hefur verið hjá Liverpool í 6 ár og spilað 347 leiki og skorað 37 mörk og mörg þeirra gersamlega ógleymanleg fyrir aðdáendur Liverpool.. nema þá íslensku auðvitað sem hafa lengst af hatast út í rauðhausinn og eru ógleymanlegt hvernig menn skrifuðu Riise niður á liverpool krakkaspjallinu og margir þeirra sem voru í stjórn liverpoolklúbbsins á íslandi tóku þátt í þeim söng.. oftast nær án teljandi raka um hver ætti að koma í staðinn. Ég var alltaf harður stuðningsmaður Riise og er því ánægður að hann fer frá okkur við góðan orðstýr til italsks stórklúbbs sem Roma vissulega er og ætti það að verða þessum úrtölumönnum til umhugsunar afhverju Roma skuli ekki bara kaupa Riise, heldur borga fyrir hann 40 milljónir norskra króna og að auki greiða Liverpool 750.000 evrur fyrir 25ta hvern leik sem hann spilar fyrir Roma..

Ég sé eftir Riise en verð að viðurkenna að framfarir hjá honum s.l 2 ár undir stjórn Rafael Bentiez hafa ekki verið miklar, hverju svo sem um er að kenna. en ég hef sagt lengi að Liverpool sé komið í fremstu röð á englandi ef leikmenn eins og Riise eru orðnir varamenn vegna þess að annar betri er kominn í hans stöðu.. það hefur ekki gerst enn og því hef ég áhyggjur af vinstri kant og vinstra bakverði hjá Liverpool í framtíðinni því ENGINN er kominn í staðinn fyrir Riise sem stendur undir nafni. Rafael hefur ekki styrkt þessa stöðu að mínu mati og virðist ekki vera að fara gera það, heldur virðist hann ætla að treysta á leikmann sem er meira og minna meiddur í staðinn fyrir Riise sem er bókstaflega aldrei meiddur fyrir utan 3 vikur hér fyrir 2 árum.

Gangi þér vel Riise, þú stóðst fyrir þínu og vel það sem er meira en hægt er að segja um marga fastamenn undir stjórn Rafael Benitez.

Skari


mbl.is Riise í viðræðum við Roma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég flúði borgina

Ég flúði borgina á þessum merkisdegi, þjóðhátiðardegi íslands.. ég flúði kraðak og barnavagnakaos í miðbænum.. ég hörfaði undan mannskaranum og fór alla leið í Öræfasveit og skoðaði Svínafellsjökul og Skaftafell.. og Núpstað á leiðinni heim.. borðaði dýrindishamborgara á systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri.. sennilega bestu hamborgarar á landinu.

Kom í bæinn endurnærður og með á annað hundrað mynda í farteskinu..

Mæli með þessu ...


mbl.is Allt að 50 þúsund manns í miðborginni í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mínir uppáhalds ísar...

Ég var að gefa kunningja nokkrar ísbombu uppskriftir í tilefni þess að ég er að fara í MEGRUN...

Hér eru uppskriftir af ísréttum sem ég hef gert í gegnum tíðina við miklar vinsældir en hafa sennilega verið þess valdandi að ég þarf að fara í megrun núna...

Allur ísinn er fenginn í ísbúð þótt ég kunni að gera heimalagaðan ís eins og amma og mamma .. bara betur en þær ;) þá er það efni í annan pistil.

Rjómaís úr ísbúð.
Nescafe mokka
Marssúkkulaði
Rjómi

1 líter af rjómaís er settur í skál sem er mun víðari en rúmmál íssins því þetta verður sull :)

strá einni til tveimur teskeiðum af kaffiduftinu yfir ísinn ásamt 2 matskeiðum af rjóma .. hrært varlega eða þar til ísinn er orðinn fallega kaffi brúnn.. svona á litinn eins og thailensk fegurðardís..

Marssúkkulaðið er sett í "vatnsbað" til þess að bræða það.. rjóma blandað saman til að fá mjúka heita súkkulaði sósu.. hitað í smástund á hellunni..

ísinn borinn fram í skálum og marsinu helt yfir..

Ísréttur með bláberjum og nóa kroppi..

1 líter rjómaís settur í skál , smá rjóma eða mjólk hellt yfir ísinn, koníakssletta í skálina og hrært. Þegar ísinn er orðinn jafn og fallegur þá er nóakroppi bætt í skálina og hrært með sleif til að fá jafna dreifingu á nóa kroppinu ( rís kúlur eru líka snilld) . Þeyta restina af rjómanum og setja bláber út í á eftir .. borið fram í skál.. nammi namm..

toppið þetta elskurnar mínar.


þetta er ekki fyndið...

Hvað gerir maður ef svona sætur ísbjörn ræðst á mann ?

jú maður fer á hnén og vonast til þess að hann sé bara graður..


mbl.is Erfið aðgerð framundan að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

snilldar auglýsing. :)


röng fyrirsögn að hætti moggamanna

Þessi fyrirsögn er hreinlega röng a la Moggin í evrópumálum.. 53.4 % þeirra sem kusu voru á móti þessum samning.. en það voru ekki nema rétt um 42 % Íra sem kusu svo í raun má telja að um 22 % íra hafi verið andstæðingar samningsins.. 20 % með honum og 58 % sem voru ekki nógu duglegir til þess að mæta eða höfðu ekki skoðun... svona getur tölfræðin verið notuð til að blekkja fólk.. mogginn er að því með þessari fyrirsögn.
mbl.is 53,4% Íra höfnuðu ESB-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Du Gamla.. du fria

herregud...

Ég var að verða geðveikur yfir  þessum leik.. eru grikkir í þessari keppni til þess að þvælast fyrir eða til þess að spila knattspyrnu ?   Miðað við opnunarleikinn þá eru þeir ömurlegasta lið sem nokkurn tímann hefur spilað knattspyrnu í úrslitum nokkurrar keppni ... einhver staðar á jörðinni.

Djöfuls aumingjar og morðingjar knattspyrnunnar.. 

Svíar voru góðir og var ekki laust við að þjóðerniskennd mín hafi vaxið talsvert við þennan sigur.. en svíar eiga stórt pláss í mínu hjarta eftirbúsetu mína í svíþjóð um árabil...

skynsemin segir... þjóðverjar vinna  keppnina... enda ferlega góðir


mbl.is Svíar skelltu Evrópumeisturunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðurland enn á ný

Ég fer í fyrramálið norður í land í söluferð. 3 daga ferð.  Ég fer á bíl í þetta sinn og gisti á hóteli sem er pottþétt með internettengingu.. ég geri ekki sömu mistökin oft...GetLost sennilega eina hótelið á norðurlandi með slíkan "munað"  Hótel KEA.

Ég vonast til að ná góðri sölu ásamt því að ná góðum myndum í ferðinni.  Tek með mér veiðistöngina til að dorga á Akureyri enda fátt annað hægt að gera þarna fyrir norðan svo mér sé kunnugt um...  


Stöðugur skjálfti..

þetta orðatiltæki finnst mér svolítið fyndið," stöðugur skjálfti ".. hvernig getur skjálfti verið stöðugur ?

Kannski er málvitund mín svona vitlaus eftir margra ára veru erlendis... hver veit.  


mbl.is Stöðugir eftirskjálftar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband