Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

í kvöld gerist það...

Í kvöld gerist það ! Í kvöld verða krýndir nýjir evrópumeistarar. 

Þjóðverjar hafa hefðina, getuna og viljann til að klára dæmið á meðan spánverjar eru meistarar í stórmótaklúðri.. en spánverjar eru komnir lengra en þeir eru vanir.. 24 ár síðan þeir komust síðast í úrslit og 44 ár síðan þeir urðu evrópumeistar sem einnig er þeirra eini stóri titill frá upphafi.

 

ÉG spái Þjóðverjum sigri 3-1 og það byggist á umræddu klúðri spánverja og innbygðu losera mómenti fólks frá Íberíuskaga. Ef þeir mæta sterku skipulögðu liði´þá eiga þeir það til að gefast upp fljótlega.. og skipulagða liðið sigrar.. 

Hér eru Þjóðsöngvar landana..

 


Benni blaðrari

Ef hann ætlar að standa við þetta djöfuls þvaður sitt þá verður hann að fara að koma með leikmenn til Anfield sem standa undir þessum orðum.. enn sem komið er stefnir í enn einn eyðimerkurveturinn í herbúðum Liverpool... 

Ég er hundleiður á yfirlýsingum Rafael, ég vil fara að sjá efndir.. eða að hann snáfi sér í burtu. 


mbl.is Benítez einblínir á Englandsmeistaratitilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Celtic woman

Ég rakst á þennan dýrgrip á youtube flakki mínu í morgun og vil endilega leyfa ykkur að njóta hennar með mér á þessum fallega degi .

 

 

 


spánn rússland...

Leikurinn hafinn og ég hafði næstum gleymt að blogga um þennan merka leik.. Megi rússar vinna 2-0

 

Rússar mala spánverja í þjóðsöngvakeppni...  


Germanía vs Tyrkland

Þessi leikur er byrjaður og í tilefni af því set ég inn þjóðsöngva beggja landa.. Ég vona að Germanir sigri í þessum leik en hef samt lúmskt gaman af tyrkjum sem hafa komist lengra en flestir hafa spáð... Mín spá 3-1 fyrir Germaníu

er Rafael klikkaður ???

Ég er gersamlega hættur að skilja spanjólann.. það er boðið tæpar 9 milljón pund í óhæfan leikmann og hann heimtar 15 milljón pund fyrir ónytjunginn... 

Hvar eru efndirnar hans Rafa um leikmenn í löngum bunum til anfield ? Hvar er Barry ?

enn eitt vonbrigðatímabilið í uppsiglingu...

 

Áfram KR bara.. 


mbl.is Liverpool hafnaði boði Portsmouth í Crouch
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hér er hugsanavakning..

..fyrir þá sem eru að hugsa um það að létta sig..

 


Megi Rússar vinna í kvöld.. 2-1


Það sem ekki má

Hallgrímur Helgason skrifar í fréttablaðinu í dag:

Það má ekki tala um ESB
og ekki harma gengisfallið fé
og ekki skipta um stjórann
sem situr uppí banka
á myntinni sem gerir alla blanka.

Það má ekki minnast neitt á Baug
og ekki vekja eftirlaunadraug.
Og ekki tala um strákinn
með bláu axlaböndin
né ráðherrann sem kyssir enn á vöndinn.

Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið.
Það er alltaf að skamma mann.
Þó maður geri ekki neitt,
Það er alltaf að skamma mann.

Það má ekki tala um Óla f***
og sundurleitan borgarstjórnarflokk
og ekki spyrja Gísla
hvort hann ætli í spyrnu
um borgarstjórastól við Hönnu Birnu.

Það má ekki blogga seint um nótt,
í stjórnarhúsi allt skal vera hljótt.
Að bíða útá tröppum
með mæk er algjört nó-nó
því spyrja Geir um fjármálin er dónó.

Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið.
Það er alltaf að skamma mann.
Þó maður geri ekki neitt,
Það er alltaf að skamma mann.

(lag: Það má ekki pissa bakvið hurð… e. Sveinbjörn I. Baldvinsson)


Alls ekki óhugsandi

Það er alls ekki óhugsandi að ísraelar geri loftárás á íran þrátt fyrir að þurfa að fljúga yfir lofthelgi amk 2 annara ríkja áður en komið er í iranska lofthelgi.. Jordan og Iraq, annari er stjórnað af Bandaríkjamönnum sem munu örugglega auðvelda ísraelum það að gera áras og jafnvel aðstoða þá við það í leiðinni með notkun á AWACS vélum sínum sem staðsettar eru á svæðinu.  Ef af þessari áras verður þá eru bandaríkjamenn meðsekir vegna þess að þeir ráða lofthelgi Iraqs og þar verða ísraelar að fljúga yfir.. 

Afleiðingar slíkrar árásar mundu verða Bush að skapi.. það kæmi styrjöld á svæðinu.. Iraq mundi leysast upp í frumeindir sínar frá því fyrir  1920.. allir berjast við alla og það gæfi bandaríkjunum átyllu til þess að fara í sýrland undir yfirskyni stríðsins gegn hryðjuverkum... 

Björt framtíð hjá okkur öllum með þessa fávita í ísrael og hvíta húsinu, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir styður með ráð og dáð þrátt fyrir loforð um annað fyrir kosningar,  hryðjuverk munu margfaldast.  rússar munu skerast í leikinn og Kína mun ekki horfa hlutlaust á því þeir eru farnir að kaupa töluvert magn af olíu frá iran.. 


mbl.is Íranar segja árás Ísraela óhugsandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband